Lögreglu grunar hvernig kílóin komu til landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2019 14:36 Rannsókn lögreglu er í samráði við dönsk lögregluyfirvöld og tollstjóra. Myndin er úr safni, frá fyrri fíkniefnafundi. Tollstjóri Svo virðist sem innflutningur fíkniefna til Færeyja með viðkomu á Íslandi sé umfangsmikill ef marka má aðgerðir íslensku lögreglunnar í samráði við þá dönsku undanfarna mánuði. Lagt hefur verið hald á vel yfir tuttugu kíló af hassi í aðgerðunum, ungur íslenskur karlmaður hefur þegar hlotið fangelsisdóm auk þess sem erlendir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi og farbanni í tengslum við málið. Lögreglan á Austurlandi greinir frá því að lagt hafi verið hald á fíkniefni á tollasvæðinu á Seyðisfirði í tveimur aðgerðum í janúar og febrúar. Ferjan Norræna siglir til og frá Seyðisfirði og er eina leiðin til og frá landi ef frá eru talin flug og skemmtiferðasiglingar á sumrin. Þá hafi efni einnig verið haldlögð við húsleit hér á landi en heildarmagn hass nemi á annan tug kílóa. Málið er talið tengjast handtöku íslensks karlmanns á þrítugsaldri á Mýrdalssandi þann 7. nóvember. Var hann með sex kíló af hassi í bílnum. Var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi, að mestu skilorðsbundið, þar sem sannað þótti að hann væri ekki skipuleggjandi og frumkvöðull að brotunum. Var hann undir áhrifum við aksturinn. Var danskur karlmaður handtekinn í Danmörku í tengslum við málið og yfirheyrður. Samtals hafa því verði haldlögð vel yfir tuttugu kíló af hassi. Telur lögreglan hassið tilheyra sömu sendingu sem komið hafi hingað til landsins. Þær haldlagningar sem fram fóru á tollasvæðinu á Seyðisfirði voru gerðar þegar aðilar reyndu að fara með fíkniefnin úr landi, til Færeyja að því er fram kom í fréttum í gær. Lögreglan hefur grun um með hvað hætti efnin komu til landsins og hvert þeim var ætlað að fara. Vegna rannsóknar málsins var erlendur karlmaður úrskurður í fjórtán daga gæsluvarðhald í byrjun janúar og svo fjögurra vikna farbann í framhaldinu. Því lauk í síðustu viku en var framlengt um átta vikur til viðbótar. Annar erlendur karlmaður var úrskurðaður í fjórtán daga gæsluvarðhald í febrúar og svo átta vikna farbann í dag. Rannsókn máls er langt komin og mun ljúka á næstu vikum. Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi Játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. 25. janúar 2019 08:23 Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. 27. febrúar 2019 22:17 Handtaka í Danmörku vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á sex kílóum af hassi Danskur karlmaður var fyrr í mánuðinum handtekinn í Danmörku og yfirheyrður af lögreglu þar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tæplega sex kílóum af hassi. 28. nóvember 2018 12:20 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Sjá meira
Svo virðist sem innflutningur fíkniefna til Færeyja með viðkomu á Íslandi sé umfangsmikill ef marka má aðgerðir íslensku lögreglunnar í samráði við þá dönsku undanfarna mánuði. Lagt hefur verið hald á vel yfir tuttugu kíló af hassi í aðgerðunum, ungur íslenskur karlmaður hefur þegar hlotið fangelsisdóm auk þess sem erlendir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi og farbanni í tengslum við málið. Lögreglan á Austurlandi greinir frá því að lagt hafi verið hald á fíkniefni á tollasvæðinu á Seyðisfirði í tveimur aðgerðum í janúar og febrúar. Ferjan Norræna siglir til og frá Seyðisfirði og er eina leiðin til og frá landi ef frá eru talin flug og skemmtiferðasiglingar á sumrin. Þá hafi efni einnig verið haldlögð við húsleit hér á landi en heildarmagn hass nemi á annan tug kílóa. Málið er talið tengjast handtöku íslensks karlmanns á þrítugsaldri á Mýrdalssandi þann 7. nóvember. Var hann með sex kíló af hassi í bílnum. Var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi, að mestu skilorðsbundið, þar sem sannað þótti að hann væri ekki skipuleggjandi og frumkvöðull að brotunum. Var hann undir áhrifum við aksturinn. Var danskur karlmaður handtekinn í Danmörku í tengslum við málið og yfirheyrður. Samtals hafa því verði haldlögð vel yfir tuttugu kíló af hassi. Telur lögreglan hassið tilheyra sömu sendingu sem komið hafi hingað til landsins. Þær haldlagningar sem fram fóru á tollasvæðinu á Seyðisfirði voru gerðar þegar aðilar reyndu að fara með fíkniefnin úr landi, til Færeyja að því er fram kom í fréttum í gær. Lögreglan hefur grun um með hvað hætti efnin komu til landsins og hvert þeim var ætlað að fara. Vegna rannsóknar málsins var erlendur karlmaður úrskurður í fjórtán daga gæsluvarðhald í byrjun janúar og svo fjögurra vikna farbann í framhaldinu. Því lauk í síðustu viku en var framlengt um átta vikur til viðbótar. Annar erlendur karlmaður var úrskurðaður í fjórtán daga gæsluvarðhald í febrúar og svo átta vikna farbann í dag. Rannsókn máls er langt komin og mun ljúka á næstu vikum.
Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi Játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. 25. janúar 2019 08:23 Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. 27. febrúar 2019 22:17 Handtaka í Danmörku vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á sex kílóum af hassi Danskur karlmaður var fyrr í mánuðinum handtekinn í Danmörku og yfirheyrður af lögreglu þar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tæplega sex kílóum af hassi. 28. nóvember 2018 12:20 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Sjá meira
Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi Játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. 25. janúar 2019 08:23
Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. 27. febrúar 2019 22:17
Handtaka í Danmörku vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á sex kílóum af hassi Danskur karlmaður var fyrr í mánuðinum handtekinn í Danmörku og yfirheyrður af lögreglu þar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tæplega sex kílóum af hassi. 28. nóvember 2018 12:20