Telur "árás“ á Áttuna vera markaðsherferð Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 23:29 Huldumaður birtist í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlareikningum hópsins. Skjáskot Andrés Jónsson almannatengill segir innrás á reikninga Áttunnar bera öll þess merki að vera markaðsherferð fyrir stærra útspil. Myndband sem birt var á reikningum Áttunnar sé svo vel gert að allar líkur séu á því að það sé gert af auglýsingastofu og því ekki um raunverulega innrás að ræða. Þetta myndband af hakkaranum er allavega búið til á auglýsingastofu. 99% öruggt. — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Fyrr í kvöld ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu að öllu hafði verið eytt út af samfélagsmiðlareikningum Áttunnar. Myndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ voru ekki sjáanleg á YouTube-síðu hópsins og allar Instagram-myndir á bak og burt. Eina sem mátti finna á reikningum hópsins var myndband af huldumanni sem boðaði „útrýmingu Áttunnar“.Sjá einnig: Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Að sögn Andrésar eru allar líkur á því að innrásin sé útpæld markaðsherferð og Áttan því ekki fórnarlamb tölvuþrjóta í raun og veru. Nökkvi Fjalar Orrason, einn stofnenda Áttunnar, hélt því fram í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann væri gjörsamlega grandlaus og atvikið hefði komið sér verulega á óvart. Hann biðlaði jafnframt til fólks að setja sig í samband við sig ef það hefði einhverjar upplýsingar. Andrés vakti athygli á málinu á Twitter-síðu sinni í kvöld og spurði jafnframt hvenær væri í lagi að „ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi“.Í hvaða tilvikum MÁ ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi? :) — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Þá hefur verið bent á það að áhorfsfjöldi á YouTube-síðu Áttunnar sé óbreyttur en þrátt fyrir nú sé aðeins myndbandið af „hakkaranum“ á síðunni, sem er með um fimm hundruð áhorf þegar þetta er skrifað, er heildarfjöldi áhorfa á síðunni tæplega fjórar milljónir og má rekja það til vinsælla myndbanda hópsins. Því eru líkur á að myndböndin hafi einfaldlega verið falin tímabundið.Áhorf hópsins eru á sínum stað.Því eru ekki allir sannfærðir um að Áttan hafi raunverulega verið fórnarlamb tölvuþrjóta líkt og myndbandið benti til.Ef aleiga mín væri einhvers virði þá myndi ég veðja henni á að áttu hakkarinn er áttan sjálf. — Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) 25 February 2019 Áttan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út "öllu Áttu draslinu“. 25. febrúar 2019 20:09 Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Andrés Jónsson almannatengill segir innrás á reikninga Áttunnar bera öll þess merki að vera markaðsherferð fyrir stærra útspil. Myndband sem birt var á reikningum Áttunnar sé svo vel gert að allar líkur séu á því að það sé gert af auglýsingastofu og því ekki um raunverulega innrás að ræða. Þetta myndband af hakkaranum er allavega búið til á auglýsingastofu. 99% öruggt. — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Fyrr í kvöld ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu að öllu hafði verið eytt út af samfélagsmiðlareikningum Áttunnar. Myndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ voru ekki sjáanleg á YouTube-síðu hópsins og allar Instagram-myndir á bak og burt. Eina sem mátti finna á reikningum hópsins var myndband af huldumanni sem boðaði „útrýmingu Áttunnar“.Sjá einnig: Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Að sögn Andrésar eru allar líkur á því að innrásin sé útpæld markaðsherferð og Áttan því ekki fórnarlamb tölvuþrjóta í raun og veru. Nökkvi Fjalar Orrason, einn stofnenda Áttunnar, hélt því fram í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann væri gjörsamlega grandlaus og atvikið hefði komið sér verulega á óvart. Hann biðlaði jafnframt til fólks að setja sig í samband við sig ef það hefði einhverjar upplýsingar. Andrés vakti athygli á málinu á Twitter-síðu sinni í kvöld og spurði jafnframt hvenær væri í lagi að „ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi“.Í hvaða tilvikum MÁ ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi? :) — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Þá hefur verið bent á það að áhorfsfjöldi á YouTube-síðu Áttunnar sé óbreyttur en þrátt fyrir nú sé aðeins myndbandið af „hakkaranum“ á síðunni, sem er með um fimm hundruð áhorf þegar þetta er skrifað, er heildarfjöldi áhorfa á síðunni tæplega fjórar milljónir og má rekja það til vinsælla myndbanda hópsins. Því eru líkur á að myndböndin hafi einfaldlega verið falin tímabundið.Áhorf hópsins eru á sínum stað.Því eru ekki allir sannfærðir um að Áttan hafi raunverulega verið fórnarlamb tölvuþrjóta líkt og myndbandið benti til.Ef aleiga mín væri einhvers virði þá myndi ég veðja henni á að áttu hakkarinn er áttan sjálf. — Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) 25 February 2019
Áttan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út "öllu Áttu draslinu“. 25. febrúar 2019 20:09 Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út "öllu Áttu draslinu“. 25. febrúar 2019 20:09