Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2019 13:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í Ráðherrabústaðnum í morgun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. Félögin hafa hafið undirbúning verkfallsaðgerða og Efling boðar þannig verkföll á gisti- og veitingahúsum um allt land. Bjarni segir jafnframt að í ljósi fregna af kröfum félaganna um tugprósenta launahækkanir að tillögur stjórnvalda, hvort sem væri í skattamálum eða húsnæðismálum, væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að þessi langa lota skyldi rata út í þennan farveg. Það er samt erfitt að segja að þetta komi á óvart miðað við það að það virðist hafa verið langt í land. Nú er að koma upp á yfirborðið að kröfurnar hljóða upp á 60 til 80, 85 prósent launahækkanir, og þá segi ég bara að það var ekki von að aðkoma stjórnvalda gæti hjálpað þegar það er jafnmikil gjá á milli aðilanna. Það var alveg ljóst að tillögur okkar um svona einstaka stefnumál, hvort sem laut að skattamálum eða aðgerðum í húsnæðismálum, þær voru aldrei að fara að brúa slíkt bil,“ sagði Bjarni þegar fréttastofa náði tali af honum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst aðspurður ekki sjá ástæðu til þess að stjórnvöld fari aftur yfir skattatillögur sínar og breyti þeim ef til vill. Tillögurnar væru vel útfærðar og kæmu láglaunafólki í fullu starfi best.Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir alla geta verið sammála um það að staðan sé alvarleg ef fram fer sem horfir. „Mikilvægast er að aðilar vinnumarkaðar geti haldið sínu samtali áfram og reyna að leita leiða til þess að leysa þessi mál. Stjórnvöld eru og hafa verið tilbúin til þess að reyna að koma að því með einhverjum hætti. Áhrifin eru auðvitað aldrei góð af svona verkföllum ef til þeirra kemur. Mikilvægt er hins vegar að allir nálgist hvern annan af virðingu og eru lausnamiðaðir,“ sagði Ásmundur í samtali við fréttastofu í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst hafa fullan skilning á baráttu stéttarfélaganna fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Það væri þó þannig að samningarnir væru á milli atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaganna hins vegar þótt að stjórnvöld myndu reyn að koma að málum með einhverjum hætti. Þá þurfi að gæta að hagkerfinu og passa að hér verði ekki verðbólguskot.Klippa: Viðtal við Ásmund Einar Daðason vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. Félögin hafa hafið undirbúning verkfallsaðgerða og Efling boðar þannig verkföll á gisti- og veitingahúsum um allt land. Bjarni segir jafnframt að í ljósi fregna af kröfum félaganna um tugprósenta launahækkanir að tillögur stjórnvalda, hvort sem væri í skattamálum eða húsnæðismálum, væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að þessi langa lota skyldi rata út í þennan farveg. Það er samt erfitt að segja að þetta komi á óvart miðað við það að það virðist hafa verið langt í land. Nú er að koma upp á yfirborðið að kröfurnar hljóða upp á 60 til 80, 85 prósent launahækkanir, og þá segi ég bara að það var ekki von að aðkoma stjórnvalda gæti hjálpað þegar það er jafnmikil gjá á milli aðilanna. Það var alveg ljóst að tillögur okkar um svona einstaka stefnumál, hvort sem laut að skattamálum eða aðgerðum í húsnæðismálum, þær voru aldrei að fara að brúa slíkt bil,“ sagði Bjarni þegar fréttastofa náði tali af honum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst aðspurður ekki sjá ástæðu til þess að stjórnvöld fari aftur yfir skattatillögur sínar og breyti þeim ef til vill. Tillögurnar væru vel útfærðar og kæmu láglaunafólki í fullu starfi best.Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir alla geta verið sammála um það að staðan sé alvarleg ef fram fer sem horfir. „Mikilvægast er að aðilar vinnumarkaðar geti haldið sínu samtali áfram og reyna að leita leiða til þess að leysa þessi mál. Stjórnvöld eru og hafa verið tilbúin til þess að reyna að koma að því með einhverjum hætti. Áhrifin eru auðvitað aldrei góð af svona verkföllum ef til þeirra kemur. Mikilvægt er hins vegar að allir nálgist hvern annan af virðingu og eru lausnamiðaðir,“ sagði Ásmundur í samtali við fréttastofu í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst hafa fullan skilning á baráttu stéttarfélaganna fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Það væri þó þannig að samningarnir væru á milli atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaganna hins vegar þótt að stjórnvöld myndu reyn að koma að málum með einhverjum hætti. Þá þurfi að gæta að hagkerfinu og passa að hér verði ekki verðbólguskot.Klippa: Viðtal við Ásmund Einar Daðason vegna stöðunnar í kjaraviðræðum
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00
Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17