Síminn tapaði 2.436 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 607 milljóna króna hagnað á sama fjórðungi árið 2017, að því er fram kemur í fjórðungsuppgjöri sem fjarskiptafélagið birti eftir lokun markaða í gær.
Tapið skýrist af gjaldfærslu á viðskiptavild hjá dótturfélaginu Mílu upp á 2.990 milljónir króna en ef ekki hefði komið til gjaldfærslunnar hefði hagnaður samstæðunnar numið 554 milljónum króna á fjórðungnum.
Tekjur Símans námu 7.544 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs en leiðrétt fyrir seldri starfsemi jukust þær um 85 milljónir króna á milli ára. EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 1.908 milljónir króna á síðustu þremur mánuðum 2018 borið saman við 1.930 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Nam lækkunin á milli ára þannig 1,1 prósenti.
Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að rekstur samstæðunnar hafi verið sterkur í fyrra. Heildartekjur hafi aukist lítillega en ólíkt árunum á undan hafi myndarlegur vöxtur verið í smásölutekjum. Fjölgun viðskiptavina sé meginástæða þessa vaxtar.
Hann nefnir að félagið sé ágætlega búið undir átök á vinnumarkaði. „Verkföll eru skeinuhættari margri annarri starfsemi á Íslandi en þeirri sem Síminn og dótturfélög reka, en að sjálfsögðu óæskileg okkur sem öðrum, sérstaklega ef þau dragast á langinn.“
Tekjurnar jukust lítillega
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið




Semja um fjögurra milljarða króna lán
Viðskipti innlent

Stytta skammarkrókinn til muna
Neytendur

Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu
Viðskipti innlent

Bobbingastaður í bobba
Viðskipti erlent

E. coli í frönskum osti
Neytendur

