Kjóll ársins 2019 Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 08:15 Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er eitthvað við það að fylgjast með öðrum við þá iðju. Hvort sem það eru Ólympíuleikar, Óskar eða annað er sigurinn oftast sætur. Það er gaman að sjá fólk sigra salinn. Ég hef horft svo oft á listdans Torvill og Dean við Bolero að mér finnst ég eiga dálítið í Ólympíugullinu þeirra. Gullið sem þau unnu á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo 1984 eins og hvert mannsbarn þekkir. Og eins og við munum líka voru þau hreint ekkert síðri í Lillehammer 1994. Þetta snýst um einhverja kemistríu. Kannski segir það sögu um bíómyndirnar að Óskarinn virðist snúast meira um sýninguna en sigrana. Daginn eftir Óskarinn fjallar uppgjörið um kjól ársins. Lærðar greinar birtast um sigra, ósigra og feilnótur í klæðavali. Þetta hefur heimsbyggðin stúderað og mér finnst ég geta lesið að Helen Mirren hafi unnið í ár sem og skartið hennar Lady Gaga. En stóra málið eftir Óskarinn er vitaskuld kemistrían á milli Lady Gaga og Bradley Cooper. Var söngurinn sannur eða eru þau heimsins bestu leikarar? Getur blik í auga logið? Ég hef, eins og aðrir, myndað mér ígrundaða skoðun á málinu. Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er sætt að fylgjast með sigri, hvort sem hann er lítill eða stór. Að aflokinni Óskarsumræðu um kjóla og kemistríu stígum við inn í annað tímabil söngvakeppni. Sem trúr stuðningsmaður Íslands kann ég núorðið ekki síður að meta undankeppnina en stóru keppnina. Þá erum við bæði með og vinnum. Íslenska lagið sigrar salinn og við vinnum öll lítinn sigur í lok kvölds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er eitthvað við það að fylgjast með öðrum við þá iðju. Hvort sem það eru Ólympíuleikar, Óskar eða annað er sigurinn oftast sætur. Það er gaman að sjá fólk sigra salinn. Ég hef horft svo oft á listdans Torvill og Dean við Bolero að mér finnst ég eiga dálítið í Ólympíugullinu þeirra. Gullið sem þau unnu á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo 1984 eins og hvert mannsbarn þekkir. Og eins og við munum líka voru þau hreint ekkert síðri í Lillehammer 1994. Þetta snýst um einhverja kemistríu. Kannski segir það sögu um bíómyndirnar að Óskarinn virðist snúast meira um sýninguna en sigrana. Daginn eftir Óskarinn fjallar uppgjörið um kjól ársins. Lærðar greinar birtast um sigra, ósigra og feilnótur í klæðavali. Þetta hefur heimsbyggðin stúderað og mér finnst ég geta lesið að Helen Mirren hafi unnið í ár sem og skartið hennar Lady Gaga. En stóra málið eftir Óskarinn er vitaskuld kemistrían á milli Lady Gaga og Bradley Cooper. Var söngurinn sannur eða eru þau heimsins bestu leikarar? Getur blik í auga logið? Ég hef, eins og aðrir, myndað mér ígrundaða skoðun á málinu. Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er sætt að fylgjast með sigri, hvort sem hann er lítill eða stór. Að aflokinni Óskarsumræðu um kjóla og kemistríu stígum við inn í annað tímabil söngvakeppni. Sem trúr stuðningsmaður Íslands kann ég núorðið ekki síður að meta undankeppnina en stóru keppnina. Þá erum við bæði með og vinnum. Íslenska lagið sigrar salinn og við vinnum öll lítinn sigur í lok kvölds.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar