Valur vann A-riðil Reykjavíkurmóts kvenna í fótbolta þrátt fyrir jafntefli við KR í lokaleik riðilsins í kvöld.
Valskonur gerðu 2-2 jafntefli við KR í kvöld og enda því með 13 stig af 15 mögulegum og markatöluna 34-3.
Fylkir endar í öðru sæti riðilsins með 12 stig úr fimm leikjum en Árbæingar burstuðu Fjölni 8-1 þar sem átta leikmenn komu að markaskorun Fylkis.
Þróttur Reykjavík vann HK/Víking 2-1 með mörkum frá Kötlu Ýr Sebastiansdóttur Peters og Lindu Líf Boama. Fatma Kara gerði mark HK/Víkings.
Þróttur endar mótið í þriðja sæti, HK/Víkingur í fjórða, Fjölnir í því fimmta og KR á botninum með einn sigur úr fimm leikjum.

