Rannsaka son Bolsonaro vegna peningaþvættis Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2019 23:41 Flavio Bolsonaro er öldungadeildarþingmaður og sonur Brasilíuforseta. Vísir/EPA Saksóknarar í Brasilíu rannsaka nú son Jairs Bolsonaro forseta vegna gruns um peningaþvætti. Rannsóknin beinist meðal annars að tveimur lúxusíbúðum sem Flavio Bolsonaro keypti í Ríó de Janeiro. Flavio Bolsonaro er öldungadeildarþingmaður á brasilíska þinginu. Saksóknarar í Ríó de Janeiro hafa reynt að fá Bolsonaro til skýrslutöku vegna ýmissa spillingarmála en hann hefur hafnað því að hitta þá. Rannsóknin nú er aftur á móti á vegum alríkissaksóknara sem Bolsonaro getur ekki vikið sér undan að ræða við. Ásakanirnar þykja þær vandræðalegustu fyrir Bolsonaro forseta sem bauð sig fram sem sérstakan baráttumann gegn spillingu.Reuters-fréttastofan segir að málið tengist því hvernig Bolsonaro hafi komist í álnir á óútskýrðan hátt. Talskona Bolsonaro segir hann saklausan og að hann sé fórnarlamb pólitískra ofsókna. Skammt er síðan hæstiréttur landsins hafnaði kröfu Bolsonaro um að rannsókn á tugum greiðslna hans til fyrrverandi bílstjóra síns yrði stöðvuð. Fjármálaeftirlitið hafði þá fundið tæplega fimmtíu grunsamlegar greiðslur á reikning Bolsonaro í einum mánuði árið 2017. Athyglin er einnig sögð beinast að fasteignaviðskiptum þingmannsins sem leiddu til þess að eignir hans jukust gríðarlega á árunum 2014 til 2017. Á sama tíma hafi háar fjárhæðir í grunsamlegum greiðslum runnið í gegnum bankareikning bílstjórans. Brasilía Tengdar fréttir Sonur verðandi Brasilíuforseta beðinn um að skýra dularfulla fjármagnsflutninga Bílstjóri Flavio Bolsonaro fékk fúlgur fjár á bankareikning sinn en ekki hafa fengist skýringar á uppruna fjárins. 27. desember 2018 22:47 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Saksóknarar í Brasilíu rannsaka nú son Jairs Bolsonaro forseta vegna gruns um peningaþvætti. Rannsóknin beinist meðal annars að tveimur lúxusíbúðum sem Flavio Bolsonaro keypti í Ríó de Janeiro. Flavio Bolsonaro er öldungadeildarþingmaður á brasilíska þinginu. Saksóknarar í Ríó de Janeiro hafa reynt að fá Bolsonaro til skýrslutöku vegna ýmissa spillingarmála en hann hefur hafnað því að hitta þá. Rannsóknin nú er aftur á móti á vegum alríkissaksóknara sem Bolsonaro getur ekki vikið sér undan að ræða við. Ásakanirnar þykja þær vandræðalegustu fyrir Bolsonaro forseta sem bauð sig fram sem sérstakan baráttumann gegn spillingu.Reuters-fréttastofan segir að málið tengist því hvernig Bolsonaro hafi komist í álnir á óútskýrðan hátt. Talskona Bolsonaro segir hann saklausan og að hann sé fórnarlamb pólitískra ofsókna. Skammt er síðan hæstiréttur landsins hafnaði kröfu Bolsonaro um að rannsókn á tugum greiðslna hans til fyrrverandi bílstjóra síns yrði stöðvuð. Fjármálaeftirlitið hafði þá fundið tæplega fimmtíu grunsamlegar greiðslur á reikning Bolsonaro í einum mánuði árið 2017. Athyglin er einnig sögð beinast að fasteignaviðskiptum þingmannsins sem leiddu til þess að eignir hans jukust gríðarlega á árunum 2014 til 2017. Á sama tíma hafi háar fjárhæðir í grunsamlegum greiðslum runnið í gegnum bankareikning bílstjórans.
Brasilía Tengdar fréttir Sonur verðandi Brasilíuforseta beðinn um að skýra dularfulla fjármagnsflutninga Bílstjóri Flavio Bolsonaro fékk fúlgur fjár á bankareikning sinn en ekki hafa fengist skýringar á uppruna fjárins. 27. desember 2018 22:47 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Sonur verðandi Brasilíuforseta beðinn um að skýra dularfulla fjármagnsflutninga Bílstjóri Flavio Bolsonaro fékk fúlgur fjár á bankareikning sinn en ekki hafa fengist skýringar á uppruna fjárins. 27. desember 2018 22:47