Sigur í kúluvarpi kom á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2019 11:00 María Rún fréttablaðið FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir var fimm verðlaunapeningum ríkari eftir Meistaramót Íslands um helgina. Hún vann til gullverðlauna í hástökki, kúluvarpi og 60 metra grindahlaupi og silfurverðlauna í langstökki og 4x400 boðhlaupi með sveit FH. „Ég stefndi alveg á að vinna hástökkið og grindahlaupið en sigurinn í kúluvarpi kom á óvart. Það er ekki beint mín sterkasta grein,“ sagði María þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hennar í gær. „Í langstökkinu vorum við nokkrar sem börðumst um 2. sætið þannig að ég var sátt með að ná því,“ bætti María við en Hafdís Sigurðardóttir varð hlutskörpust í langstökki. María nældi sér ekki bara í gull í kúluvarpi og grindahlaupi heldur bætti hún sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún kastaði kúlunni lengst 12,75 metra og kom í mark á 8,71 sekúndu í grindahlaupinu. Þá náði hún sínum besta árangri á tímabilinu í langstökki (5,79 metrar). „Þetta kom svolítið á óvart því langstökkið, kúluvarpið og grindahlaupið var eiginlega allt á sama tíma þannig að maður var á hlaupum á milli. Maður hafði ekki mikinn tíma til að einbeita sér að einni grein,“ sagði María. Lið hennar, FH, varð Íslandsmeistari í liðakeppni. FH-ingar fengu 50 stig, tveimur stigum meira en ÍR. María hefur byrjað árið 2019 af miklum krafti en um þarsíðustu helgi varð hún meistari í fimmtarþraut á Íslandsmótinu innanhúss í fjölþraut. Þar fékk hún 3.927 stig sem er ekki langt frá hennar besta árangri (3.940 stig). „Ég klúðraði hástökkinu þar og tapaði dýrmætum stigum. En ég stefni á að taka aðra fimmtarþraut eftir tvær helgar. Bikarinn er um næstu helgi og síðan ætla ég að taka eina aðra þraut,“ sagði María. Hún segir að grindahlaupið og hástökkið séu hennar sterkustu greinar eins og staðan er núna. Það sé þó mismunandi eftir tímabilum hvaða greinar hún leggi mesta áherslu á. „Núna hef ég lagt áherslu á að ná langstökkinu aftur upp. Maður reynir að dreifa þessu og ná öllum greinunum,“ sagði María. Hún hóf ferilinn hjá Ármanni en skipti yfir í FH 2016. „Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Ég þurfti á smá breytingu að halda. Stundum þarf maður að breyta um umhverfi,“ sagði María. Guðmundur Hólmar Jónsson er hennar aðalþjálfari en Óðinn Björn Þorsteinsson og Ragnheiður Ólafsdóttir hafa einnig verið henni innan handar; Óðinn með kúluvarpið og styrktarþjálfun og Ragnheiður með grindahlaupið. María segir ýmislegt á dagskrá hjá sér í sumar. „Smáþjóðaleikar og Evrópubikar í þraut og með landsliðinu. Ég stefni á góða bætingu í þrautinni. Ég á það alveg inni,“ sagði hún. María segir að árangur helgarinnar gefi henni byr undir báða vængi. „Algjörlega, þetta er mjög jákvætt fyrir næstu mót og sumarið. Þetta kemur manni í gang,“ sagði María að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Sjá meira
FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir var fimm verðlaunapeningum ríkari eftir Meistaramót Íslands um helgina. Hún vann til gullverðlauna í hástökki, kúluvarpi og 60 metra grindahlaupi og silfurverðlauna í langstökki og 4x400 boðhlaupi með sveit FH. „Ég stefndi alveg á að vinna hástökkið og grindahlaupið en sigurinn í kúluvarpi kom á óvart. Það er ekki beint mín sterkasta grein,“ sagði María þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hennar í gær. „Í langstökkinu vorum við nokkrar sem börðumst um 2. sætið þannig að ég var sátt með að ná því,“ bætti María við en Hafdís Sigurðardóttir varð hlutskörpust í langstökki. María nældi sér ekki bara í gull í kúluvarpi og grindahlaupi heldur bætti hún sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún kastaði kúlunni lengst 12,75 metra og kom í mark á 8,71 sekúndu í grindahlaupinu. Þá náði hún sínum besta árangri á tímabilinu í langstökki (5,79 metrar). „Þetta kom svolítið á óvart því langstökkið, kúluvarpið og grindahlaupið var eiginlega allt á sama tíma þannig að maður var á hlaupum á milli. Maður hafði ekki mikinn tíma til að einbeita sér að einni grein,“ sagði María. Lið hennar, FH, varð Íslandsmeistari í liðakeppni. FH-ingar fengu 50 stig, tveimur stigum meira en ÍR. María hefur byrjað árið 2019 af miklum krafti en um þarsíðustu helgi varð hún meistari í fimmtarþraut á Íslandsmótinu innanhúss í fjölþraut. Þar fékk hún 3.927 stig sem er ekki langt frá hennar besta árangri (3.940 stig). „Ég klúðraði hástökkinu þar og tapaði dýrmætum stigum. En ég stefni á að taka aðra fimmtarþraut eftir tvær helgar. Bikarinn er um næstu helgi og síðan ætla ég að taka eina aðra þraut,“ sagði María. Hún segir að grindahlaupið og hástökkið séu hennar sterkustu greinar eins og staðan er núna. Það sé þó mismunandi eftir tímabilum hvaða greinar hún leggi mesta áherslu á. „Núna hef ég lagt áherslu á að ná langstökkinu aftur upp. Maður reynir að dreifa þessu og ná öllum greinunum,“ sagði María. Hún hóf ferilinn hjá Ármanni en skipti yfir í FH 2016. „Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Ég þurfti á smá breytingu að halda. Stundum þarf maður að breyta um umhverfi,“ sagði María. Guðmundur Hólmar Jónsson er hennar aðalþjálfari en Óðinn Björn Þorsteinsson og Ragnheiður Ólafsdóttir hafa einnig verið henni innan handar; Óðinn með kúluvarpið og styrktarþjálfun og Ragnheiður með grindahlaupið. María segir ýmislegt á dagskrá hjá sér í sumar. „Smáþjóðaleikar og Evrópubikar í þraut og með landsliðinu. Ég stefni á góða bætingu í þrautinni. Ég á það alveg inni,“ sagði hún. María segir að árangur helgarinnar gefi henni byr undir báða vængi. „Algjörlega, þetta er mjög jákvætt fyrir næstu mót og sumarið. Þetta kemur manni í gang,“ sagði María að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Sjá meira