Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2019 16:30 TF-ICA, fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair, komin að flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Icelandair. TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan hálfellefu í morgun. Sagt var frá komunni í fréttum Stöðvar 2. Haraldur Baldursson flugstjóri og Kári Valsson flugmaður flugu þotunni heim frá Seattle og voru 7 tíma og 16 mínútur á leiðinni, að sögn Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Koma þotunnar markar nýjan áfanga í mestu flugvélakaupum Íslandssögunnar, kaupum Icelandair á alls sextán þotum af gerðinni Boeing 737 MAX. Þar af eru níu vélar af MAX 8-gerð, sem verða með 160 sætum, og sjö vélar af MAX 9-gerð, sem verða með 178 sætum, en 2,64 metrum munar á lengd vélanna.MAX 9 þotan komin í nýja skýli Icelandair í dag á milli MAX 8 og Boeing 757.Mynd/Icelandair.Félagið fékk fyrstu þrjár MAX 8-vélarnar í fyrra og núna er fyrsta MAX 9-vélin komin. Eftir lendinguna í morgun var hún dregin inn í nýja flugskýli félagsins þar sem starfsmenn Icelandair munu innrétta hana, setja sæti um borð og afþreyingarkerfi, en áætlað er að standsetning taki um þrjár vikur. Stefnt er að því að hún verði komin í áætlunarflug í síðari hluta marsmánaðar. Icelandair tekur alls sex nýjar MAX-vélar í notkun núna á vormánuðum; þrjár MAX 8 og þrjár MAX 9. Von eru á næstu vél innan viku og hinar fjórar koma síðan hratt inn, og sú síðasta í kringum mánaðamótin mars-apríl. Stefnt er að því að þær verði allar komnar í áætlunarflug í maímánuði, að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Icelandair. Hér má sjá myndband sem tekið var þegar MAX 9 þotan var dregin inn í skýli Icelandair í dag: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík Tengdar fréttir Icelandair fær fyrstu MAX 9 þotuna frá Boeing Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. 19. febrúar 2019 21:00 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan hálfellefu í morgun. Sagt var frá komunni í fréttum Stöðvar 2. Haraldur Baldursson flugstjóri og Kári Valsson flugmaður flugu þotunni heim frá Seattle og voru 7 tíma og 16 mínútur á leiðinni, að sögn Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Koma þotunnar markar nýjan áfanga í mestu flugvélakaupum Íslandssögunnar, kaupum Icelandair á alls sextán þotum af gerðinni Boeing 737 MAX. Þar af eru níu vélar af MAX 8-gerð, sem verða með 160 sætum, og sjö vélar af MAX 9-gerð, sem verða með 178 sætum, en 2,64 metrum munar á lengd vélanna.MAX 9 þotan komin í nýja skýli Icelandair í dag á milli MAX 8 og Boeing 757.Mynd/Icelandair.Félagið fékk fyrstu þrjár MAX 8-vélarnar í fyrra og núna er fyrsta MAX 9-vélin komin. Eftir lendinguna í morgun var hún dregin inn í nýja flugskýli félagsins þar sem starfsmenn Icelandair munu innrétta hana, setja sæti um borð og afþreyingarkerfi, en áætlað er að standsetning taki um þrjár vikur. Stefnt er að því að hún verði komin í áætlunarflug í síðari hluta marsmánaðar. Icelandair tekur alls sex nýjar MAX-vélar í notkun núna á vormánuðum; þrjár MAX 8 og þrjár MAX 9. Von eru á næstu vél innan viku og hinar fjórar koma síðan hratt inn, og sú síðasta í kringum mánaðamótin mars-apríl. Stefnt er að því að þær verði allar komnar í áætlunarflug í maímánuði, að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Icelandair. Hér má sjá myndband sem tekið var þegar MAX 9 þotan var dregin inn í skýli Icelandair í dag:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík Tengdar fréttir Icelandair fær fyrstu MAX 9 þotuna frá Boeing Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. 19. febrúar 2019 21:00 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Icelandair fær fyrstu MAX 9 þotuna frá Boeing Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. 19. febrúar 2019 21:00
Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30