Lögreglu grunar hvernig kílóin komu til landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2019 14:36 Rannsókn lögreglu er í samráði við dönsk lögregluyfirvöld og tollstjóra. Myndin er úr safni, frá fyrri fíkniefnafundi. Tollstjóri Svo virðist sem innflutningur fíkniefna til Færeyja með viðkomu á Íslandi sé umfangsmikill ef marka má aðgerðir íslensku lögreglunnar í samráði við þá dönsku undanfarna mánuði. Lagt hefur verið hald á vel yfir tuttugu kíló af hassi í aðgerðunum, ungur íslenskur karlmaður hefur þegar hlotið fangelsisdóm auk þess sem erlendir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi og farbanni í tengslum við málið. Lögreglan á Austurlandi greinir frá því að lagt hafi verið hald á fíkniefni á tollasvæðinu á Seyðisfirði í tveimur aðgerðum í janúar og febrúar. Ferjan Norræna siglir til og frá Seyðisfirði og er eina leiðin til og frá landi ef frá eru talin flug og skemmtiferðasiglingar á sumrin. Þá hafi efni einnig verið haldlögð við húsleit hér á landi en heildarmagn hass nemi á annan tug kílóa. Málið er talið tengjast handtöku íslensks karlmanns á þrítugsaldri á Mýrdalssandi þann 7. nóvember. Var hann með sex kíló af hassi í bílnum. Var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi, að mestu skilorðsbundið, þar sem sannað þótti að hann væri ekki skipuleggjandi og frumkvöðull að brotunum. Var hann undir áhrifum við aksturinn. Var danskur karlmaður handtekinn í Danmörku í tengslum við málið og yfirheyrður. Samtals hafa því verði haldlögð vel yfir tuttugu kíló af hassi. Telur lögreglan hassið tilheyra sömu sendingu sem komið hafi hingað til landsins. Þær haldlagningar sem fram fóru á tollasvæðinu á Seyðisfirði voru gerðar þegar aðilar reyndu að fara með fíkniefnin úr landi, til Færeyja að því er fram kom í fréttum í gær. Lögreglan hefur grun um með hvað hætti efnin komu til landsins og hvert þeim var ætlað að fara. Vegna rannsóknar málsins var erlendur karlmaður úrskurður í fjórtán daga gæsluvarðhald í byrjun janúar og svo fjögurra vikna farbann í framhaldinu. Því lauk í síðustu viku en var framlengt um átta vikur til viðbótar. Annar erlendur karlmaður var úrskurðaður í fjórtán daga gæsluvarðhald í febrúar og svo átta vikna farbann í dag. Rannsókn máls er langt komin og mun ljúka á næstu vikum. Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi Játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. 25. janúar 2019 08:23 Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. 27. febrúar 2019 22:17 Handtaka í Danmörku vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á sex kílóum af hassi Danskur karlmaður var fyrr í mánuðinum handtekinn í Danmörku og yfirheyrður af lögreglu þar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tæplega sex kílóum af hassi. 28. nóvember 2018 12:20 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Svo virðist sem innflutningur fíkniefna til Færeyja með viðkomu á Íslandi sé umfangsmikill ef marka má aðgerðir íslensku lögreglunnar í samráði við þá dönsku undanfarna mánuði. Lagt hefur verið hald á vel yfir tuttugu kíló af hassi í aðgerðunum, ungur íslenskur karlmaður hefur þegar hlotið fangelsisdóm auk þess sem erlendir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi og farbanni í tengslum við málið. Lögreglan á Austurlandi greinir frá því að lagt hafi verið hald á fíkniefni á tollasvæðinu á Seyðisfirði í tveimur aðgerðum í janúar og febrúar. Ferjan Norræna siglir til og frá Seyðisfirði og er eina leiðin til og frá landi ef frá eru talin flug og skemmtiferðasiglingar á sumrin. Þá hafi efni einnig verið haldlögð við húsleit hér á landi en heildarmagn hass nemi á annan tug kílóa. Málið er talið tengjast handtöku íslensks karlmanns á þrítugsaldri á Mýrdalssandi þann 7. nóvember. Var hann með sex kíló af hassi í bílnum. Var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi, að mestu skilorðsbundið, þar sem sannað þótti að hann væri ekki skipuleggjandi og frumkvöðull að brotunum. Var hann undir áhrifum við aksturinn. Var danskur karlmaður handtekinn í Danmörku í tengslum við málið og yfirheyrður. Samtals hafa því verði haldlögð vel yfir tuttugu kíló af hassi. Telur lögreglan hassið tilheyra sömu sendingu sem komið hafi hingað til landsins. Þær haldlagningar sem fram fóru á tollasvæðinu á Seyðisfirði voru gerðar þegar aðilar reyndu að fara með fíkniefnin úr landi, til Færeyja að því er fram kom í fréttum í gær. Lögreglan hefur grun um með hvað hætti efnin komu til landsins og hvert þeim var ætlað að fara. Vegna rannsóknar málsins var erlendur karlmaður úrskurður í fjórtán daga gæsluvarðhald í byrjun janúar og svo fjögurra vikna farbann í framhaldinu. Því lauk í síðustu viku en var framlengt um átta vikur til viðbótar. Annar erlendur karlmaður var úrskurðaður í fjórtán daga gæsluvarðhald í febrúar og svo átta vikna farbann í dag. Rannsókn máls er langt komin og mun ljúka á næstu vikum.
Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi Játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. 25. janúar 2019 08:23 Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. 27. febrúar 2019 22:17 Handtaka í Danmörku vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á sex kílóum af hassi Danskur karlmaður var fyrr í mánuðinum handtekinn í Danmörku og yfirheyrður af lögreglu þar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tæplega sex kílóum af hassi. 28. nóvember 2018 12:20 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi Játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. 25. janúar 2019 08:23
Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. 27. febrúar 2019 22:17
Handtaka í Danmörku vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á sex kílóum af hassi Danskur karlmaður var fyrr í mánuðinum handtekinn í Danmörku og yfirheyrður af lögreglu þar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tæplega sex kílóum af hassi. 28. nóvember 2018 12:20