SGS vísar deilunni til sáttasemjara Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 16:10 Frá fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins og fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í vikunni. Vísir/Sigurjón Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefur ákveðið að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkisáttasemjara. Samningur félaganna rennur út þann 28. febrúar næstkomandi og hafa þau því átt viðræður sín á milli frá því í október í fyrra. Hins vegar hafi um 110 fundir á síðustu mánuðum lítinn árangur borið að sögn samninganefndar SGS. „Starfsgreinasamband Íslands telur vonlítið um árangur af frekari samninngaumleitunum við Samtök Atvinnulífsins,“ segir í yfirlýsingu samninganefndarinnar sem send var fjölmiðlum á fimmta tímanum. Því hafi verið tekin ákvörðun um að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Í yfirlýsingunni segir ennfremur að ýmislegt hafi þó þokast áfram í viðræðum félaganna á undanförnum mánuðum. Á þeim tíma hafa aðilar átt tæplega 80 fundi um sértæk mál, sem og hátt í 30 fundi viðræðunefnda SGS og SA, um forsendur og innihald nýs kjarasamnings. „Þrátt fyrir það er það mat viðræðunefndar Starfsgreinasambandsins að nú verði ekki komist lengra nema með aðkomu ríkissáttasemjara að deilunni, sem er eðlilegt skref í áframhaldandi vinnu.“ Starfsgreinasambandið fer með umboð fyrir eftirtalin 16 aðildarfélög;AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands, Stéttarfélagið Samstaða, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Verkalýðsfélagið Hlíf, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis. Fréttin hefur verið uppfærð með ítarlegri upplýsingum. Kjaramál Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00 Samningafundur hjá SGS og SA síðdegis í dag Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins mun klukkan 16 í dag eiga samningafund með Samtökum atvinnulífsins. Þar verða kröfur SGS ítrekaðar að því er fram kemur í tilkynningu á vef sambandsins. 20. febrúar 2019 11:40 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefur ákveðið að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkisáttasemjara. Samningur félaganna rennur út þann 28. febrúar næstkomandi og hafa þau því átt viðræður sín á milli frá því í október í fyrra. Hins vegar hafi um 110 fundir á síðustu mánuðum lítinn árangur borið að sögn samninganefndar SGS. „Starfsgreinasamband Íslands telur vonlítið um árangur af frekari samninngaumleitunum við Samtök Atvinnulífsins,“ segir í yfirlýsingu samninganefndarinnar sem send var fjölmiðlum á fimmta tímanum. Því hafi verið tekin ákvörðun um að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Í yfirlýsingunni segir ennfremur að ýmislegt hafi þó þokast áfram í viðræðum félaganna á undanförnum mánuðum. Á þeim tíma hafa aðilar átt tæplega 80 fundi um sértæk mál, sem og hátt í 30 fundi viðræðunefnda SGS og SA, um forsendur og innihald nýs kjarasamnings. „Þrátt fyrir það er það mat viðræðunefndar Starfsgreinasambandsins að nú verði ekki komist lengra nema með aðkomu ríkissáttasemjara að deilunni, sem er eðlilegt skref í áframhaldandi vinnu.“ Starfsgreinasambandið fer með umboð fyrir eftirtalin 16 aðildarfélög;AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands, Stéttarfélagið Samstaða, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Verkalýðsfélagið Hlíf, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis. Fréttin hefur verið uppfærð með ítarlegri upplýsingum.
Kjaramál Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00 Samningafundur hjá SGS og SA síðdegis í dag Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins mun klukkan 16 í dag eiga samningafund með Samtökum atvinnulífsins. Þar verða kröfur SGS ítrekaðar að því er fram kemur í tilkynningu á vef sambandsins. 20. febrúar 2019 11:40 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48
Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00
Samningafundur hjá SGS og SA síðdegis í dag Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins mun klukkan 16 í dag eiga samningafund með Samtökum atvinnulífsins. Þar verða kröfur SGS ítrekaðar að því er fram kemur í tilkynningu á vef sambandsins. 20. febrúar 2019 11:40