Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 15:35 Fréttamenn hópuðust að Halldóri Benjamín Þorbergssyni þegar hann kom af fundi í Karphúsinu í dag. Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Þeim sé hins vegar ekki lokið, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til annars samingafundar á næstu vikum. Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna, VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur, gengu út af sameiginlegum fundi með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á þriðja tímanum í dag. Fastlega má búast við því að félögin hefji nú undirbúning atkvæðagreiðslna um boðun verkfalla. Halldór Benjamín tjáði blaðamönnum sem hópuðust að honum eftir fund hans með félögunum fjórum að SA hafi ekki lagt fram nýtt tilboð í dag. Áfram væri stuðst við þær útfærslur sem SA kynnti verkalýðsforystunni um miðja síðustu viku. Sjá einnig: „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ „Við lýstum því sjónarmiði okkar að grundvöllur kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins, gagnvart öllum okkar viðsemjendum, væri að skapa skilyrði hér fyrir vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, stuðla að jákvæðri kaupmáttarþróun á næstu árum og ekki síður að koma í veg fyrir verðhækkanir og lægra atvinnustig,“ sagði Halldór Benjamín. Tilboð SA hvíli á því svigrúmi sem samtökin telja vera til staðar á íslensku vinnumarkaði. „Miðað við þessar gríðarlega mikilvægu forsendur getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá þessu tilboði og þar við sat í dag,“ útskýrði Halldór. Þrátt fyrir að viðræðum hafi verið slitið í dag er endatakmarkið áfram það sama að sögn Halldórs. Það þurfi að ljúka gerð kjarasamnings á næstu vikum - „en takturinn gæti mögulega hafa breyst í dag.“Fréttin hefur verið uppfærðKlippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Þeim sé hins vegar ekki lokið, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til annars samingafundar á næstu vikum. Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna, VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur, gengu út af sameiginlegum fundi með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á þriðja tímanum í dag. Fastlega má búast við því að félögin hefji nú undirbúning atkvæðagreiðslna um boðun verkfalla. Halldór Benjamín tjáði blaðamönnum sem hópuðust að honum eftir fund hans með félögunum fjórum að SA hafi ekki lagt fram nýtt tilboð í dag. Áfram væri stuðst við þær útfærslur sem SA kynnti verkalýðsforystunni um miðja síðustu viku. Sjá einnig: „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ „Við lýstum því sjónarmiði okkar að grundvöllur kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins, gagnvart öllum okkar viðsemjendum, væri að skapa skilyrði hér fyrir vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, stuðla að jákvæðri kaupmáttarþróun á næstu árum og ekki síður að koma í veg fyrir verðhækkanir og lægra atvinnustig,“ sagði Halldór Benjamín. Tilboð SA hvíli á því svigrúmi sem samtökin telja vera til staðar á íslensku vinnumarkaði. „Miðað við þessar gríðarlega mikilvægu forsendur getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá þessu tilboði og þar við sat í dag,“ útskýrði Halldór. Þrátt fyrir að viðræðum hafi verið slitið í dag er endatakmarkið áfram það sama að sögn Halldórs. Það þurfi að ljúka gerð kjarasamnings á næstu vikum - „en takturinn gæti mögulega hafa breyst í dag.“Fréttin hefur verið uppfærðKlippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09
SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58
Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39