Öruggast að hafa góða lýsingu og nálabox á almenningssalernum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. febrúar 2019 20:30 Blá ljós á salernum fæla fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð heldur valda einstaklingum meiri skaða og gera salernin óöruggari fyrir almenning að sögn verkefnastýru hjá Rauða krossinum. Hún fagnar því að Reykjavíkurborg hafi samþykkt að gera notkun blárra ljósa óheimila og hvetur aðra til að fylgja á eftir. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti í lok síðustu viku að hætta nú þegar notkun blárra ljósa á salernum í húsnæði borgarinnar og leita samkomulags við leigjendur húsnæðis í eigu borgarinnar um hið sama. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lýsingin fæli fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð á salernum. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum í Reykjavík, fagnar ákvörðuninni. „Fólk mun hvort sem er nota vímuefni í æð. Hvort sem það eru blá ljós á salerninu eða ekki.“ Þetta hafi rannsóknir sýnt fram á, sem og skjólstæðingar hennar sagt henni. „Ljósin valda því að fólk stingur oftar inn í æðina til þess að reyna ná inn í æð og það getur valdið meiri blæðingu sem getur síðan orðið eftir inn á salerninu.“ Það valdi því að notandinn sé líklegri til að fá sár og sýkingu. Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirBlá ljós eru notuð mun víðar en í húsnæði á vegum borgarinnar, til dæmis í verslunarmiðstöðvum. „Heilbrigðiskerfið okkar er einnig að nota þessi bláu ljós og önnur sveitarfélög, í þeirri von að fólk muni ekki nota vímuefni í æð.“ Svala leggur til að aðilar taki Reykjavíkurborg til fyrirmyndar og hugi að öryggisþáttum þegar kemur að almenningssalernum. „Ég hvet heilbrigðisyfirvöld og önnur sveitarfélög og einkarekin fyrirtæki að huga að þessu. Því það sem er öruggast fyrir alla á almenningssalernum er að vera með góða lýsingu og nálabox þannig að notandinn geti skilað af sér sprautubúnaðinum á öruggum stað.“ Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Hætta notkun blárra ljósa á salernum Ljósin eiga að fæla fólk frá því að sprauta sig með fíkniefnum en eru ekki talin skila árangri og auka skaða. 22. febrúar 2019 21:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Blá ljós á salernum fæla fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð heldur valda einstaklingum meiri skaða og gera salernin óöruggari fyrir almenning að sögn verkefnastýru hjá Rauða krossinum. Hún fagnar því að Reykjavíkurborg hafi samþykkt að gera notkun blárra ljósa óheimila og hvetur aðra til að fylgja á eftir. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti í lok síðustu viku að hætta nú þegar notkun blárra ljósa á salernum í húsnæði borgarinnar og leita samkomulags við leigjendur húsnæðis í eigu borgarinnar um hið sama. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lýsingin fæli fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð á salernum. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum í Reykjavík, fagnar ákvörðuninni. „Fólk mun hvort sem er nota vímuefni í æð. Hvort sem það eru blá ljós á salerninu eða ekki.“ Þetta hafi rannsóknir sýnt fram á, sem og skjólstæðingar hennar sagt henni. „Ljósin valda því að fólk stingur oftar inn í æðina til þess að reyna ná inn í æð og það getur valdið meiri blæðingu sem getur síðan orðið eftir inn á salerninu.“ Það valdi því að notandinn sé líklegri til að fá sár og sýkingu. Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirBlá ljós eru notuð mun víðar en í húsnæði á vegum borgarinnar, til dæmis í verslunarmiðstöðvum. „Heilbrigðiskerfið okkar er einnig að nota þessi bláu ljós og önnur sveitarfélög, í þeirri von að fólk muni ekki nota vímuefni í æð.“ Svala leggur til að aðilar taki Reykjavíkurborg til fyrirmyndar og hugi að öryggisþáttum þegar kemur að almenningssalernum. „Ég hvet heilbrigðisyfirvöld og önnur sveitarfélög og einkarekin fyrirtæki að huga að þessu. Því það sem er öruggast fyrir alla á almenningssalernum er að vera með góða lýsingu og nálabox þannig að notandinn geti skilað af sér sprautubúnaðinum á öruggum stað.“
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Hætta notkun blárra ljósa á salernum Ljósin eiga að fæla fólk frá því að sprauta sig með fíkniefnum en eru ekki talin skila árangri og auka skaða. 22. febrúar 2019 21:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Hætta notkun blárra ljósa á salernum Ljósin eiga að fæla fólk frá því að sprauta sig með fíkniefnum en eru ekki talin skila árangri og auka skaða. 22. febrúar 2019 21:39