Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2019 13:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í Ráðherrabústaðnum í morgun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. Félögin hafa hafið undirbúning verkfallsaðgerða og Efling boðar þannig verkföll á gisti- og veitingahúsum um allt land. Bjarni segir jafnframt að í ljósi fregna af kröfum félaganna um tugprósenta launahækkanir að tillögur stjórnvalda, hvort sem væri í skattamálum eða húsnæðismálum, væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að þessi langa lota skyldi rata út í þennan farveg. Það er samt erfitt að segja að þetta komi á óvart miðað við það að það virðist hafa verið langt í land. Nú er að koma upp á yfirborðið að kröfurnar hljóða upp á 60 til 80, 85 prósent launahækkanir, og þá segi ég bara að það var ekki von að aðkoma stjórnvalda gæti hjálpað þegar það er jafnmikil gjá á milli aðilanna. Það var alveg ljóst að tillögur okkar um svona einstaka stefnumál, hvort sem laut að skattamálum eða aðgerðum í húsnæðismálum, þær voru aldrei að fara að brúa slíkt bil,“ sagði Bjarni þegar fréttastofa náði tali af honum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst aðspurður ekki sjá ástæðu til þess að stjórnvöld fari aftur yfir skattatillögur sínar og breyti þeim ef til vill. Tillögurnar væru vel útfærðar og kæmu láglaunafólki í fullu starfi best.Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir alla geta verið sammála um það að staðan sé alvarleg ef fram fer sem horfir. „Mikilvægast er að aðilar vinnumarkaðar geti haldið sínu samtali áfram og reyna að leita leiða til þess að leysa þessi mál. Stjórnvöld eru og hafa verið tilbúin til þess að reyna að koma að því með einhverjum hætti. Áhrifin eru auðvitað aldrei góð af svona verkföllum ef til þeirra kemur. Mikilvægt er hins vegar að allir nálgist hvern annan af virðingu og eru lausnamiðaðir,“ sagði Ásmundur í samtali við fréttastofu í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst hafa fullan skilning á baráttu stéttarfélaganna fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Það væri þó þannig að samningarnir væru á milli atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaganna hins vegar þótt að stjórnvöld myndu reyn að koma að málum með einhverjum hætti. Þá þurfi að gæta að hagkerfinu og passa að hér verði ekki verðbólguskot.Klippa: Viðtal við Ásmund Einar Daðason vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. Félögin hafa hafið undirbúning verkfallsaðgerða og Efling boðar þannig verkföll á gisti- og veitingahúsum um allt land. Bjarni segir jafnframt að í ljósi fregna af kröfum félaganna um tugprósenta launahækkanir að tillögur stjórnvalda, hvort sem væri í skattamálum eða húsnæðismálum, væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að þessi langa lota skyldi rata út í þennan farveg. Það er samt erfitt að segja að þetta komi á óvart miðað við það að það virðist hafa verið langt í land. Nú er að koma upp á yfirborðið að kröfurnar hljóða upp á 60 til 80, 85 prósent launahækkanir, og þá segi ég bara að það var ekki von að aðkoma stjórnvalda gæti hjálpað þegar það er jafnmikil gjá á milli aðilanna. Það var alveg ljóst að tillögur okkar um svona einstaka stefnumál, hvort sem laut að skattamálum eða aðgerðum í húsnæðismálum, þær voru aldrei að fara að brúa slíkt bil,“ sagði Bjarni þegar fréttastofa náði tali af honum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst aðspurður ekki sjá ástæðu til þess að stjórnvöld fari aftur yfir skattatillögur sínar og breyti þeim ef til vill. Tillögurnar væru vel útfærðar og kæmu láglaunafólki í fullu starfi best.Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir alla geta verið sammála um það að staðan sé alvarleg ef fram fer sem horfir. „Mikilvægast er að aðilar vinnumarkaðar geti haldið sínu samtali áfram og reyna að leita leiða til þess að leysa þessi mál. Stjórnvöld eru og hafa verið tilbúin til þess að reyna að koma að því með einhverjum hætti. Áhrifin eru auðvitað aldrei góð af svona verkföllum ef til þeirra kemur. Mikilvægt er hins vegar að allir nálgist hvern annan af virðingu og eru lausnamiðaðir,“ sagði Ásmundur í samtali við fréttastofu í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst hafa fullan skilning á baráttu stéttarfélaganna fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Það væri þó þannig að samningarnir væru á milli atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaganna hins vegar þótt að stjórnvöld myndu reyn að koma að málum með einhverjum hætti. Þá þurfi að gæta að hagkerfinu og passa að hér verði ekki verðbólguskot.Klippa: Viðtal við Ásmund Einar Daðason vegna stöðunnar í kjaraviðræðum
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00
Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17