Birta sögur fólks sem búið hefur við fátækt: „Þú ert algerlega einn og öllum er sama“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 19:36 Frá mótmælum Gulu vestanna á Austurvelli í dag. Stöð 2 Facebook-aðgangur undir merkjum hinna gulu vesta, mótmælenda sem „styðja og standa fyrir mótmælum almennings gegn aukinni misskiptingu, láglaunastefnu, húsaleiguokri og lökum lífskjörum,“ birti í kvöld Facebook-færslu þar sem tíndar eru til sögur fólks sem búið hefur við fátækt. Sögurnar, sem alls eru níu talsins, lýsa allar aðstæðum fólks sem búið hafa við bág kjör og upplifunum þeirra af skorti á fjárhagslegu öryggi. Þær segja margar hverjar frá úrræðum sem fólk nýtti sér til að glíma við fátækt og nokkrar lýsa því hvernig fólk brá á ýmis ráð til þess að skýla börnum sínum frá fjárhagsvandræðum fjölskyldunnar. Ein sagan er svohljóðandi: „Ég hef lent í að eiga 10-20 þúsund krónur eftir ef allir reikningar voru borgaðir í byrjun mánaðar. Þetta var hræðilegur tími, en það sem situr eftir er varnarleysið og vonleysið. Þú getur ekkert leitað. Allar þær stofnanir sem eiga að aðstoða þig yppa öxlum. Sumar bjóða eitthvað sem þú getur ekki nýtt þér, aðrar svo lítið að það fleytir þér varla út daginn. Þú ert algerlega einn og öllum er sama.“ Önnur saga lýsir þá foreldri hvers staða var svo slæm í lok mánaðar að eini maturinn á heimilinu var lítil dós með niðursoðnum ávöxtum. „Ég opnaði hana og hellti safanum í hálfan pela, fyllti upp með vatni og gaf barninu það.“ Færslu gulu vestanna má lesa í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Facebook-aðgangur undir merkjum hinna gulu vesta, mótmælenda sem „styðja og standa fyrir mótmælum almennings gegn aukinni misskiptingu, láglaunastefnu, húsaleiguokri og lökum lífskjörum,“ birti í kvöld Facebook-færslu þar sem tíndar eru til sögur fólks sem búið hefur við fátækt. Sögurnar, sem alls eru níu talsins, lýsa allar aðstæðum fólks sem búið hafa við bág kjör og upplifunum þeirra af skorti á fjárhagslegu öryggi. Þær segja margar hverjar frá úrræðum sem fólk nýtti sér til að glíma við fátækt og nokkrar lýsa því hvernig fólk brá á ýmis ráð til þess að skýla börnum sínum frá fjárhagsvandræðum fjölskyldunnar. Ein sagan er svohljóðandi: „Ég hef lent í að eiga 10-20 þúsund krónur eftir ef allir reikningar voru borgaðir í byrjun mánaðar. Þetta var hræðilegur tími, en það sem situr eftir er varnarleysið og vonleysið. Þú getur ekkert leitað. Allar þær stofnanir sem eiga að aðstoða þig yppa öxlum. Sumar bjóða eitthvað sem þú getur ekki nýtt þér, aðrar svo lítið að það fleytir þér varla út daginn. Þú ert algerlega einn og öllum er sama.“ Önnur saga lýsir þá foreldri hvers staða var svo slæm í lok mánaðar að eini maturinn á heimilinu var lítil dós með niðursoðnum ávöxtum. „Ég opnaði hana og hellti safanum í hálfan pela, fyllti upp með vatni og gaf barninu það.“ Færslu gulu vestanna má lesa í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira