Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason skrifar 22. febrúar 2019 14:06 Formaður Eflingar boðaði djarfar og framsæknar verkfallsaðgerðir í fjölmiðlum í gær. Síðar í gærkvöld kom í ljós að fyrstu aðgerðir Eflingar eru hvorugt. Nýjabrumið í þeim er að þær eru sérstaklega hannaðar til þess að valda fyrirtækjum í ferðaþjónustu alvarlegu tjóni. Og það tjón hófst strax í morgun, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að verkfallsaðgerðir voru boðaðar. Í sítengdum heimi berst það samstundis út um heiminn að fyrirhuguð séu verkföll á íslenskum hótelum. Strax í morgun fengu ferðaþjónustufyrirtæki fyrstu símtölin frá áhyggjufullum ferðaskrifstofum og ferðaheildsölum erlendis sem nú eru þegar byrjaðir að velta því fyrir sér hvaða áhrif slík verkfallahrina getur haft á þeirra viðskipti. Þær áhyggjur munu halda áfram að aukast ef aðgerðirnar magnast og þessi fyrirtæki eru þegar farin að velta fyrir sér hvaða möguleika þau hafa til að komast hjá þeim vanda sem aðgerðirnar munu valda þeim og ferðamönnum á þeirra vegum. Ísland er ekki eyland í viðskiptum, þó landið sé eyja. Íslensk ferðaþjónusta starfar í daglegri og harðri samkeppni við aðra áfangastaði og orðspor okkar og upplifun ferðamanna skiptir því miklu máli. Við skulum ekki gleyma því að það er hægt að upplifa norðurljós á fleiri stöðum en á Íslandi. Allt sem skemmir upplifunina og veldur vandræðum sem hægt er að komast hjá annars staðar getur því haft mjög neikvæð áhrif, ekki síst nú þegar bókunartímabilið fyrir háönn ferðaþjónustunnar yfir sumarmánuðina er í fullum gangi. Það er dagljóst að tjón sem verkföll valda ferðaþjónustunni eru ekki aðeins tjón atvinnurekenda. Það er tjón alls samfélagsins. Einn dagur án ferðaþjónustunnar kostar samfélagið einn og hálfan milljarð króna í tapaðar tekjur – allir tapa þessum krónum sameiginlega, atvinnurekendur, launafólk og ríkissjóður. Tjónið er ekki einskorðað við ferðaþjónustuna. Virðiskeðja ferðaþjónustunnar er gríðarlega umfangsmikil og snertir mikinn fjölda fyrirtækja og fólks í landinu. Alvarlegt tjón á ferðaþjónustu hefur þess vegna margfaldandi neikvæð áhrif á atvinnulífið utan ferðaþjónustunnar sjálfrar og skemmir líka fyrir fjölda fólks sem starfar ekki við að þjónusta ferðamenn. Árásir á íslenska ferðaþjónustu eru því bein árás á uppbyggingu lífsgæða fólks á Íslandi í heild.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Formaður Eflingar boðaði djarfar og framsæknar verkfallsaðgerðir í fjölmiðlum í gær. Síðar í gærkvöld kom í ljós að fyrstu aðgerðir Eflingar eru hvorugt. Nýjabrumið í þeim er að þær eru sérstaklega hannaðar til þess að valda fyrirtækjum í ferðaþjónustu alvarlegu tjóni. Og það tjón hófst strax í morgun, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að verkfallsaðgerðir voru boðaðar. Í sítengdum heimi berst það samstundis út um heiminn að fyrirhuguð séu verkföll á íslenskum hótelum. Strax í morgun fengu ferðaþjónustufyrirtæki fyrstu símtölin frá áhyggjufullum ferðaskrifstofum og ferðaheildsölum erlendis sem nú eru þegar byrjaðir að velta því fyrir sér hvaða áhrif slík verkfallahrina getur haft á þeirra viðskipti. Þær áhyggjur munu halda áfram að aukast ef aðgerðirnar magnast og þessi fyrirtæki eru þegar farin að velta fyrir sér hvaða möguleika þau hafa til að komast hjá þeim vanda sem aðgerðirnar munu valda þeim og ferðamönnum á þeirra vegum. Ísland er ekki eyland í viðskiptum, þó landið sé eyja. Íslensk ferðaþjónusta starfar í daglegri og harðri samkeppni við aðra áfangastaði og orðspor okkar og upplifun ferðamanna skiptir því miklu máli. Við skulum ekki gleyma því að það er hægt að upplifa norðurljós á fleiri stöðum en á Íslandi. Allt sem skemmir upplifunina og veldur vandræðum sem hægt er að komast hjá annars staðar getur því haft mjög neikvæð áhrif, ekki síst nú þegar bókunartímabilið fyrir háönn ferðaþjónustunnar yfir sumarmánuðina er í fullum gangi. Það er dagljóst að tjón sem verkföll valda ferðaþjónustunni eru ekki aðeins tjón atvinnurekenda. Það er tjón alls samfélagsins. Einn dagur án ferðaþjónustunnar kostar samfélagið einn og hálfan milljarð króna í tapaðar tekjur – allir tapa þessum krónum sameiginlega, atvinnurekendur, launafólk og ríkissjóður. Tjónið er ekki einskorðað við ferðaþjónustuna. Virðiskeðja ferðaþjónustunnar er gríðarlega umfangsmikil og snertir mikinn fjölda fyrirtækja og fólks í landinu. Alvarlegt tjón á ferðaþjónustu hefur þess vegna margfaldandi neikvæð áhrif á atvinnulífið utan ferðaþjónustunnar sjálfrar og skemmir líka fyrir fjölda fólks sem starfar ekki við að þjónusta ferðamenn. Árásir á íslenska ferðaþjónustu eru því bein árás á uppbyggingu lífsgæða fólks á Íslandi í heild.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar