Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 15:09 Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um en ekki ásetningi um brot. Vísir/GETTY Ákærusvið hjá embætti héraðssaksóknara hefur lokið rannsókn sinni á skattamálum meðlima íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvort ákært verður í málinu, en niðurstaðan muni liggja fyrir fljótlega. Fyrst var greint frá því að embættið hefði lokið rannsókninni á vef Ríkisútvarpsins. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir málið hafa borist frá skattrannsóknastjóra í mars í fyrra. Málið rataði fyrst í fjölmiðla í mars í fyrra þegar fregnir bárust af því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, að kröfu tollstjóra. Varðaði kyrrsetningin eigur þeirra sem metnar voru á tæpar 800 milljónir króna en ástæðan var sögð rannsókn skattrannsóknastjóra á meintum skattalagabrotum. Stærsti hlutinn var í eigu Jóns Þórs, eða 638 milljónir króna. Sama dag barst yfirlýsing frá hljómsveitinni þar sem kom fram að málið varðaði skil á framtali meðlima Sigur Rósar og að ekki hefði verið staðið rétt að því á árunum 2010 til 2014. Kom fram í yfirlýsingunni að ekki væri ágreiningur um það og að þessi rannsókn hefði komið þeim í opna skjöldu því þeir töldu að rétt hefði verið staðið að skattskilum og framtalsgerð af hálfu sérfræðings sem hljómsveitin hafði ráðið til að sjá um þau mál. Ýmislegt hefur gengið hjá hljómsveitinni undanfarin ár. Þar á meðal hefur Harpa ohf., sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, stefnt tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í Hörpu í desember árið 2017. Þá hætti Orri Páll Dýrason í Sigur Rós í október í fyrra eftir að hafa verið sakaður af bandarískri listakonu um kynferðisbrot. Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Lögreglumál Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Ákærusvið hjá embætti héraðssaksóknara hefur lokið rannsókn sinni á skattamálum meðlima íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvort ákært verður í málinu, en niðurstaðan muni liggja fyrir fljótlega. Fyrst var greint frá því að embættið hefði lokið rannsókninni á vef Ríkisútvarpsins. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir málið hafa borist frá skattrannsóknastjóra í mars í fyrra. Málið rataði fyrst í fjölmiðla í mars í fyrra þegar fregnir bárust af því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, að kröfu tollstjóra. Varðaði kyrrsetningin eigur þeirra sem metnar voru á tæpar 800 milljónir króna en ástæðan var sögð rannsókn skattrannsóknastjóra á meintum skattalagabrotum. Stærsti hlutinn var í eigu Jóns Þórs, eða 638 milljónir króna. Sama dag barst yfirlýsing frá hljómsveitinni þar sem kom fram að málið varðaði skil á framtali meðlima Sigur Rósar og að ekki hefði verið staðið rétt að því á árunum 2010 til 2014. Kom fram í yfirlýsingunni að ekki væri ágreiningur um það og að þessi rannsókn hefði komið þeim í opna skjöldu því þeir töldu að rétt hefði verið staðið að skattskilum og framtalsgerð af hálfu sérfræðings sem hljómsveitin hafði ráðið til að sjá um þau mál. Ýmislegt hefur gengið hjá hljómsveitinni undanfarin ár. Þar á meðal hefur Harpa ohf., sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, stefnt tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í Hörpu í desember árið 2017. Þá hætti Orri Páll Dýrason í Sigur Rós í október í fyrra eftir að hafa verið sakaður af bandarískri listakonu um kynferðisbrot.
Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Lögreglumál Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf