Segir fjármálaráðherra tala niður til verkafólks í landinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Sextán aðildarfélög eru í samfloti SGS en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fyrir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það verður að koma í ljós hvort þessi fundur hafi einhvern tilgang eða ekki. Eins og staðan er núna þá liggja allar viðræður niðri, líka varðandi sérmálin,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Fyrsti samningafundur Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fer fram í dag. Aðalsteinn segir að samninganefnd SGS muni hittast eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara til að ræða stöðuna og næstu skref. Landssamband íslenskra verslunarmanna mun einnig funda með SA hjá ríkissáttasemjara í dag og þá var deilu iðnaðarmanna og SA formlega vísað til sáttasemjara í gær. „Ég tel að deilan sé á því stigi núna að þessir aðilar þurfi bara að hittast einhvers staðar og ræða málin. Ef þetta heldur svona áfram verður þetta nánast óleysanlegt,“ segir Aðalsteinn. Stingur hann upp á því að forsætis-, fjármála- og félagsmálaráðherra hitti fulltrúa deiluaðila og finni lausn. Aðalsteinn segir ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í fjölmiðlum undanfarið ekki til þess fallin að leysa deiluna. „Mér finnst fjármálaráðherra tala gríðarlega niður til verkafólks í landinu. Það er ekkert gert úr vanda og þeirri baráttu sem þetta fólk er að heyja alla daga við að láta enda ná saman. Það er bara bent á einhver meðaltöl og Excel-skjöl.“ Aðalsteinn vísar sérstaklega í þau ummæli Bjarna að láglaunafólk hafi fengið gríðarlegar launahækkanir. „Þetta er allt fólk með 300 þúsund á mánuði. Það er óþolandi að þurfa hlusta á þennan málflutning. Þetta er bara olía á eldinn.“ Ljóst sé að það þurfi að hliðra til varðandi lægstu launin og að til þurfi að koma ákveðnar skattkerfisbreytingar. „Við eigum ekki að vera að eyða einhverjum milljörðum í það að lækka skatta hjá hátekjufólki. Það á að nota það svigrúm sem er til staðar á lægstu launin og búið. Þannig getum við leyst þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. 26. febrúar 2019 19:30 Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. 26. febrúar 2019 12:45 Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
„Það verður að koma í ljós hvort þessi fundur hafi einhvern tilgang eða ekki. Eins og staðan er núna þá liggja allar viðræður niðri, líka varðandi sérmálin,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Fyrsti samningafundur Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fer fram í dag. Aðalsteinn segir að samninganefnd SGS muni hittast eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara til að ræða stöðuna og næstu skref. Landssamband íslenskra verslunarmanna mun einnig funda með SA hjá ríkissáttasemjara í dag og þá var deilu iðnaðarmanna og SA formlega vísað til sáttasemjara í gær. „Ég tel að deilan sé á því stigi núna að þessir aðilar þurfi bara að hittast einhvers staðar og ræða málin. Ef þetta heldur svona áfram verður þetta nánast óleysanlegt,“ segir Aðalsteinn. Stingur hann upp á því að forsætis-, fjármála- og félagsmálaráðherra hitti fulltrúa deiluaðila og finni lausn. Aðalsteinn segir ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í fjölmiðlum undanfarið ekki til þess fallin að leysa deiluna. „Mér finnst fjármálaráðherra tala gríðarlega niður til verkafólks í landinu. Það er ekkert gert úr vanda og þeirri baráttu sem þetta fólk er að heyja alla daga við að láta enda ná saman. Það er bara bent á einhver meðaltöl og Excel-skjöl.“ Aðalsteinn vísar sérstaklega í þau ummæli Bjarna að láglaunafólk hafi fengið gríðarlegar launahækkanir. „Þetta er allt fólk með 300 þúsund á mánuði. Það er óþolandi að þurfa hlusta á þennan málflutning. Þetta er bara olía á eldinn.“ Ljóst sé að það þurfi að hliðra til varðandi lægstu launin og að til þurfi að koma ákveðnar skattkerfisbreytingar. „Við eigum ekki að vera að eyða einhverjum milljörðum í það að lækka skatta hjá hátekjufólki. Það á að nota það svigrúm sem er til staðar á lægstu launin og búið. Þannig getum við leyst þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. 26. febrúar 2019 19:30 Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. 26. febrúar 2019 12:45 Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. 26. febrúar 2019 19:30
Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. 26. febrúar 2019 12:45
Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47
Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00