Spennið beltin Hörður Ægisson skrifar 22. febrúar 2019 07:15 Þetta var aldrei að fara öðruvísi. Leiðtogar hinnar róttæku verkalýðshreyfingar, hvar formaður Eflingar fer fremst í flokki, höfðu lítinn áhuga á að ná kjarasamningum. Tilgangurinn hefur fremur verið að sækjast eftir átökum og verkföllum með pólitísk markmið að leiðarljósi. Nú er það að raungerast. Vanstillt viðbrögð við útspili stjórnvalda hafa undirstrikað þá staðreynd. Tillögur um skattabreytingar, hækkun barnabóta og hækkun persónuafsláttar kosta ríkið um 18 milljarða. Ljóst er að ekki verður gengið lengra – og ríkið á alls ekki að ljá máls á því – nú þegar tekjur ríkissjóðs munu fara þverrandi samhliða niðursveiflu í efnahagslífinu. Með lýðskrum að vopni, þar sem engu er skeytt um efnahagslegar staðreyndir og allir sem dirfast að vara við marxískum orðavaðlinum eru útmálaðir sem óvinir fólksins, hefur formönnum VR og Eflingar, ásamt ýmsum fylgitunglum sínum, tekist að tromma upp sífellt ískyggilegri stemningu í samfélaginu. Þau hafa markvisst spilað á tilfinningar fólks, einkum þeirra sem lægstu launin hafa, og vakið falsvonir um að hægt sé að ná fram stórfelldum launahækkunum og kjarabótum gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum með einu pennastriki. Þetta hefur þeim tekist, sem er kannski hvað alvarlegast, í krafti þess að vera komin með dagskrárvaldið í íslenskum fjölmiðlum. Of fáir eru reiðubúnir að stíga fram og benda á ruglið, sem aðeins magnast upp með hverri vikunni sem líður, og hvaða afleiðingar málflutningur þeirra mun hafa fyrir kjör meginþorra almennings nái hann fram að ganga. Þótt oft hafi hart verið tekist á milli aðila vinnumarkaðarins þá er það líklega einsdæmi að verkalýðshreyfingin, sem er núna stýrt af reynslulitlu fólki, hafi komið fram með eins sverar kröfur á sama tíma og hagkerfið er tekið að kólna mjög snögglega. Hagkerfinu hefur verið haldið í gíslingu vegna þeirrar óvissu sem uppi hefur verið á vinnumarkaði. Stórar ákvarðanir hjá fyrirtækjum og heimilum – hvort sem um er að ræða fjárfestingar eða fasteigna- og bílakaup – eru af þessum sökum margar hverjar í biðstöðu. Leiðandi hagvísir Analytica, sem gefur vísbendingar um umsvif í hagkerfinu að sex mánuðum liðnum, hefur þannig lækkað núna tólf mánuði í röð. Það hefur ekki gerst síðan 2008. Innflutningur er að dragast saman, samdráttur í debetkortaveltu hefur ekki verið meiri í tólf ár og ferðamannafjöldinn er að þróast til verri vegar. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, sem formaður Eflingar telur væntanlega að tilheyri einnig hinum „efnahagslega forréttindahópi“ sem ekki beri að taka mark á, hefur bent á að þetta þýði að hætta sé á alvarlegri stöðnun. Venjulegt íslenskt launafólk, sem stendur undir meginþorra samneyslunnar, kærir sig flest hvert ekkert um að vera notað sem tilraunadýr fyrir marxíska hugmyndafræði byltingarsinna sem telja sig þess umkomna að knýja fram pólitískar kerfisbreytingar. Það vill fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagsmálum. Það hefur tekist síðustu ár þar sem Íslendingar hafa upplifað verðstöðugleika og fordæmalausa kaupmáttaraukningu. Þeim ávinningi á nú að kasta fyrir róða. Ákvörðun um boðun verkfalls mun ein og sér valda ómældu tjóni sem aftur dregur úr getu atvinnurekenda til launahækkana. Allir tapa á þessari brjálsemi sem er í uppsiglingu og mun hafa í för með sér meiriháttar lífskjaraskerðingu fyrir almenning. Gengið mun veikjast, verðbólga aukast, vextir hækka og uppsagnir og gjaldþrot fyrirtækja eru óhjákvæmileg. Spennið beltin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta var aldrei að fara öðruvísi. Leiðtogar hinnar róttæku verkalýðshreyfingar, hvar formaður Eflingar fer fremst í flokki, höfðu lítinn áhuga á að ná kjarasamningum. Tilgangurinn hefur fremur verið að sækjast eftir átökum og verkföllum með pólitísk markmið að leiðarljósi. Nú er það að raungerast. Vanstillt viðbrögð við útspili stjórnvalda hafa undirstrikað þá staðreynd. Tillögur um skattabreytingar, hækkun barnabóta og hækkun persónuafsláttar kosta ríkið um 18 milljarða. Ljóst er að ekki verður gengið lengra – og ríkið á alls ekki að ljá máls á því – nú þegar tekjur ríkissjóðs munu fara þverrandi samhliða niðursveiflu í efnahagslífinu. Með lýðskrum að vopni, þar sem engu er skeytt um efnahagslegar staðreyndir og allir sem dirfast að vara við marxískum orðavaðlinum eru útmálaðir sem óvinir fólksins, hefur formönnum VR og Eflingar, ásamt ýmsum fylgitunglum sínum, tekist að tromma upp sífellt ískyggilegri stemningu í samfélaginu. Þau hafa markvisst spilað á tilfinningar fólks, einkum þeirra sem lægstu launin hafa, og vakið falsvonir um að hægt sé að ná fram stórfelldum launahækkunum og kjarabótum gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum með einu pennastriki. Þetta hefur þeim tekist, sem er kannski hvað alvarlegast, í krafti þess að vera komin með dagskrárvaldið í íslenskum fjölmiðlum. Of fáir eru reiðubúnir að stíga fram og benda á ruglið, sem aðeins magnast upp með hverri vikunni sem líður, og hvaða afleiðingar málflutningur þeirra mun hafa fyrir kjör meginþorra almennings nái hann fram að ganga. Þótt oft hafi hart verið tekist á milli aðila vinnumarkaðarins þá er það líklega einsdæmi að verkalýðshreyfingin, sem er núna stýrt af reynslulitlu fólki, hafi komið fram með eins sverar kröfur á sama tíma og hagkerfið er tekið að kólna mjög snögglega. Hagkerfinu hefur verið haldið í gíslingu vegna þeirrar óvissu sem uppi hefur verið á vinnumarkaði. Stórar ákvarðanir hjá fyrirtækjum og heimilum – hvort sem um er að ræða fjárfestingar eða fasteigna- og bílakaup – eru af þessum sökum margar hverjar í biðstöðu. Leiðandi hagvísir Analytica, sem gefur vísbendingar um umsvif í hagkerfinu að sex mánuðum liðnum, hefur þannig lækkað núna tólf mánuði í röð. Það hefur ekki gerst síðan 2008. Innflutningur er að dragast saman, samdráttur í debetkortaveltu hefur ekki verið meiri í tólf ár og ferðamannafjöldinn er að þróast til verri vegar. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, sem formaður Eflingar telur væntanlega að tilheyri einnig hinum „efnahagslega forréttindahópi“ sem ekki beri að taka mark á, hefur bent á að þetta þýði að hætta sé á alvarlegri stöðnun. Venjulegt íslenskt launafólk, sem stendur undir meginþorra samneyslunnar, kærir sig flest hvert ekkert um að vera notað sem tilraunadýr fyrir marxíska hugmyndafræði byltingarsinna sem telja sig þess umkomna að knýja fram pólitískar kerfisbreytingar. Það vill fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagsmálum. Það hefur tekist síðustu ár þar sem Íslendingar hafa upplifað verðstöðugleika og fordæmalausa kaupmáttaraukningu. Þeim ávinningi á nú að kasta fyrir róða. Ákvörðun um boðun verkfalls mun ein og sér valda ómældu tjóni sem aftur dregur úr getu atvinnurekenda til launahækkana. Allir tapa á þessari brjálsemi sem er í uppsiglingu og mun hafa í för með sér meiriháttar lífskjaraskerðingu fyrir almenning. Gengið mun veikjast, verðbólga aukast, vextir hækka og uppsagnir og gjaldþrot fyrirtækja eru óhjákvæmileg. Spennið beltin.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun