Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 06:52 Vel fór á með þeim Kim Jong-un og Donald Trump í gær. Fundur þeirra í dag varð hins vegar ekki jafn árangursríkur og vonir höfðu staðið til. Getty/Saul Loeb Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. Fundinum er lokið og ekkert varð af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Trump hefur boðað til blaðamannafundar vegna hinna óvæntu vendinga en sem stendur er ekki vitað hvers vegna fundi leiðtoganna lauk svo snögglega. Trump fór rakleiðis af fundinum ásamt fylgdarliði sínu og sama gerði Kim Jong-Un um klukkan tvö að staðartíma, sjö að íslenskum. Fundinum átti samkvæmt dagskrá að ljúka um klukkan fjögur, eða tveimur tímum síðar. Þá hafði verið búist við því að leiðtogarnir næðu einhvers konar samkomulagi um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu og að mögulega yrði samningur þess efnis einnig undirritaður en ekkert verður af því.Kim Jong Un leaves the Metropole without a joint signing ceremony pic.twitter.com/TefzCfab8J — Oliver Hotham (@OliverHotham) February 28, 2019 Í yfirlýsingu sem Hvíta-húsið sendi frá sér á sjöunda tímanum segir að þrátt fyrir að Trump og Kim hafi átt „góðar og uppbyggilegar samræður í Hanoi“ hafi þeir ekki komist að samkomulagi. Leiðtogarnir hafi til að mynda rætt kjarnorkuafvopnun og efnahagsmál. Þessum samræðum sé hins vegar ekki lokið og að sendinefndir ríkjanna hlakki til að eiga fleri fundi í framtíðinni. Hlutabréfamarkaðir í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum tóku hinum óvæntu fundarslitum illa. Suður-Kóreska vísitalan hefur fallið um rúmt prósent og gert er ráð fyrir að eitthvað svipað verði upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Hér að neðan verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá blaðamannafundi Trump, sem gert er ráð fyrir að hefjist innan skamms. Fréttin verður uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Sannfærður um árangur í Hanoi Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. 28. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. Fundinum er lokið og ekkert varð af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Trump hefur boðað til blaðamannafundar vegna hinna óvæntu vendinga en sem stendur er ekki vitað hvers vegna fundi leiðtoganna lauk svo snögglega. Trump fór rakleiðis af fundinum ásamt fylgdarliði sínu og sama gerði Kim Jong-Un um klukkan tvö að staðartíma, sjö að íslenskum. Fundinum átti samkvæmt dagskrá að ljúka um klukkan fjögur, eða tveimur tímum síðar. Þá hafði verið búist við því að leiðtogarnir næðu einhvers konar samkomulagi um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu og að mögulega yrði samningur þess efnis einnig undirritaður en ekkert verður af því.Kim Jong Un leaves the Metropole without a joint signing ceremony pic.twitter.com/TefzCfab8J — Oliver Hotham (@OliverHotham) February 28, 2019 Í yfirlýsingu sem Hvíta-húsið sendi frá sér á sjöunda tímanum segir að þrátt fyrir að Trump og Kim hafi átt „góðar og uppbyggilegar samræður í Hanoi“ hafi þeir ekki komist að samkomulagi. Leiðtogarnir hafi til að mynda rætt kjarnorkuafvopnun og efnahagsmál. Þessum samræðum sé hins vegar ekki lokið og að sendinefndir ríkjanna hlakki til að eiga fleri fundi í framtíðinni. Hlutabréfamarkaðir í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum tóku hinum óvæntu fundarslitum illa. Suður-Kóreska vísitalan hefur fallið um rúmt prósent og gert er ráð fyrir að eitthvað svipað verði upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Hér að neðan verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá blaðamannafundi Trump, sem gert er ráð fyrir að hefjist innan skamms. Fréttin verður uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Sannfærður um árangur í Hanoi Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. 28. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00
Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10
Sannfærður um árangur í Hanoi Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. 28. febrúar 2019 06:00