Vildu ekki yfirgefa kalífadæmið Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 14:53 SDF-liði stendur vörð um menn frá Baghouz. AP/Felipe Dana Margir þeirra íbúa sem flúið hafa leifar Kalífadæmis Íslamska ríkisins segjast enn hliðhollir hryðjuverkasamtökunum og þau hafi eingöngu flúið eftir að trúarleiðtogar eða leiðtogar ISIS hafi skipað þeim að flýja. Þrátt fyrir að mörg þeirra hafi búið í holum í jörðinni og ekki haft aðgang að lyfjum, mat og öðrum nauðsynjum, segjast þau viss um að Íslamska ríkið muni rísa á nýjan leik. Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeir í regnhlífarsamtökunum Syrian Democratic Forces, SDF, sitja nú um leifar kalífadæmisins sem leiðtogar ISIS sögðu að myndi teygja anga sína alla leið til Rómar. Einungis hálfur ferkílómetri í bænum Baghouz er eftir af kalífadæminu sem náði þegar mest var yfir þriðjung Írak og Sýrlands.Samkvæmt AP fréttaveitunni er áætlað að um 20 þúsund almennir borgarar hafi yfirgefið yfirráðasvæði ISIS á undanförnum vikum, þar til þeir ISIS-liðar sem eftir eru lokuðu síðustu flóttaleið borgaranna. Vika leið og enginn yfirgaf svæðið þar til á miðvikudaginn þegar stórum hópi fólks var gert kleift að fara. Þar á meðal voru fjölskyldur vígamanna. Blaðamaður AP sagði fólkið meðal annars vera frá Frakklandi, Póllandi, Kína, Egyptalandi og Marokkó. Þar voru einnig minnst ellefu börn sem tilheyra Jasídum. Vígamenn ISIS rændu þúsundum Jasída í Írak árið 2014 og er fjölmargra enn saknað.Ein fjórtán ára stúlka sem rætt var við var ekki á þeirri skoðun að Íslamska ríkið væri liðið. „Hver sagði það? Hvert sem þú ferð, þar er Íslamska ríkið.“ Blaðamðurinn ræddi við á annan tug manns og af þeim sögðust einungis fjórir hafa viljað yfirgefa Baghouz. Talið er að um 300 vígamenn haldi síðasta yfirráðasvæði ISIS. Flestir eru þeir sagðir vera erlendir vígamann samtakanna. Vígamenn frá Írak og Sýrlandi eru sagðir hafa komið sér fyrir á milli almennra borgara og vera í felum. Talið er að mörgum hafi tekið að komast til Írak. Jafnvel þó dagar Kalífadæmisins séu taldir þykir ljóst að ógn stafi enn af hryðjuverkasamtökunum.Sjá einnig: ISIS-liðar sýna mátt sinn í ÍrakMenn sem flúið hafa frá yfirráðasvæði ISIS eru aðskildir frá konum og börnum og kanna SDF hvort að um vígamenn sé að ræða. Séu þeir vígamenn eru þeir sendir í fangabúðir, annars eru þeir sendir með konunum og börnunum til búða í norðurhluta Sýrlands. Þessar búðir eru yfirfullar og hafa minnst 60 manns dáið úr næringarskorti eða af öðrum ástæðum. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir alþjóðlegri hjálp þar sem Kúrdar hafa ekki burði til að útvega öllum íbúum búðanna þær birgðir sem eru nauðsynlegar. AFP fréttaveitan segir að flestir hinna látnu séu ungabörn. Írak Sýrland Tengdar fréttir Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Fjölskyldur fluttar á brott úr síðasta ferkílómetra ISIS Unnið er að því að koma um 200 fjölskyldum sem fastar voru í Baghuz í Sýrlandi, síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna ISIS. Flutningabílar ferma fjölskyldurnar á brott 20. febrúar 2019 12:15 Breska stúlkan sem gekk til liðs við ISIS eignaðist dreng og vill komast til Bretlands Hefur þriðja barnið sem hún eignast í Sýrlandi. 17. febrúar 2019 13:12 Svipta stúlkuna sem gekk til liðs við ISIS ríkisborgararétti Innanríkisráðuneyti Bretlands hyggst Shamima Begum ríkisborgararétti. Begum var fimmtán ára gömul þegar hún gekk til liðs við ISIS fyrir fjórum árum. 19. febrúar 2019 19:20 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Margir þeirra íbúa sem flúið hafa leifar Kalífadæmis Íslamska ríkisins segjast enn hliðhollir hryðjuverkasamtökunum og þau hafi eingöngu flúið eftir að trúarleiðtogar eða leiðtogar ISIS hafi skipað þeim að flýja. Þrátt fyrir að mörg þeirra hafi búið í holum í jörðinni og ekki haft aðgang að lyfjum, mat og öðrum nauðsynjum, segjast þau viss um að Íslamska ríkið muni rísa á nýjan leik. Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeir í regnhlífarsamtökunum Syrian Democratic Forces, SDF, sitja nú um leifar kalífadæmisins sem leiðtogar ISIS sögðu að myndi teygja anga sína alla leið til Rómar. Einungis hálfur ferkílómetri í bænum Baghouz er eftir af kalífadæminu sem náði þegar mest var yfir þriðjung Írak og Sýrlands.Samkvæmt AP fréttaveitunni er áætlað að um 20 þúsund almennir borgarar hafi yfirgefið yfirráðasvæði ISIS á undanförnum vikum, þar til þeir ISIS-liðar sem eftir eru lokuðu síðustu flóttaleið borgaranna. Vika leið og enginn yfirgaf svæðið þar til á miðvikudaginn þegar stórum hópi fólks var gert kleift að fara. Þar á meðal voru fjölskyldur vígamanna. Blaðamaður AP sagði fólkið meðal annars vera frá Frakklandi, Póllandi, Kína, Egyptalandi og Marokkó. Þar voru einnig minnst ellefu börn sem tilheyra Jasídum. Vígamenn ISIS rændu þúsundum Jasída í Írak árið 2014 og er fjölmargra enn saknað.Ein fjórtán ára stúlka sem rætt var við var ekki á þeirri skoðun að Íslamska ríkið væri liðið. „Hver sagði það? Hvert sem þú ferð, þar er Íslamska ríkið.“ Blaðamðurinn ræddi við á annan tug manns og af þeim sögðust einungis fjórir hafa viljað yfirgefa Baghouz. Talið er að um 300 vígamenn haldi síðasta yfirráðasvæði ISIS. Flestir eru þeir sagðir vera erlendir vígamann samtakanna. Vígamenn frá Írak og Sýrlandi eru sagðir hafa komið sér fyrir á milli almennra borgara og vera í felum. Talið er að mörgum hafi tekið að komast til Írak. Jafnvel þó dagar Kalífadæmisins séu taldir þykir ljóst að ógn stafi enn af hryðjuverkasamtökunum.Sjá einnig: ISIS-liðar sýna mátt sinn í ÍrakMenn sem flúið hafa frá yfirráðasvæði ISIS eru aðskildir frá konum og börnum og kanna SDF hvort að um vígamenn sé að ræða. Séu þeir vígamenn eru þeir sendir í fangabúðir, annars eru þeir sendir með konunum og börnunum til búða í norðurhluta Sýrlands. Þessar búðir eru yfirfullar og hafa minnst 60 manns dáið úr næringarskorti eða af öðrum ástæðum. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir alþjóðlegri hjálp þar sem Kúrdar hafa ekki burði til að útvega öllum íbúum búðanna þær birgðir sem eru nauðsynlegar. AFP fréttaveitan segir að flestir hinna látnu séu ungabörn.
Írak Sýrland Tengdar fréttir Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Fjölskyldur fluttar á brott úr síðasta ferkílómetra ISIS Unnið er að því að koma um 200 fjölskyldum sem fastar voru í Baghuz í Sýrlandi, síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna ISIS. Flutningabílar ferma fjölskyldurnar á brott 20. febrúar 2019 12:15 Breska stúlkan sem gekk til liðs við ISIS eignaðist dreng og vill komast til Bretlands Hefur þriðja barnið sem hún eignast í Sýrlandi. 17. febrúar 2019 13:12 Svipta stúlkuna sem gekk til liðs við ISIS ríkisborgararétti Innanríkisráðuneyti Bretlands hyggst Shamima Begum ríkisborgararétti. Begum var fimmtán ára gömul þegar hún gekk til liðs við ISIS fyrir fjórum árum. 19. febrúar 2019 19:20 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30
Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30
Fjölskyldur fluttar á brott úr síðasta ferkílómetra ISIS Unnið er að því að koma um 200 fjölskyldum sem fastar voru í Baghuz í Sýrlandi, síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna ISIS. Flutningabílar ferma fjölskyldurnar á brott 20. febrúar 2019 12:15
Breska stúlkan sem gekk til liðs við ISIS eignaðist dreng og vill komast til Bretlands Hefur þriðja barnið sem hún eignast í Sýrlandi. 17. febrúar 2019 13:12
Svipta stúlkuna sem gekk til liðs við ISIS ríkisborgararétti Innanríkisráðuneyti Bretlands hyggst Shamima Begum ríkisborgararétti. Begum var fimmtán ára gömul þegar hún gekk til liðs við ISIS fyrir fjórum árum. 19. febrúar 2019 19:20