Í myndbandinu veitir Ingi áhorfendum innsýn inn í tilurð lagsins auk þess að lofa að setja fulla útgáfu af ábreiðunni inn á Youtube ef myndbandið fær meira en 100 læk. Aðeins tók tæpan sólahring að ná því markmiði og er því lagið komið upp á Youtube rásinni Ice Cold.
Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi Youtube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og eru með beinar útsendingar af tölvuleiknum Fortnite alla fimmtudaga.
Ingi er Herra Hnetusmjör kunnugur en hann samdi m.a. lagið Upp til hópa með Herra Hnetusmjör en hér að neðan má sjá myndband um gerð lagsins og einnig lagið sjálft.