Gat ekki gengið að kröfum Kim Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 07:35 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, töluðu við blaðamenn í Hanoi eftir að fundi þeirra og sendinefndar Norður-Kóreu var slitið. Getty/bloomberg Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. Samband ríkjanna sé ennþá gott, þrátt fyrir að fundi þeirra hafi verið slitið fyrr en gert hafði verið ráðið fyrir. Leiðtogarnir hafi ákveðið í sameiningu að ganga frá samningaborðinu án þess að undirrita nýtt samkomulag. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi sínum eftir að fundi hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, var slitið á sjöunda tímanum að síðustu 36 klukkustundir hafi verið árangursríkar. Engu að síður hafi hann og Kim verið sammála um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þessum tímapunkti. Hann lýsti norður-kóreska starfsbróður sínum sem áhugaverðum einstaklingi og að samband þeirra væri ennþá sterkt. Hann hafi þannig fulla trú á að Norður-Kórea muni einn daginn verða öflugt efnahagsveldi. Hins vegar „þurfi stundum að ganga burt“, eins og Trump orðaði það. Forsetinn útskýrði að málefnalegur ágreiningur þeirra Kim hafi einfaldlega verið óyfirstíganlegur á þessari stundu. Norður-Kóreumenn hafi viljað losna undan öllum viðskiptaþvingunum, gegn því að þeir losuðu sig við þorra kjarnavopna sinna - en þó ekki öll.Trump and Pompeo being quite specific. Says Kim was ready to give up the whole Yongbyon nuclear complex in return for complete lifting of sanctions but not other parts of the nuclear programme, including covert elements, including at least one uranium enrichment plant. — Julian Borger (@julianborger) February 28, 2019 Trump sagði að bandaríska sendinefndin hafi ekki getað sætt sig við þessi skilyrði og öllum hafi því verið ljóst að engin sameiginleg niðurstaða væri í augsýn. Því hafi viðræðunum verið slitið og að viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu séu enn í gildi. „Mig dauðlangar að afnema viðskiptaþvinganirnar, ég vil sjá Norður-Kóreu eflast enda á ríkið framtíðina fyrir sér. Það var hins vegar ekki hægt í dag,“ sagði Trump. Hann tjáði blaðamönnum jafnframt að Kim hafi lofað sér að Norður-Kórea myndi ekki hefja aftur prófanir á langdrægum eldflaugum. Leiðtogarnir hafi þó ekki skipulagt aðrar viðræður. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók undir með forsetanum og sagði fundinn hafa verið góðan þrátt fyrir að ekkert samkomulag hafi náðst. Hann sé auk þess bjartsýnn og að sendinefndir ríkjanna tveggja muni funda aftur á næstu vikum. „Ég vildi óska þess að við hefðum komist lengra en ég er engu að síður vongóður,“ sagði Pompeo. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. Samband ríkjanna sé ennþá gott, þrátt fyrir að fundi þeirra hafi verið slitið fyrr en gert hafði verið ráðið fyrir. Leiðtogarnir hafi ákveðið í sameiningu að ganga frá samningaborðinu án þess að undirrita nýtt samkomulag. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi sínum eftir að fundi hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, var slitið á sjöunda tímanum að síðustu 36 klukkustundir hafi verið árangursríkar. Engu að síður hafi hann og Kim verið sammála um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þessum tímapunkti. Hann lýsti norður-kóreska starfsbróður sínum sem áhugaverðum einstaklingi og að samband þeirra væri ennþá sterkt. Hann hafi þannig fulla trú á að Norður-Kórea muni einn daginn verða öflugt efnahagsveldi. Hins vegar „þurfi stundum að ganga burt“, eins og Trump orðaði það. Forsetinn útskýrði að málefnalegur ágreiningur þeirra Kim hafi einfaldlega verið óyfirstíganlegur á þessari stundu. Norður-Kóreumenn hafi viljað losna undan öllum viðskiptaþvingunum, gegn því að þeir losuðu sig við þorra kjarnavopna sinna - en þó ekki öll.Trump and Pompeo being quite specific. Says Kim was ready to give up the whole Yongbyon nuclear complex in return for complete lifting of sanctions but not other parts of the nuclear programme, including covert elements, including at least one uranium enrichment plant. — Julian Borger (@julianborger) February 28, 2019 Trump sagði að bandaríska sendinefndin hafi ekki getað sætt sig við þessi skilyrði og öllum hafi því verið ljóst að engin sameiginleg niðurstaða væri í augsýn. Því hafi viðræðunum verið slitið og að viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu séu enn í gildi. „Mig dauðlangar að afnema viðskiptaþvinganirnar, ég vil sjá Norður-Kóreu eflast enda á ríkið framtíðina fyrir sér. Það var hins vegar ekki hægt í dag,“ sagði Trump. Hann tjáði blaðamönnum jafnframt að Kim hafi lofað sér að Norður-Kórea myndi ekki hefja aftur prófanir á langdrægum eldflaugum. Leiðtogarnir hafi þó ekki skipulagt aðrar viðræður. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók undir með forsetanum og sagði fundinn hafa verið góðan þrátt fyrir að ekkert samkomulag hafi náðst. Hann sé auk þess bjartsýnn og að sendinefndir ríkjanna tveggja muni funda aftur á næstu vikum. „Ég vildi óska þess að við hefðum komist lengra en ég er engu að síður vongóður,“ sagði Pompeo.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52