Körfubolti

Flautuþristur Wade tryggði sigur á meisturunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wade setti mikilvægustu körfu kvöldsins
Wade setti mikilvægustu körfu kvöldsins vísir/getty
Sacramento Kings náðu að knýja fram framlenginu gegn Milwaukee Bucks en töpuðu þar í háspennuleik.

Í upphafi fjórða leikhluta í Sacramento var staðan 104-91 fyrir gestina og virtust þeir vera á góðri leið með að sigla heim sigri. Um miðjan leikhlutann áttu heimamenn hins vegar gott áhlaup þar sem þeir náðu að minnka muninn niður í sex stig.

Bogdan Bogdanovic jafnaði svo leikinn þegar mínúta var eftir og leikurinn fór í framlengingu. Þar tóku gestirnir strax frumkvæðið og komust yfir aftur. Malcolm Brogdon tryggði þeim svo sigurinn af vítalínunni.





Flautuþristur Dwayne Wade tryggði Miami Heat sigur á Golden State Warriors í Miami.

Heat komst mest í 24 stiga forystu í leiknum en missti það niður og var undir á lokamínútum leiksins.

Wade, sem leggur skóna á hilluna eftir tímabilið, skoraði 25 stig í leiknum en engin eins mikilvæg og síðustu þrjú. Miami hafði ekki unnið á heimavelli sex leiki í röð.

Klay Thompson fór fyrir meisturunum í Golden State með 36 stig og Kevin Durant var með 29.





Luka Doncic var að spila sinn síðasta leik sem táningur í nótt er Dallas Mavericks vann Indiana Pacers. Doncic heldur upp á tvítugsafmæli sitt í dag.

Hann fagnaði því með 26 stigum og 10 fráköstum fyrir Dallas og Jalen Brunson, annar nýliði, náði hans besta árangri með 24 stig.

Dallas setti niður öll sex þriggja stiga skot sín á síðustu sex mínútum leiksins og héldu sigrinum í annars frekar jöfnum leik, fyrsta sigri Dallas eftir fimm tapleiki í röð.





Úrslit næturinnar:

Charlotte Hornets - Houston Rockets 113-118

Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 131-123

Brooklyn Nets - Washington Wizards 116-125

Miami Heat - Golden State Warriors 126-125

Boston Celtics - Portland Trail Blazers 92-97

Memphis Grizzlies - Chicago Bulls 107-109

San Antonio Spurs - Detroit Pistons 105-93

Dallas Mavericks - Indiana Pacers 110-101

Utah Jazz - LA Clippers 111-105

Sacramento Kings - Milwaukee Bucks 140-141

Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 125-119

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×