Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Andri Eysteinsson og Kjartan Kjartansson skrifa 21. febrúar 2019 20:59 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd stéttarfélagsins Eflingar samþykkti að láta fara fram rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum á fundi sínum í kvöld. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Efling var á meðal þeirra fjögurra verkalýðsfélaga sem sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. Samninganefndin samþykkti að láta atkvæðagreiðsluna fara fram á fundi sínum klukkan 20 í kvöld. Vinnustöðvunin hæfist klukkan tíu að morgni 8. mars og lyki klukkan 23:59 sama dag nema að kjarasamningar náist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni um vinnustöðvunina skal lokið eigi síðar en kl.22:00, fimmtudaginn 28.2 2019. „Við veljum þennan hóp og þennan dag vegna þess að 8.mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, þessi hópur er að mestu skipaður konum á lægstu launum sem vinna að baki brotnu til að halda hér uppi ferðamannaiðnaðinum þar sem menn hafa grætt á tá og fingri á undanförnum árum, ákvörðunin er tekin á þeim forsendum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Vinnustöðvunin myndi ná til þeirra félagsmanna Eflingar sem vinna samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi. Hún næði til allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhorns landsins. Í samþykkt samninganefndarinnar segir að kjarasamningurinn sem um ræðir hafi runnið út um áramótin og viðræður við SA hafi reynt árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. „Ég hef trú á að þetta sendi gríðarlega sterk og mögnuð skilaboð inn í viðræðurnar og samfélagið þegar láglaunakonur leggja niður störf og sýna með því grundvallarmikilvægi sitt í íslensku samfélagi og íslensku efnahagslífi,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Samninganefnd stéttarfélagsins Eflingar samþykkti að láta fara fram rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum á fundi sínum í kvöld. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Efling var á meðal þeirra fjögurra verkalýðsfélaga sem sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. Samninganefndin samþykkti að láta atkvæðagreiðsluna fara fram á fundi sínum klukkan 20 í kvöld. Vinnustöðvunin hæfist klukkan tíu að morgni 8. mars og lyki klukkan 23:59 sama dag nema að kjarasamningar náist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni um vinnustöðvunina skal lokið eigi síðar en kl.22:00, fimmtudaginn 28.2 2019. „Við veljum þennan hóp og þennan dag vegna þess að 8.mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, þessi hópur er að mestu skipaður konum á lægstu launum sem vinna að baki brotnu til að halda hér uppi ferðamannaiðnaðinum þar sem menn hafa grætt á tá og fingri á undanförnum árum, ákvörðunin er tekin á þeim forsendum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Vinnustöðvunin myndi ná til þeirra félagsmanna Eflingar sem vinna samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi. Hún næði til allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhorns landsins. Í samþykkt samninganefndarinnar segir að kjarasamningurinn sem um ræðir hafi runnið út um áramótin og viðræður við SA hafi reynt árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. „Ég hef trú á að þetta sendi gríðarlega sterk og mögnuð skilaboð inn í viðræðurnar og samfélagið þegar láglaunakonur leggja niður störf og sýna með því grundvallarmikilvægi sitt í íslensku samfélagi og íslensku efnahagslífi,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira