Telur "árás“ á Áttuna vera markaðsherferð Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 23:29 Huldumaður birtist í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlareikningum hópsins. Skjáskot Andrés Jónsson almannatengill segir innrás á reikninga Áttunnar bera öll þess merki að vera markaðsherferð fyrir stærra útspil. Myndband sem birt var á reikningum Áttunnar sé svo vel gert að allar líkur séu á því að það sé gert af auglýsingastofu og því ekki um raunverulega innrás að ræða. Þetta myndband af hakkaranum er allavega búið til á auglýsingastofu. 99% öruggt. — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Fyrr í kvöld ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu að öllu hafði verið eytt út af samfélagsmiðlareikningum Áttunnar. Myndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ voru ekki sjáanleg á YouTube-síðu hópsins og allar Instagram-myndir á bak og burt. Eina sem mátti finna á reikningum hópsins var myndband af huldumanni sem boðaði „útrýmingu Áttunnar“.Sjá einnig: Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Að sögn Andrésar eru allar líkur á því að innrásin sé útpæld markaðsherferð og Áttan því ekki fórnarlamb tölvuþrjóta í raun og veru. Nökkvi Fjalar Orrason, einn stofnenda Áttunnar, hélt því fram í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann væri gjörsamlega grandlaus og atvikið hefði komið sér verulega á óvart. Hann biðlaði jafnframt til fólks að setja sig í samband við sig ef það hefði einhverjar upplýsingar. Andrés vakti athygli á málinu á Twitter-síðu sinni í kvöld og spurði jafnframt hvenær væri í lagi að „ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi“.Í hvaða tilvikum MÁ ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi? :) — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Þá hefur verið bent á það að áhorfsfjöldi á YouTube-síðu Áttunnar sé óbreyttur en þrátt fyrir nú sé aðeins myndbandið af „hakkaranum“ á síðunni, sem er með um fimm hundruð áhorf þegar þetta er skrifað, er heildarfjöldi áhorfa á síðunni tæplega fjórar milljónir og má rekja það til vinsælla myndbanda hópsins. Því eru líkur á að myndböndin hafi einfaldlega verið falin tímabundið.Áhorf hópsins eru á sínum stað.Því eru ekki allir sannfærðir um að Áttan hafi raunverulega verið fórnarlamb tölvuþrjóta líkt og myndbandið benti til.Ef aleiga mín væri einhvers virði þá myndi ég veðja henni á að áttu hakkarinn er áttan sjálf. — Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) 25 February 2019 Áttan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út "öllu Áttu draslinu“. 25. febrúar 2019 20:09 Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
Andrés Jónsson almannatengill segir innrás á reikninga Áttunnar bera öll þess merki að vera markaðsherferð fyrir stærra útspil. Myndband sem birt var á reikningum Áttunnar sé svo vel gert að allar líkur séu á því að það sé gert af auglýsingastofu og því ekki um raunverulega innrás að ræða. Þetta myndband af hakkaranum er allavega búið til á auglýsingastofu. 99% öruggt. — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Fyrr í kvöld ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu að öllu hafði verið eytt út af samfélagsmiðlareikningum Áttunnar. Myndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ voru ekki sjáanleg á YouTube-síðu hópsins og allar Instagram-myndir á bak og burt. Eina sem mátti finna á reikningum hópsins var myndband af huldumanni sem boðaði „útrýmingu Áttunnar“.Sjá einnig: Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Að sögn Andrésar eru allar líkur á því að innrásin sé útpæld markaðsherferð og Áttan því ekki fórnarlamb tölvuþrjóta í raun og veru. Nökkvi Fjalar Orrason, einn stofnenda Áttunnar, hélt því fram í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann væri gjörsamlega grandlaus og atvikið hefði komið sér verulega á óvart. Hann biðlaði jafnframt til fólks að setja sig í samband við sig ef það hefði einhverjar upplýsingar. Andrés vakti athygli á málinu á Twitter-síðu sinni í kvöld og spurði jafnframt hvenær væri í lagi að „ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi“.Í hvaða tilvikum MÁ ljúga blákalt að fjölmiðlum og almenningi? :) — Andres Jonsson (@andresjons) 25 February 2019 Þá hefur verið bent á það að áhorfsfjöldi á YouTube-síðu Áttunnar sé óbreyttur en þrátt fyrir nú sé aðeins myndbandið af „hakkaranum“ á síðunni, sem er með um fimm hundruð áhorf þegar þetta er skrifað, er heildarfjöldi áhorfa á síðunni tæplega fjórar milljónir og má rekja það til vinsælla myndbanda hópsins. Því eru líkur á að myndböndin hafi einfaldlega verið falin tímabundið.Áhorf hópsins eru á sínum stað.Því eru ekki allir sannfærðir um að Áttan hafi raunverulega verið fórnarlamb tölvuþrjóta líkt og myndbandið benti til.Ef aleiga mín væri einhvers virði þá myndi ég veðja henni á að áttu hakkarinn er áttan sjálf. — Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) 25 February 2019
Áttan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út "öllu Áttu draslinu“. 25. febrúar 2019 20:09 Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út "öllu Áttu draslinu“. 25. febrúar 2019 20:09