124 þúsund króna munur á árskostnaði fyrir dagvist og mat í grunnskólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2019 11:13 Ekki er lagt mat á gæði matar eða vistunar í könnuninni. Vísir/Vilhelm Úttekt Verðlagseftirlits ASÍ á gjöldum fyrir skóladagvistun (frístund), síðdegishressingu og skólamáltíðir sýnir að mikill munur getur verið á þeim milli sveitarfélaga. Þannig er 13.744 kr. munur á mánuði á hæstu og lægstu heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og hádegismat eða 123.696 kr. munur á ári sé miðað við níu mánaða skólaár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Hæst eru gjöldin á Seltjarnarnesi, 38.440 kr. fyrir mánuðinn, 56% hærri en í Fjarðarbyggð þar sem þau eru lægst, 24.696 kr. Mestar hækkanir á heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamáltíðir milli ára eru á Seltjarnarnesi, 7,3% og Vestmanneyjar koma þar á eftir með 6,7% hækkun. Mestu lækkanirnar eru hjá Fjarðarbyggð, 11,3% og þá lækkuðu heildargjöldin um 2,2% hjá Sveitarfélaginu Árborg. Gjöldin standa í stað í Hafnarfirði og Mosfellsbæ milli ára.Hæstu gjöldin á Seltjarnarnesi, lægstu í Fjarðarbyggð Hæstu gjöld fyrir skóladagvistun, hressingu og hádegismat eru sem fyrr segir á Seltjarnarnesi, 38.440 kr., næst hæst eru þau í Garðabæ, 38.094 kr. og þriðju hæst á Akureyri, 36.771 kr. Lægst eru gjöldin í Fjarðarbyggð, 24.696 kr., næst lægst í Reykjanesbæ 25.338 kr. og þriðju lægst í Vestmannaeyjum, 26.009 kr. Kostnaður við heildargjöld hækka hjá 11 sveitarfélögum af 15. Lægsta verðið á hádegismat hjá Fjarðarbyggð 73% munur er á milli hæsta og lægsta verðs fyrir hádegismat þar sem Fjarðarbyggð er lægst með, 6.300 kr. á mánuði en Ísafjarðarbær hæstur með, 10.899 kr. gjald. Munurinn á hæsta og lægsta verði á hádegismat er því 4.599 kr. á mánuði eða 41.391 kr. á ári (m.v. 9 mánuði). Mestu hækkanirnar á gjöldum fyrir skólamat milli ára eru í Vestmannaeyjum, 7,9%, og á Seltjarnarnesi, 7,4% en aðrar hækkanir voru á bilinu 2,8-3,6%. Fjarðarbyggð er eina sveitarfélagið sem lækkaði verð á skólamat og nam lækkunin 33%. Hæstu systkinaafslættirnir í Reykjavík Systkinaafslættir þar sem afsláttur er af gjöldum ef fleiri en eitt barn úr sömu fjölskyldu er í vistun geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna fyrir skóladagvistun og mat. Afslátturinn er misjafn eftir sveitarfélögum og eykst yfirleitt með fjölda barna. Hæstir eru systkinaafslættirnir í Reykjavík, 75% á annað barn og 100% ef þriðja barnið bætist við í vistun. Lægstir eru þeir hjá Reykjanesbæ þar sem 25% afsláttur er gefin af gjöldum fyrir bæði annað og þriðja barn í vistun. Þess skal getið að öll sveitarfélögin bjóða upp á afslátt af gjöldum milli skólastiga og fá foreldrar með börn á mismunandi skólastigum því afslátt af gjöldum. Lægri fjöld fyrir forgangshópa á fjórum stöðum Fjögur sveitarfélög bjóða upp á lægri gjöld fyrir forgangshópa en misjafnt er hvernig þeim er háttað. Þannig er 30% afsláttur af dvalargjaldi fyrir einstæða foreldra, öryrkja og námsmenn hjá Kópavogsbæ, í Garðabæ er 40% afsláttur fyrir einstæða foreldra og námsmenn, hjá Akraneskaupsstað er 35% afsláttur fyrir einstæða foreldra og á Seltjarnarnesi 40% afsláttur fyrir námsmenn og einstæða foreldra. Samanburðurinn var gerður á 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Til að einfalda samanburð milli sveitarfélaga miðar verðlagseftirlit ASÍ við mánaðargjald, 21 dag og vistun í þrjá tíma á dag eða 63 tíma í mánuði ásamt hressingu (x21) og hádegismat (x21). Ávaxtastund og mjólkuráskrift sem oft eru í boði eru ekki með í verðsamanburðinum. Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda sem leggjast oft ofan á gjöldin. Einungis er um verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar. Neytendur Skóla - og menntamál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Úttekt Verðlagseftirlits ASÍ á gjöldum fyrir skóladagvistun (frístund), síðdegishressingu og skólamáltíðir sýnir að mikill munur getur verið á þeim milli sveitarfélaga. Þannig er 13.744 kr. munur á mánuði á hæstu og lægstu heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og hádegismat eða 123.696 kr. munur á ári sé miðað við níu mánaða skólaár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Hæst eru gjöldin á Seltjarnarnesi, 38.440 kr. fyrir mánuðinn, 56% hærri en í Fjarðarbyggð þar sem þau eru lægst, 24.696 kr. Mestar hækkanir á heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamáltíðir milli ára eru á Seltjarnarnesi, 7,3% og Vestmanneyjar koma þar á eftir með 6,7% hækkun. Mestu lækkanirnar eru hjá Fjarðarbyggð, 11,3% og þá lækkuðu heildargjöldin um 2,2% hjá Sveitarfélaginu Árborg. Gjöldin standa í stað í Hafnarfirði og Mosfellsbæ milli ára.Hæstu gjöldin á Seltjarnarnesi, lægstu í Fjarðarbyggð Hæstu gjöld fyrir skóladagvistun, hressingu og hádegismat eru sem fyrr segir á Seltjarnarnesi, 38.440 kr., næst hæst eru þau í Garðabæ, 38.094 kr. og þriðju hæst á Akureyri, 36.771 kr. Lægst eru gjöldin í Fjarðarbyggð, 24.696 kr., næst lægst í Reykjanesbæ 25.338 kr. og þriðju lægst í Vestmannaeyjum, 26.009 kr. Kostnaður við heildargjöld hækka hjá 11 sveitarfélögum af 15. Lægsta verðið á hádegismat hjá Fjarðarbyggð 73% munur er á milli hæsta og lægsta verðs fyrir hádegismat þar sem Fjarðarbyggð er lægst með, 6.300 kr. á mánuði en Ísafjarðarbær hæstur með, 10.899 kr. gjald. Munurinn á hæsta og lægsta verði á hádegismat er því 4.599 kr. á mánuði eða 41.391 kr. á ári (m.v. 9 mánuði). Mestu hækkanirnar á gjöldum fyrir skólamat milli ára eru í Vestmannaeyjum, 7,9%, og á Seltjarnarnesi, 7,4% en aðrar hækkanir voru á bilinu 2,8-3,6%. Fjarðarbyggð er eina sveitarfélagið sem lækkaði verð á skólamat og nam lækkunin 33%. Hæstu systkinaafslættirnir í Reykjavík Systkinaafslættir þar sem afsláttur er af gjöldum ef fleiri en eitt barn úr sömu fjölskyldu er í vistun geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna fyrir skóladagvistun og mat. Afslátturinn er misjafn eftir sveitarfélögum og eykst yfirleitt með fjölda barna. Hæstir eru systkinaafslættirnir í Reykjavík, 75% á annað barn og 100% ef þriðja barnið bætist við í vistun. Lægstir eru þeir hjá Reykjanesbæ þar sem 25% afsláttur er gefin af gjöldum fyrir bæði annað og þriðja barn í vistun. Þess skal getið að öll sveitarfélögin bjóða upp á afslátt af gjöldum milli skólastiga og fá foreldrar með börn á mismunandi skólastigum því afslátt af gjöldum. Lægri fjöld fyrir forgangshópa á fjórum stöðum Fjögur sveitarfélög bjóða upp á lægri gjöld fyrir forgangshópa en misjafnt er hvernig þeim er háttað. Þannig er 30% afsláttur af dvalargjaldi fyrir einstæða foreldra, öryrkja og námsmenn hjá Kópavogsbæ, í Garðabæ er 40% afsláttur fyrir einstæða foreldra og námsmenn, hjá Akraneskaupsstað er 35% afsláttur fyrir einstæða foreldra og á Seltjarnarnesi 40% afsláttur fyrir námsmenn og einstæða foreldra. Samanburðurinn var gerður á 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Til að einfalda samanburð milli sveitarfélaga miðar verðlagseftirlit ASÍ við mánaðargjald, 21 dag og vistun í þrjá tíma á dag eða 63 tíma í mánuði ásamt hressingu (x21) og hádegismat (x21). Ávaxtastund og mjólkuráskrift sem oft eru í boði eru ekki með í verðsamanburðinum. Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda sem leggjast oft ofan á gjöldin. Einungis er um verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar.
Neytendur Skóla - og menntamál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira