Dauðbrá þegar sérsveitarmenn með riffla komu inn á staðinn Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. febrúar 2019 23:15 Ísak segir lögreglumenn hafa leitað á manninum í dyragættinni á Dubliners. Myndin er tekin af staðnum í kvöld. Vísir/Jói K. Barþjónn á barnum Dubliners segir að sér hafi brugðið verulega þegar vopnaðir sérsveitarmenn handtóku mann á staðnum í kvöld. Maðurinn sýndi af sér ógnandi framkomu við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld, flúði undan lögreglu og í kjölfarið upphófst nokkuð umfangsmikil leit í miðborginni.Sjá einnig: Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænumÍ tilkynningu sem lögregla sendi frá sér vegna málsins kemur fram að tilkynnt hafi verið um manninn um klukkan 19:30 í kvöld en hann flúði af hótelinu þegar lögregla var kölluð til. Umfangsmikil leit lögreglu að manninum hófst í kjölfarið og var hann handtekinn skömmu síðar á barnum Dubliners, þar sem hann hafði leitað skjóls. Þá tók sérsveit ríkislögreglustjóra þátt í aðgerðinni í kvöld.Ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík Ísak Ernir Fragapane, barþjónn á Dubliners, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi brugðið þegar sérsveitarmenn komu inn á staðinn í kvöld enda sé slíkt ekki algeng sjón hér á landi. „Ég, „honestly“ [hreinskilnislega], eins og ég segi, ég veit ekki hvað gæinn gerði. Ég veit ekki almennilega hvað var í gangi, mér dauðbrá. Maður er ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík, sérsveitina og riffla og svoleiðis, þannig að það voru pínu óþægindi.“ Að sögn Ísaks var rólegt á staðnum þegar maðurinn kom inn. Þá varð Ísak ekki strax ljóst að maðurinn væri á flótta undan lögreglu. „Hann virðist vera að leita að einhverju en hann er þá örugglega að leita að felustað, sagði lögreglan. En já, hann labbar og er alveg að skoða sig um og eitthvað. Ég ætlaði ekkert að skipta mér af honum,“ segir Ísak.Maðurinn hafði uppi ógnandi tilburði við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld.Vísir/Jói K.Kemur hann inn þegar hann er var við að lögreglan er komin að leita að honum?„Já, ég sá hann aldrei koma inn en hann var á grúfu þarna við hurðina þegar þeir koma þannig að þetta gerist bara í dyragættinni.“ Þar hafi lögreglumenn leitað á manninum og spurt hvort hann væri vopnaður. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu að engin vopn hafi fundist á manninum. „Að hann er lagður niður í jörðina, járnaður, leitað á honum. Þeir voru eitthvað að spyrja hann hvort hann væri með sprautunálar, hvort hann væri vopnaður. Ég veit ekki hvort hann var með eitthvað á sér.“Engum vísað út Í fyrstu frétt Fréttablaðsins af málinu kom fram samkvæmt heimildum að gestum Dubliners hefði verið vísað út af staðnum. Aðspurður segir Ísak það ekki rétt. „Alls ekki, alls ekki. Allir kúnnar, þeir sem sátu inni, þeir sátu bara. Það voru einhverjir tveir sem stóðu upp og reyndu að kíkja en lögreglan skipti sér ekkert af neinum. Ræddu ekkert við mig, gæinn var bara sóttur og farið með hann út.“ Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, hefur áður komið við sögu lögreglu og gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu-hótel í Pósthússtræti í kvöld. 24. febrúar 2019 21:13 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira
Barþjónn á barnum Dubliners segir að sér hafi brugðið verulega þegar vopnaðir sérsveitarmenn handtóku mann á staðnum í kvöld. Maðurinn sýndi af sér ógnandi framkomu við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld, flúði undan lögreglu og í kjölfarið upphófst nokkuð umfangsmikil leit í miðborginni.Sjá einnig: Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænumÍ tilkynningu sem lögregla sendi frá sér vegna málsins kemur fram að tilkynnt hafi verið um manninn um klukkan 19:30 í kvöld en hann flúði af hótelinu þegar lögregla var kölluð til. Umfangsmikil leit lögreglu að manninum hófst í kjölfarið og var hann handtekinn skömmu síðar á barnum Dubliners, þar sem hann hafði leitað skjóls. Þá tók sérsveit ríkislögreglustjóra þátt í aðgerðinni í kvöld.Ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík Ísak Ernir Fragapane, barþjónn á Dubliners, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi brugðið þegar sérsveitarmenn komu inn á staðinn í kvöld enda sé slíkt ekki algeng sjón hér á landi. „Ég, „honestly“ [hreinskilnislega], eins og ég segi, ég veit ekki hvað gæinn gerði. Ég veit ekki almennilega hvað var í gangi, mér dauðbrá. Maður er ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík, sérsveitina og riffla og svoleiðis, þannig að það voru pínu óþægindi.“ Að sögn Ísaks var rólegt á staðnum þegar maðurinn kom inn. Þá varð Ísak ekki strax ljóst að maðurinn væri á flótta undan lögreglu. „Hann virðist vera að leita að einhverju en hann er þá örugglega að leita að felustað, sagði lögreglan. En já, hann labbar og er alveg að skoða sig um og eitthvað. Ég ætlaði ekkert að skipta mér af honum,“ segir Ísak.Maðurinn hafði uppi ógnandi tilburði við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld.Vísir/Jói K.Kemur hann inn þegar hann er var við að lögreglan er komin að leita að honum?„Já, ég sá hann aldrei koma inn en hann var á grúfu þarna við hurðina þegar þeir koma þannig að þetta gerist bara í dyragættinni.“ Þar hafi lögreglumenn leitað á manninum og spurt hvort hann væri vopnaður. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu að engin vopn hafi fundist á manninum. „Að hann er lagður niður í jörðina, járnaður, leitað á honum. Þeir voru eitthvað að spyrja hann hvort hann væri með sprautunálar, hvort hann væri vopnaður. Ég veit ekki hvort hann var með eitthvað á sér.“Engum vísað út Í fyrstu frétt Fréttablaðsins af málinu kom fram samkvæmt heimildum að gestum Dubliners hefði verið vísað út af staðnum. Aðspurður segir Ísak það ekki rétt. „Alls ekki, alls ekki. Allir kúnnar, þeir sem sátu inni, þeir sátu bara. Það voru einhverjir tveir sem stóðu upp og reyndu að kíkja en lögreglan skipti sér ekkert af neinum. Ræddu ekkert við mig, gæinn var bara sóttur og farið með hann út.“ Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, hefur áður komið við sögu lögreglu og gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu-hótel í Pósthússtræti í kvöld. 24. febrúar 2019 21:13 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira
Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu-hótel í Pósthússtræti í kvöld. 24. febrúar 2019 21:13