Öflug vörn skilaði jafntefli Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. febrúar 2019 14:00 Sif Atladóttir hefur góðar gætur á Nichelle Prince í leik Íslands og Kanada á Algarve-mótinu. Nordicphotos/Getty Ísland mætti afar öflugu liði Kanada í fyrsta leik liðanna á Algarve-mótinu í gær. Leikið var við góðar aðstæður á Spáni og fínt tempó var í leiknum. Íslenska liðið átti í vök að verjast í leiknum þar sem Kanada var meira með boltann og leikmönnum íslenska liðsins gekk nokkuð illa að halda boltanum innan liðsins og byggja upp álitlegar sóknir. Það jákvæða sem íslenska liðið getur tekið með sér úr þessum leik er öflugur og vel skipulagður varnarleikur. Í markinu minnti Sandra Sigurðardóttir svo sannarlega á sig í baráttunni um markmannsstöðuna í undankeppni EM 2021 með einkar góðri frammistöðu. Hún varði tvisvar meistaralega þegar Kanada komst í góð færi. Þá lék Dagný Brynjarsdóttir sinn fyrsta landsleik frá því í október árið 2017. Þegar hún kemst í sitt fyrra form er kominn frábær uppspilspunktur milli miðju og sóknar íslenska liðsins. Þetta var annar leikur Íslands síðan Jón Þór Hauksson og Ian David Jeffs tóku við stjórnartaumunum hjá liðinu en íslenska liðið bar sigurorð af Skotlandi í frumraun sinni í janúar. Skoska liðið er einmitt andstæðingar íslenska liðsins í næsta leik liðsins á mánudaginn. Ísland leikur svo lokaleik sinn á mótinu þegar leikið verður um sæti 6. mars. Skagamærin Hallbera Guðný Gísladóttir varð í gær sú áttunda sem nær hundrað leikjum fyrir íslenska landsliðið. Hallbera lék allan leikinn og var ánægð með úrslitin þegar Fréttablaðið heyrði í henni eftir leikinn. „Ég er mjög sátt, þetta eru flott úrslit gegn jafn öflugu liði og Kanada. Við vorum ekki alveg nægilega skarpar í fyrri hálfleik, vorum örlítið stressaðar eins og oft í byrjun leikja og héldum fyrir vikið boltanum illa. Við töluðum saman í hálfleik, leikmenn og þjálfarateymið og okkur tókst að laga þetta fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við vorum búin að fara vel yfir það hvað þær vildu gera fyrir leik og gerðum mun betur í að loka á það í seinni hálfleik. Þótt að þær hafi verið meira með boltann þá fannst mér þær ekkert liggja á okkur í seinni. Manni leið ekki eins og við værum í nauðvörn.“ Hallbera sagði það ekkert nýtt að það væri hrollur í íslenska liðinu á fyrstu mínútum leiksins. „Við viljum bæta spilamennskuna þegar við erum að spila gegn sterkustu liðum heims. Það er ljóst að við getum barist og hlaupið endalaust en það hefur oft vantað að vera rólegri á boltanum, sérstaklega í byrjun leikja og við ætlum okkur að bæta úr því. Það er hvatning fyrir okkur að ná úrslitum gegn Kanada þótt þetta hafi verið æfingaleikur. Það sýnir okkur að við getum haldið hreinu í hvaða leik sem er.“ Hún hrósaði starfsteymi landsliðsins fyrir aðstoðina í undirbúningnum. „Við höfum yfirleitt komið degi fyrr þegar við höfum keppt í Algarve-mótinu og það var skrýtið að koma og fá bara eina æfingu fyrir leik. Fyrir vikið þurftum við strax að byrja að hugsa um leikinn en við erum með gott teymi í kringum liðið og mættum klárar til leiks þrátt fyrir átján tíma ferðalag á mánudaginn.“ Undirbúningurinn hjá kanadíska liðinu var heldur betri. „Kanada var búið að vera hérna í æfingabúðum í rúma viku fyrir leikinn gegn okkur. Miðað við allt getum við verið sáttar við þetta þótt við vitum að við eigum helling inni.“ Hallbera var skiljanlega stolt af því að ná hundrað leikjum fyrir íslenska landsliðið. „Ég er ofboðslega stolt af þessu afreki því þetta er mikill heiður. Ég átti ekkert endilega von á þessu þegar ég kom inn í landsliðið en líkaminn hefur haldið vel.