Fyrr í vikunni var greint frá því að brotist hefði verið inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar og þar öllu eytt.
Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út „öllu Áttu draslinu“.
Seinna um kvöldið þann 25. febrúar tjáði Andrés Jónsson almannatengill sig um málið og telur hann að innrás á reikninga Áttunnar bera öll þess merki að vera markaðsherferð fyrir stærra útspil.
Ingólfur hefur nú búið til sitt eigið myndband þar sem hann segir að hakkari hafi brotist inn á reikning sinn og eytt þar öllu út.
Myndbandið er vægast sagt fyndið og má sjá það hér að neðan.
Útrýming góaView this post on Instagram
A post shared by Ingolfur Grétarsson (@goisportrond) on Feb 25, 2019 at 3:47pm PST