Fótbolti

Roma spurðist fyrir um Sarri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Maurizio Sarri
Maurizio Sarri vísir/getty
Forráðamenn Roma hafa haft samband við umboðsmann Maurizio Sarri um að fá Ítalann sem stjóra liðsins á næsta tímabili. Þetta hefur fréttastofa Sky Sports eftir sínum heimildarmönnum.

Pressan á Sarri í stjórastól Chelsea eykst með hverjum deginum, þó hann hafi kannski slakað aðeins á henni með þægilegum sigri á Malmö í Evrópudeildinni í kvöld.

Sky segir forráðamenn Chelsea hafa fundað um framtíð Sarri í vikunni en stjórnin er sögð vera með miklar áhyggjur af frammistöðu liðsins í síðustu leikjum.

Núverandi stjóri Roma, Eusebio di Francesco, er í svipaðri stöðu og Sarri en hann fór í svörtu bókina eftir 7-1 niðurlægingu frá Fiorentina í ítölsku bikarkeppninni á dögunum.

Sarri tók við Chelsea í sumar eftir að hafa þjálfað Napólí í þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×