Lífið

Baldvin Z leikstýrir tónlistarmyndbandinu fyrir Heru

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hera stígur á sviðið á laugardagskvöldið.
Hera stígur á sviðið á laugardagskvöldið.
Edduverðlaunaleikstjórinn Baldvin Z er að taka upp myndband við lagið Moving On með Heru Björk sem keppir á úrslitakvöldinu í Söngvakeppninni.

„Þetta gekk frábærlega enda átti ég ekki von á öðrum með Heru Björk. Hún massar alltaf allt. Við ákváðum að hafa þetta einfalt og stílhreint. Eins og sena í bíómynd þar sem Hera er að syngja lagið í bíl fyrir sig og hundinn. Við rifum framsætið úr bílnum og komum fyrir riggi og búnaði til að ná þessu sem best. Svo fór mesti tíminn í að tímasetja okkur til að ná sem bestu flæði,“ segir Baldvin.

„Þetta er talsvert annað en að gera bíómyndir en samt alltaf skemmtilegt. Ég gerði svolítið af svona myndböndum áður fyrir og þótti gaman. En núna er maður mest í bíómyndunum,“ segir Baldvin um hvort þetta sé ekki svið sem hann sé lítið inná. En Baldvin gerði meðal annars myndirnar Lof mér að falla og Vonarstræti.

Myndbandið sjálft verður frumsýnt hér á Vísi á miðvikudaginn en hér að neðan má sjá myndband sem sýnir frá gerð myndbandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×