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Ísland mætti afar öflugu liði Kanada í fyrsta leik liðanna á Algarve-mótinu í gær. Leikið var við góðar aðstæður á Spáni og fínt tempó var í leiknum. Íslenska liðið átti í vök að verjast í leiknum þar sem Kanada var meira með boltann og leikmönnum íslenska liðsins gekk nokkuð illa að halda boltanum innan liðsins og byggja upp álitlegar sóknir. Það jákvæða sem íslenska liðið getur tekið með sér úr þessum leik er öflugur og vel skipulagður varnarleikur. Í markinu minnti Sandra Sigurðardóttir svo sannarlega á sig í baráttunni um markmannsstöðuna í undankeppni EM 2021 með einkar góðri frammistöðu. Hún varði tvisvar meistaralega þegar Kanada komst í góð færi. Þá lék Dagný Brynjarsdóttir sinn fyrsta landsleik frá því í október árið 2017. Þegar hún kemst í sitt fyrra form er kominn frábær uppspilspunktur milli miðju og sóknar íslenska liðsins. Þetta var annar leikur Íslands síðan Jón Þór Hauksson og Ian David Jeffs tóku við stjórnartaumunum hjá liðinu en íslenska liðið bar sigurorð af Skotlandi í frumraun sinni í janúar. Skoska liðið er einmitt andstæðingar íslenska liðsins í næsta leik liðsins á mánudaginn. Ísland leikur svo lokaleik sinn á mótinu þegar leikið verður um sæti 6. mars. Skagamærin Hallbera Guðný Gísladóttir varð í gær sú áttunda sem nær hundrað leikjum fyrir íslenska landsliðið. Hallbera lék allan leikinn og var ánægð með úrslitin þegar Fréttablaðið heyrði í henni eftir leikinn. „Ég er mjög sátt, þetta eru flott úrslit gegn jafn öflugu liði og Kanada. Við vorum ekki alveg nægilega skarpar í fyrri hálfleik, vorum örlítið stressaðar eins og oft í byrjun leikja og héldum fyrir vikið boltanum illa. Við töluðum saman í hálfleik, leikmenn og þjálfarateymið og okkur tókst að laga þetta fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við vorum búin að fara vel yfir það hvað þær vildu gera fyrir leik og gerðum mun betur í að loka á það í seinni hálfleik. Þótt að þær hafi verið meira með boltann þá fannst mér þær ekkert liggja á okkur í seinni. Manni leið ekki eins og við værum í nauðvörn.“ Hallbera sagði það ekkert nýtt að það væri hrollur í íslenska liðinu á fyrstu mínútum leiksins. „Við viljum bæta spilamennskuna þegar við erum að spila gegn sterkustu liðum heims. Það er ljóst að við getum barist og hlaupið endalaust en það hefur oft vantað að vera rólegri á boltanum, sérstaklega í byrjun leikja og við ætlum okkur að bæta úr því. Það er hvatning fyrir okkur að ná úrslitum gegn Kanada þótt þetta hafi verið æfingaleikur. Það sýnir okkur að við getum haldið hreinu í hvaða leik sem er.“ Hún hrósaði starfsteymi landsliðsins fyrir aðstoðina í undirbúningnum. „Við höfum yfirleitt komið degi fyrr þegar við höfum keppt í Algarve-mótinu og það var skrýtið að koma og fá bara eina æfingu fyrir leik. Fyrir vikið þurftum við strax að byrja að hugsa um leikinn en við erum með gott teymi í kringum liðið og mættum klárar til leiks þrátt fyrir átján tíma ferðalag á mánudaginn.“ Undirbúningurinn hjá kanadíska liðinu var heldur betri. „Kanada var búið að vera hérna í æfingabúðum í rúma viku fyrir leikinn gegn okkur. Miðað við allt getum við verið sáttar við þetta þótt við vitum að við eigum helling inni.“ Hallbera var skiljanlega stolt af því að ná hundrað leikjum fyrir íslenska landsliðið. „Ég er ofboðslega stolt af þessu afreki því þetta er mikill heiður. Ég átti ekkert endilega von á þessu þegar ég kom inn í landsliðið en líkaminn hefur haldið vel.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira