Malek sagður nálgast samkomulag um að leika Bond-illmenni Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 23:32 Rami Malek var valinn besti leikarinn í nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátið. Hinn nýbakaði Óskarsverðlaunahafi Rami Malek er sagður nálgast samkomulag um að leika illmennið í næstu James Bond-mynd. Greint er frá þessu á vef Collider en Malek þessi var valinn besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag fyrir leik sinn í Bohemian Rhapsody þar sem hann brá sér í gervi tónlistarmannsins goðsagnakennda Freddie Mercury. Áður hafði verið greint frá því á vef Variety að framleiðendur Bond-myndarinnar vildu fá Malek í myndina en að tökuáætlun sjónvarpsþáttanna Mr. Robot, sem Malek er í aðalhlutverki í, stangaðist á við tökur þessar myndar um njósnara hennar hátignar. Collider segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að umboðsstofa Maleks hafi náð að semja þannig að hann nái að uppfylla skilyrði beggja verkefna. Collider segir engar lýsingar að finna á þessu væntanlega illmenni en marokkóski leikarinn Said Taghmaoui, sem hefur meðal annars sést í Wonder Woman, hafði áður greint frá því að hann hefði komið til greina í hlutverk illmennisins þegar leikstjórinn Danny Boyle var ennþá viðloðinn verkefnið. Malek er af egypskum uppruna og því er dregin af því ályktun að handrit myndarinnar geri ráð fyrir að illmennið sé manneskja af norður-afrískum uppruna. Lea Seydoux er sögð endurtaka hlutverk sitt úr Bond-myndinni Spectre sem sálfræðingurinn Madeleine Swann og þá munu Naomie Harris, Ben Whishaw og Ralph Fiennes einnig bregða aftur fyrir í þessari Bond-mynd. Um er að ræða 25. Bond-myndina en hún hefur fengið vinnuheitið Shatterhand. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Daniel Craig mun leika James Bond í fimmta sinn en leikstjóri myndarinnar verður Cary Fukunuga. Áður hafði verið greint frá því að íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefði fengi vilyrði fyrir risastyrk til að taka hluta myndarinnar upp í Noregi. James Bond Óskarinn Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Hinn nýbakaði Óskarsverðlaunahafi Rami Malek er sagður nálgast samkomulag um að leika illmennið í næstu James Bond-mynd. Greint er frá þessu á vef Collider en Malek þessi var valinn besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag fyrir leik sinn í Bohemian Rhapsody þar sem hann brá sér í gervi tónlistarmannsins goðsagnakennda Freddie Mercury. Áður hafði verið greint frá því á vef Variety að framleiðendur Bond-myndarinnar vildu fá Malek í myndina en að tökuáætlun sjónvarpsþáttanna Mr. Robot, sem Malek er í aðalhlutverki í, stangaðist á við tökur þessar myndar um njósnara hennar hátignar. Collider segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að umboðsstofa Maleks hafi náð að semja þannig að hann nái að uppfylla skilyrði beggja verkefna. Collider segir engar lýsingar að finna á þessu væntanlega illmenni en marokkóski leikarinn Said Taghmaoui, sem hefur meðal annars sést í Wonder Woman, hafði áður greint frá því að hann hefði komið til greina í hlutverk illmennisins þegar leikstjórinn Danny Boyle var ennþá viðloðinn verkefnið. Malek er af egypskum uppruna og því er dregin af því ályktun að handrit myndarinnar geri ráð fyrir að illmennið sé manneskja af norður-afrískum uppruna. Lea Seydoux er sögð endurtaka hlutverk sitt úr Bond-myndinni Spectre sem sálfræðingurinn Madeleine Swann og þá munu Naomie Harris, Ben Whishaw og Ralph Fiennes einnig bregða aftur fyrir í þessari Bond-mynd. Um er að ræða 25. Bond-myndina en hún hefur fengið vinnuheitið Shatterhand. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Daniel Craig mun leika James Bond í fimmta sinn en leikstjóri myndarinnar verður Cary Fukunuga. Áður hafði verið greint frá því að íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefði fengi vilyrði fyrir risastyrk til að taka hluta myndarinnar upp í Noregi.
James Bond Óskarinn Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira