Net, búð og bíll Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 08:30 Verslun á undir högg að sækja á rótgrónum verslunarstöðum í miðborginni, og víðar. Egill Helgason fjölmiðlamaður rölti á dögunum um sögufrægasta verslunarsvæði borgarinnar, við mót Laugavegar og Skólavörðustígs, og myndaði tóma búðarglugga á yfirgefnu verslunarhúsnæði. Hann sýndi okkur 9 galtóm rými sem flest hýstu áður tísku- eða hönnunarverslanir. Hann velti fyrir sér orsökunum án þess að komast að sérstakri niðurstöðu. Var það leiguverðið, skortur á viðskiptavinum, of margir ferðamenn eða einhæft mannlíf? Auðvitað er engin einhlít skýring. Leiguverð er greinilega of hátt, og opinber gjöld borgaryfirvalda sömuleiðis. Líklega er talsvert til í því að túristarnir, og varningurinn sem þeir vilja, fæli heimafólk, hinn hefðbundna viðskiptavin, frá. En meginskýringin hlýtur að vera breytingin sem er að verða á verslunarmynstri um allan heim. Netverslun verður sífellt stærri hluti af neyslumenningunni. Þeir sem tapa í nýjum veruleika eru auðvitað þeir sem reka hefðbundnar verslanir og finna ekki nýjar leiðir að viðskiptavinum sínum. Þetta er ekki séríslenskt. Á Manhattan stóð um 7% verslunarhúsnæðis autt að jafnaði fyrir örfáum árum. Nú er hlutfallið 25%. Í Bretlandi og Bandaríkjunum heyja hefðbundnir verslunarrisar dauðastríðið. Sears fór í gjaldþrot fyrir örfáum vikum, House of Fraser síðastliðið sumar. Teikn eru á lofti um að Debenhams muni ekki lifa af. Þessi rótgrónu verslunarveldi eiga það sameiginlegt að hafa dagað uppi. Þeim hefur ekki tekist að aðlaga sig netversluninni að neinu ráði, og sitja upp með leigusamninga sem eru fyrirtækjunum myllusteinn um háls. Á þeirra vegum eru hundruð stórverslana sem fólk á æ minna erindi við. Hér gildir það sama. Hagar ákváðu að draga saman seglin í rekstri fataverslana fyrir fáum árum – ekki að ástæðulausu. Stjórnendur stærsta smásölufyrirtækis landsins töldu það vonlausan slag við alþjóðlega netverslun og risafyrirtæki eins og H&M eða Lindex. Sumir halda því fram að verslun í miðbænum eigi undir högg að sækja vegna götulokana eða skorts á bílastæðum. Slíkar skýringar eru fjarstæðukenndar. Í borgum sem við viljum bera Reykjavík saman við er alls staðar verið að þrengja að einkabílnum og gera götur aðlaðandi fyrir gangandi. Þar fyrir utan er sennilega hvergi í miðborg viðlíka bílastæðaflæmi og í hjarta Reykjavíkur. Sú staðreynd að verslun í Reykjavík á undir högg að sækja hefur ekkert með bílastæði að gera. Þvert á móti er umferð um miðborgina margföld á við þann rósrauða tíma sem kaupmenn sem halda slíku fram vísa til. Það voru ekki götulokanir sem urðu hinni ágætu tónlistarbúð Hljómalind að aldurtila, heldur Spotify. Tómu gluggarnir í miðbænum eru hluti af alþjóðlegri þróun og það mun verða eitt helsta verkefni borgaryfirvalda, í Reykjavík og annars staðar, að stuðla að því að miðborgin dafni áfram í breyttri mynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Verslun á undir högg að sækja á rótgrónum verslunarstöðum í miðborginni, og víðar. Egill Helgason fjölmiðlamaður rölti á dögunum um sögufrægasta verslunarsvæði borgarinnar, við mót Laugavegar og Skólavörðustígs, og myndaði tóma búðarglugga á yfirgefnu verslunarhúsnæði. Hann sýndi okkur 9 galtóm rými sem flest hýstu áður tísku- eða hönnunarverslanir. Hann velti fyrir sér orsökunum án þess að komast að sérstakri niðurstöðu. Var það leiguverðið, skortur á viðskiptavinum, of margir ferðamenn eða einhæft mannlíf? Auðvitað er engin einhlít skýring. Leiguverð er greinilega of hátt, og opinber gjöld borgaryfirvalda sömuleiðis. Líklega er talsvert til í því að túristarnir, og varningurinn sem þeir vilja, fæli heimafólk, hinn hefðbundna viðskiptavin, frá. En meginskýringin hlýtur að vera breytingin sem er að verða á verslunarmynstri um allan heim. Netverslun verður sífellt stærri hluti af neyslumenningunni. Þeir sem tapa í nýjum veruleika eru auðvitað þeir sem reka hefðbundnar verslanir og finna ekki nýjar leiðir að viðskiptavinum sínum. Þetta er ekki séríslenskt. Á Manhattan stóð um 7% verslunarhúsnæðis autt að jafnaði fyrir örfáum árum. Nú er hlutfallið 25%. Í Bretlandi og Bandaríkjunum heyja hefðbundnir verslunarrisar dauðastríðið. Sears fór í gjaldþrot fyrir örfáum vikum, House of Fraser síðastliðið sumar. Teikn eru á lofti um að Debenhams muni ekki lifa af. Þessi rótgrónu verslunarveldi eiga það sameiginlegt að hafa dagað uppi. Þeim hefur ekki tekist að aðlaga sig netversluninni að neinu ráði, og sitja upp með leigusamninga sem eru fyrirtækjunum myllusteinn um háls. Á þeirra vegum eru hundruð stórverslana sem fólk á æ minna erindi við. Hér gildir það sama. Hagar ákváðu að draga saman seglin í rekstri fataverslana fyrir fáum árum – ekki að ástæðulausu. Stjórnendur stærsta smásölufyrirtækis landsins töldu það vonlausan slag við alþjóðlega netverslun og risafyrirtæki eins og H&M eða Lindex. Sumir halda því fram að verslun í miðbænum eigi undir högg að sækja vegna götulokana eða skorts á bílastæðum. Slíkar skýringar eru fjarstæðukenndar. Í borgum sem við viljum bera Reykjavík saman við er alls staðar verið að þrengja að einkabílnum og gera götur aðlaðandi fyrir gangandi. Þar fyrir utan er sennilega hvergi í miðborg viðlíka bílastæðaflæmi og í hjarta Reykjavíkur. Sú staðreynd að verslun í Reykjavík á undir högg að sækja hefur ekkert með bílastæði að gera. Þvert á móti er umferð um miðborgina margföld á við þann rósrauða tíma sem kaupmenn sem halda slíku fram vísa til. Það voru ekki götulokanir sem urðu hinni ágætu tónlistarbúð Hljómalind að aldurtila, heldur Spotify. Tómu gluggarnir í miðbænum eru hluti af alþjóðlegri þróun og það mun verða eitt helsta verkefni borgaryfirvalda, í Reykjavík og annars staðar, að stuðla að því að miðborgin dafni áfram í breyttri mynd.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun