Frá Halla og Ladda í Pepsi Max Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 11:30 Halli og Laddi voru aðalmennirnir í auglýsingu fyrstu aðalstyrktaraðila efstu deildar í knattspyrnu árið 1987. Mynd/Auglýsing Samvinnuferða-Landsýn Efsta deild karla og kvenna í knattspyrnu fengu nýtt nafn í gær en í sumar munu deildirnar heita Pepsi Max deildirnar. Það eru liðin meira en þrjátíu ár síðan að fyrirtæki urðu fyrst aðalstyrktaraðilar Íslandsmótsins í knattspyrnu og fengu deildirnar skírðar eftir sér. Fyrsta fyrirtækið var Samvinnuferðir-Landsýn sem styrkti deildina sumurin 1987 og 1988. Samvinnuferðar-Landsýn mótið þótti reyndar svo óþjált að það var stytt í SL-mótið en fullt nafn var „Íslandsmótið 1. deild 1987/SL mótið“ Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands Íslands, Halldór B. Jónsson, formaður Samtaka fyrstu deildarfélaga og Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða Landsýnar, undirrituðu tímamótasamning 13. apríl 1987 í þá nýinnréttuðum og glæsilegum húsakynnum Knattspyrnusambandsins.Logo úrvalsdeildar frá stofnun 1992. Vantar Sjóvá-Almennra. #fotbolti#logospic.twitter.com/8necAKSTrF — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) September 23, 2013„Ég vonast til þess að þetta samkomulag verði Íslandsmótinu til eflingar og sömuleiðis knattspyrnunni í heild. Ætlunin er vitanlega sú að báðir aðilar hafi hag af þessum samningi," sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, í viðtali við blaðamann DV eftir undirritun samkomulagsins í apríl 1987. Samvinnuferðir greiddu Íslandsmeisturunum 400.000 krónur þetta fyrsta sumar, liðið sem varð í öðru sæti fékk 100.000 og þriðja sætið gaf 50.000. Samvinnuferðir verðlaunuðu líka þau félög sem skoruðu mest í hverri umferð en markahæsta félag hverrar umferðar, fékk þannig í sinn hlut 7.500 krónur. Auglýsingin fyrir SL-mótið vakti líka talsverða athygli en þar voru mættir þeir Halli og Laddi eins og sjá má hér fyrir ofan. Á þeim 32 árum sem eru liðin hefur nafn deildarinnar breyst tíu sinnum og nú síðasta úr Pepsi-deildinni í PepsiMax-deildina í gær. Það muna kannski ekki allir eftir öllum nöfnunum eða nafnabreytingunum en allan listann má sjá hér fyrir neðan.Styrktaraðilar efstu deildar í knattspyrnu: Samvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992) Getraunadeild (1993) Trópídeild (1994) Sjóvá-Almennra deild (1995-1997) Landssímadeild (1998-2000) Símadeild (2001-2002) Landsbankadeild (2003-2008) Pepsideild (2009-2018) PepsiMax-deild (2019-2021)Pepsi-deildin verður Pepsi Max deildin https://t.co/MaUKAoUQmu — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 21, 2019 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Sjá meira
Efsta deild karla og kvenna í knattspyrnu fengu nýtt nafn í gær en í sumar munu deildirnar heita Pepsi Max deildirnar. Það eru liðin meira en þrjátíu ár síðan að fyrirtæki urðu fyrst aðalstyrktaraðilar Íslandsmótsins í knattspyrnu og fengu deildirnar skírðar eftir sér. Fyrsta fyrirtækið var Samvinnuferðir-Landsýn sem styrkti deildina sumurin 1987 og 1988. Samvinnuferðar-Landsýn mótið þótti reyndar svo óþjált að það var stytt í SL-mótið en fullt nafn var „Íslandsmótið 1. deild 1987/SL mótið“ Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands Íslands, Halldór B. Jónsson, formaður Samtaka fyrstu deildarfélaga og Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða Landsýnar, undirrituðu tímamótasamning 13. apríl 1987 í þá nýinnréttuðum og glæsilegum húsakynnum Knattspyrnusambandsins.Logo úrvalsdeildar frá stofnun 1992. Vantar Sjóvá-Almennra. #fotbolti#logospic.twitter.com/8necAKSTrF — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) September 23, 2013„Ég vonast til þess að þetta samkomulag verði Íslandsmótinu til eflingar og sömuleiðis knattspyrnunni í heild. Ætlunin er vitanlega sú að báðir aðilar hafi hag af þessum samningi," sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, í viðtali við blaðamann DV eftir undirritun samkomulagsins í apríl 1987. Samvinnuferðir greiddu Íslandsmeisturunum 400.000 krónur þetta fyrsta sumar, liðið sem varð í öðru sæti fékk 100.000 og þriðja sætið gaf 50.000. Samvinnuferðir verðlaunuðu líka þau félög sem skoruðu mest í hverri umferð en markahæsta félag hverrar umferðar, fékk þannig í sinn hlut 7.500 krónur. Auglýsingin fyrir SL-mótið vakti líka talsverða athygli en þar voru mættir þeir Halli og Laddi eins og sjá má hér fyrir ofan. Á þeim 32 árum sem eru liðin hefur nafn deildarinnar breyst tíu sinnum og nú síðasta úr Pepsi-deildinni í PepsiMax-deildina í gær. Það muna kannski ekki allir eftir öllum nöfnunum eða nafnabreytingunum en allan listann má sjá hér fyrir neðan.Styrktaraðilar efstu deildar í knattspyrnu: Samvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992) Getraunadeild (1993) Trópídeild (1994) Sjóvá-Almennra deild (1995-1997) Landssímadeild (1998-2000) Símadeild (2001-2002) Landsbankadeild (2003-2008) Pepsideild (2009-2018) PepsiMax-deild (2019-2021)Pepsi-deildin verður Pepsi Max deildin https://t.co/MaUKAoUQmu — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 21, 2019
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Sjá meira