Veðurtepptir ljósmyndarar láta veðrið ekki á sig fá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2019 12:15 Það er töluvert hvassviðri í Mývatnssveit. Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson Stór hópur erlendra ljósmyndara bíður nú af sér óveðrið sem gengur yfir landið á Sel Hóteli við Mývatn. Bálhvasst er í Mývatnssveit en ferðamennirnir eru hinir rólegustu að sögn hótelstjórans. Líkt og komið hefur fram er er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag vegna mikils hvassviðris sem gengur nú yfir landið. Þar er Mývatnssveit engin undantekning. „Það er býsna sterkur vindur, suðvestanvindur og ég er að horfa hérna á flaggstöng fyrir utan hótelið og hún svignar nú ágætlega. Eins sér maður hérna upp þar þar sem ekki er frosið á vatninu að það rýkur alveg af vatninu. Þannig að það er býsna mikill vindur,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson hótelstjóri Sels Hótels.Sjá einnig:Óveður gengur yfir landið Um fimmtíu manns bíða nú á hótelinu eftir að veðrinu slotar, þar á meðal tveir hópar áhugaljósmyndara sem nýta tímann í annað á meðan veðrið geisar.Ferðamennirnir eru hinir rólegustu yfir veðurofsanum.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson„Við ráðlögðum flestum eða öllum sem eru á hótelinu hjá okkur að doka fram eftir degi og leyfa mesta vindinum að fara yfir. Það eru allir bara rólegir hérna. Það eru tveir myndatökuhópar og þeir fóru báðir bara í innivinnu,“ segir Yngvi Ragnar. Sumir hafa þó ákveðið að halda af stað en helstu vegir á Norðurlandi eru nokkuð greiðfærir ef frá er talið hvassviðrið. „Það eru nokkrir sem hafa farið og við höfum bara farið yfir það með þeim á staðkunnugan hátt hvar eru sviptivindar og annað og beðið fólk um að fara varlega. Flestir eru nú bara rólegir og bíða fram yfir hádegi og sjá hvernig veðrið gengur yfir,“ segir Yngvi Ragnar. Á þessum árstíma eru Mývetningar þó vanari snjókomu og frosti, fremur en hlýindum og hvassviðri. „Það koma alls konar veður í Mývatnssveit. Við erum miklu vanari miklum frostum og snjóum en þetta veður er eiginlega hiti og hlýindi og er að taka allan snjóinn þannig að þetta er svona öfugsnúið veður fyrir okkar.“ Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Veður Tengdar fréttir Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga. 26. febrúar 2019 06:55 Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. 26. febrúar 2019 07:43 Vaktin: Óveður gengur yfir landið Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. 26. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Stór hópur erlendra ljósmyndara bíður nú af sér óveðrið sem gengur yfir landið á Sel Hóteli við Mývatn. Bálhvasst er í Mývatnssveit en ferðamennirnir eru hinir rólegustu að sögn hótelstjórans. Líkt og komið hefur fram er er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag vegna mikils hvassviðris sem gengur nú yfir landið. Þar er Mývatnssveit engin undantekning. „Það er býsna sterkur vindur, suðvestanvindur og ég er að horfa hérna á flaggstöng fyrir utan hótelið og hún svignar nú ágætlega. Eins sér maður hérna upp þar þar sem ekki er frosið á vatninu að það rýkur alveg af vatninu. Þannig að það er býsna mikill vindur,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson hótelstjóri Sels Hótels.Sjá einnig:Óveður gengur yfir landið Um fimmtíu manns bíða nú á hótelinu eftir að veðrinu slotar, þar á meðal tveir hópar áhugaljósmyndara sem nýta tímann í annað á meðan veðrið geisar.Ferðamennirnir eru hinir rólegustu yfir veðurofsanum.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson„Við ráðlögðum flestum eða öllum sem eru á hótelinu hjá okkur að doka fram eftir degi og leyfa mesta vindinum að fara yfir. Það eru allir bara rólegir hérna. Það eru tveir myndatökuhópar og þeir fóru báðir bara í innivinnu,“ segir Yngvi Ragnar. Sumir hafa þó ákveðið að halda af stað en helstu vegir á Norðurlandi eru nokkuð greiðfærir ef frá er talið hvassviðrið. „Það eru nokkrir sem hafa farið og við höfum bara farið yfir það með þeim á staðkunnugan hátt hvar eru sviptivindar og annað og beðið fólk um að fara varlega. Flestir eru nú bara rólegir og bíða fram yfir hádegi og sjá hvernig veðrið gengur yfir,“ segir Yngvi Ragnar. Á þessum árstíma eru Mývetningar þó vanari snjókomu og frosti, fremur en hlýindum og hvassviðri. „Það koma alls konar veður í Mývatnssveit. Við erum miklu vanari miklum frostum og snjóum en þetta veður er eiginlega hiti og hlýindi og er að taka allan snjóinn þannig að þetta er svona öfugsnúið veður fyrir okkar.“
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Veður Tengdar fréttir Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga. 26. febrúar 2019 06:55 Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. 26. febrúar 2019 07:43 Vaktin: Óveður gengur yfir landið Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. 26. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga. 26. febrúar 2019 06:55
Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. 26. febrúar 2019 07:43
Vaktin: Óveður gengur yfir landið Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. 26. febrúar 2019 08:00