„Lagið hefur breytt lífi mínu og sannarlega snert marga miðað við viðbrögðin sem ég hef fengið. Ég áttaði mig á því eftir að lagið kom út að ég væri ekki einn að burðast með hluti úr fortíðinni eins og þá sem hér koma fram í myndbandinu við lagið mitt.“
Leikstjóri myndbandsins er Hannes Þór Arason hjá SKOT productions en Friðrik frumsýndi myndbandið á Facebook-síðu sinni.