Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2019 12:45 Eflingarbíllinn var á ferðinni í morgun og kom meðal annars við á Sand Hóteli í miðbænum þar sem starfsmönnum bauðst að greiða atkvæði. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. Vonandi takist að semja við þau félög sem nýlega hafi vísað deilum sínum þangað á næstu vikum. Eins og kunnugt er hafa Efling, verkalýðsfélagið á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slitið viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og Efling hafið atkvæðagreiðslu um fyrstu vinnustöðvunina af mörgum sem félögin hafa sagt að verði boðað til. Sextán félög Starfsgreinasambandsins, Landsamband verslunarmanna og iðnaðarmenn hafa nú öll vísað deilum sínum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að búið sé að sameina viðræður allra viðsemjenda samtakanna á einum stað. „Við höldum áfram viðræðum okkar við samflot iðnaðarmanna, SGS og Landssamband verslunarmanna. Allir þessir aðilar hafa vísað deilunni. Fundir eru fyrirhugaðir í þessari viku með öllum deiluaðilum. Eftir sem áður er markmið okkar óbreytt; að ná kjarasamningi við viðsemjendur okkar.,” segir Halldór Benjamín. Það sé ekki til marks um að illa hafi gengið í viðræðum við þessi félög að þau hafi nú vísað málum til ríkissáttasemjara. Viðræður við þessa aðila hafi á margan hátt gengið betur en við verkalýðsfélögin fjögur sem boðað hafi aðgerðir. „Gangurinn hefur verið annar og að mörgu leyti betri. Eftir sem áður þurfum við að semja við alla aðila. Hvort sem það eru þessir þrír sem við erum að byrja að ræða við núna á vettvangi ríkissáttasemjara eða þá aðila sem lýst hafa yfir árangurslausum viðræðum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa boðaðri vinnustöðvun og atkvæðagreiðslu Eflingar um hana til félagsdóms. „Við gerum ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á mánudag og málflutningur fari fram fyrir félagsdómi á mánudag. Væntum þess að niðurstöður félagsdóms muni liggja fyrir um miðja næstu viku.”Og þið mynduð helst vilja að það gerðist áður en til aðgerða kemur? „Já, það held ég að sé augljóst,” segir Halldór Benjamín. Á sama tíma segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar að atkvæðagreiðsla um boðun tæplega sólahringsverkfalls ræstingafólks hinn 8. mars gangi vel. „Það er gríðarlegur áhugi og góðar viðtökur hjá félagsmönnum okkar. Nýjustu tölur eru þær að mér skilst að um það bil fimm hundruð séu búin að greiða atkvæði. Skiptist nokkuð jafnt á milli rafrænna og atkvæða á pappír. Við teljum að þetta sé glæsilegur árangur eftir sólarhring af atkvæðagreiðslu,” segir Viðar Þorsteinsson. Kjaramál Tengdar fréttir Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00 Sammála um aðkomu lífeyrissjóðanna að leigumarkaðnum María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að félagið hafi fundað með VR og þar hafi komið í ljós mikill samhljómur um leigumarkaðinn. 26. febrúar 2019 12:00 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. Vonandi takist að semja við þau félög sem nýlega hafi vísað deilum sínum þangað á næstu vikum. Eins og kunnugt er hafa Efling, verkalýðsfélagið á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slitið viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og Efling hafið atkvæðagreiðslu um fyrstu vinnustöðvunina af mörgum sem félögin hafa sagt að verði boðað til. Sextán félög Starfsgreinasambandsins, Landsamband verslunarmanna og iðnaðarmenn hafa nú öll vísað deilum sínum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að búið sé að sameina viðræður allra viðsemjenda samtakanna á einum stað. „Við höldum áfram viðræðum okkar við samflot iðnaðarmanna, SGS og Landssamband verslunarmanna. Allir þessir aðilar hafa vísað deilunni. Fundir eru fyrirhugaðir í þessari viku með öllum deiluaðilum. Eftir sem áður er markmið okkar óbreytt; að ná kjarasamningi við viðsemjendur okkar.,” segir Halldór Benjamín. Það sé ekki til marks um að illa hafi gengið í viðræðum við þessi félög að þau hafi nú vísað málum til ríkissáttasemjara. Viðræður við þessa aðila hafi á margan hátt gengið betur en við verkalýðsfélögin fjögur sem boðað hafi aðgerðir. „Gangurinn hefur verið annar og að mörgu leyti betri. Eftir sem áður þurfum við að semja við alla aðila. Hvort sem það eru þessir þrír sem við erum að byrja að ræða við núna á vettvangi ríkissáttasemjara eða þá aðila sem lýst hafa yfir árangurslausum viðræðum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa boðaðri vinnustöðvun og atkvæðagreiðslu Eflingar um hana til félagsdóms. „Við gerum ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á mánudag og málflutningur fari fram fyrir félagsdómi á mánudag. Væntum þess að niðurstöður félagsdóms muni liggja fyrir um miðja næstu viku.”Og þið mynduð helst vilja að það gerðist áður en til aðgerða kemur? „Já, það held ég að sé augljóst,” segir Halldór Benjamín. Á sama tíma segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar að atkvæðagreiðsla um boðun tæplega sólahringsverkfalls ræstingafólks hinn 8. mars gangi vel. „Það er gríðarlegur áhugi og góðar viðtökur hjá félagsmönnum okkar. Nýjustu tölur eru þær að mér skilst að um það bil fimm hundruð séu búin að greiða atkvæði. Skiptist nokkuð jafnt á milli rafrænna og atkvæða á pappír. Við teljum að þetta sé glæsilegur árangur eftir sólarhring af atkvæðagreiðslu,” segir Viðar Þorsteinsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00 Sammála um aðkomu lífeyrissjóðanna að leigumarkaðnum María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að félagið hafi fundað með VR og þar hafi komið í ljós mikill samhljómur um leigumarkaðinn. 26. febrúar 2019 12:00 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00
Sammála um aðkomu lífeyrissjóðanna að leigumarkaðnum María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að félagið hafi fundað með VR og þar hafi komið í ljós mikill samhljómur um leigumarkaðinn. 26. febrúar 2019 12:00
Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00