Segir engan þora í Gunnar Smára og skósveina hans Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2019 20:28 Friðjón R Friðjónsson telur verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og þar fari fremstur í flokki Gunnar Smári Egilsson. Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi KOM-almannatengsla, telur verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og svívirðingum. Það gerir hún undir forystu Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokksins og skósveina hans, að mati Friðjóns. Friðjón er afar ósáttur við að kjaraviðræðurnar hafi siglt í strand en segir að eigi ekki að þurfa að koma neinum á óvart.Svívirðingar og ofbeldi „Það hefur aldrei verið ætlun forsvarsmanna VR og Eflingar að ná samningum. Það er barnaskapur að halda að slíkt sé hægt, markmið þeirra eru ekki betri kjör félagsmanna heldur upplausn, óreiða og átök. Það ömurlegt að enginn bjóði þeim byrginn,“ segir Friðjón í harðorðum pistli á Facebooksíðu sinni. Ef marka má hann er hlaupin veruleg kergja í deiluna, jafnt milli þeirra sem hafa setið við samningaborðið sem og utan þess. Friðjón telur verkalýðsforystuna fara fram með ofbeldi.Samningum hefur verið slitið og harkan hefur færst út úr Karphúsinu og yfir á samfélagsmiðlana, meðal annars.visir/vilhelm„Þegar ég spurðist fyrir um hvers vegna enginn bauð sig fram til formanns VR var viðkvæði þeirra sem íhuguðu framboð að enginn vildi gangast undir þær svívirðingar og ofbeldi sem viðbúið var að Gunnar Smári Egilsson og skósveinar hans í verkalýðsfélögunum tveimur myndu ausa yfir viðkomandi.Staðreyndin er að ofbeldismennirnir hafa allt dagskrárvald á Íslandi í dag.“ Eins og sjá má sparar Friðjón sig hvergi, en hann hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og er kunnur álitsgjafi í þjóðmálaþáttum. Aldrei meiningin að skrifa undir á forsendum SA Nokkrar umræður hafa skapast á síðu Friðjóns, undir þessu stóryrta uppleggi og vilja ýmsir taka undir með þessum sjónarmiðum. Þó ekki allir. Magnús Helgason stjórmálafræðingur og blaðamaður, eiginmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar, stingur niður penna og telur þetta rétt upp að vissu marki. En, nálgun hans er önnur en Friðjóns. Eins og vænta mátti. Magnús telur að ekki hafi verið tilgangur verkalýðshreyfingarinnar að skrifa undir samningana á forsendum SA. Og loks sé einhver að bjóða „SA og pólítískum armi þeirra byrginn, og þá um leið að hafna því að ábyrgð á stöðugleika sé alfarið (lág)launafólks,“ skrifar Magnús. Og bætir við: „Svo skulum við ekki heldur gleyma því að forysta þessara félaga sem hafa nú slitið viðræðum og sú stefna sem þær fylgja njóta umtalsvert meiri stuðnings en t.d. ríkisstjórnin eða fjármálaráðherra.“ Þannig má ljóst vera að harkan við samningaborðið hefur færst út fyrir veggi Karphússins og er nú tekist á víða vegna viðræðnanna sem komnar eru í hnút, meðal annars á samfélagsmiðlum. Tónninn sem Friðjón slær er ekki ósvipaður þeim sem heyra mátti í Ingvari Smára Birgissyni, formanni SUS, í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun, en þar sagði hann að öfgasósíalistar væru búnir að leggja undir sig verkalýðshreyfinguna. Kjaramál Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08 Vilja fá meiri festu í viðræðurnar Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sambandið vilji fá meiri festu í samningaviðræðurnar við Samtök atvinnulífsins. 21. febrúar 2019 17:07 „Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi KOM-almannatengsla, telur verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og svívirðingum. Það gerir hún undir forystu Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokksins og skósveina hans, að mati Friðjóns. Friðjón er afar ósáttur við að kjaraviðræðurnar hafi siglt í strand en segir að eigi ekki að þurfa að koma neinum á óvart.Svívirðingar og ofbeldi „Það hefur aldrei verið ætlun forsvarsmanna VR og Eflingar að ná samningum. Það er barnaskapur að halda að slíkt sé hægt, markmið þeirra eru ekki betri kjör félagsmanna heldur upplausn, óreiða og átök. Það ömurlegt að enginn bjóði þeim byrginn,“ segir Friðjón í harðorðum pistli á Facebooksíðu sinni. Ef marka má hann er hlaupin veruleg kergja í deiluna, jafnt milli þeirra sem hafa setið við samningaborðið sem og utan þess. Friðjón telur verkalýðsforystuna fara fram með ofbeldi.Samningum hefur verið slitið og harkan hefur færst út úr Karphúsinu og yfir á samfélagsmiðlana, meðal annars.visir/vilhelm„Þegar ég spurðist fyrir um hvers vegna enginn bauð sig fram til formanns VR var viðkvæði þeirra sem íhuguðu framboð að enginn vildi gangast undir þær svívirðingar og ofbeldi sem viðbúið var að Gunnar Smári Egilsson og skósveinar hans í verkalýðsfélögunum tveimur myndu ausa yfir viðkomandi.Staðreyndin er að ofbeldismennirnir hafa allt dagskrárvald á Íslandi í dag.“ Eins og sjá má sparar Friðjón sig hvergi, en hann hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og er kunnur álitsgjafi í þjóðmálaþáttum. Aldrei meiningin að skrifa undir á forsendum SA Nokkrar umræður hafa skapast á síðu Friðjóns, undir þessu stóryrta uppleggi og vilja ýmsir taka undir með þessum sjónarmiðum. Þó ekki allir. Magnús Helgason stjórmálafræðingur og blaðamaður, eiginmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar, stingur niður penna og telur þetta rétt upp að vissu marki. En, nálgun hans er önnur en Friðjóns. Eins og vænta mátti. Magnús telur að ekki hafi verið tilgangur verkalýðshreyfingarinnar að skrifa undir samningana á forsendum SA. Og loks sé einhver að bjóða „SA og pólítískum armi þeirra byrginn, og þá um leið að hafna því að ábyrgð á stöðugleika sé alfarið (lág)launafólks,“ skrifar Magnús. Og bætir við: „Svo skulum við ekki heldur gleyma því að forysta þessara félaga sem hafa nú slitið viðræðum og sú stefna sem þær fylgja njóta umtalsvert meiri stuðnings en t.d. ríkisstjórnin eða fjármálaráðherra.“ Þannig má ljóst vera að harkan við samningaborðið hefur færst út fyrir veggi Karphússins og er nú tekist á víða vegna viðræðnanna sem komnar eru í hnút, meðal annars á samfélagsmiðlum. Tónninn sem Friðjón slær er ekki ósvipaður þeim sem heyra mátti í Ingvari Smára Birgissyni, formanni SUS, í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun, en þar sagði hann að öfgasósíalistar væru búnir að leggja undir sig verkalýðshreyfinguna.
Kjaramál Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08 Vilja fá meiri festu í viðræðurnar Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sambandið vilji fá meiri festu í samningaviðræðurnar við Samtök atvinnulífsins. 21. febrúar 2019 17:07 „Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15
Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08
Vilja fá meiri festu í viðræðurnar Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sambandið vilji fá meiri festu í samningaviðræðurnar við Samtök atvinnulífsins. 21. febrúar 2019 17:07
„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent