Tyrkneska ríkið selur grænmeti til að vinna gegn verðbólgu Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 16:52 Verð á matvælum hefur hækkað verulega í Tyrklandi. Stjórnvöld segjast berjast gegn verðbólgu með því að opna ríkismarkaði með grænmeti. Vísir/EPA Tuga prósenta verðbólga í matvöruverði varð til þess að tyrknesk stjórnvöld hafa opnað opinbera matarmarkaði þar sem grænmeti er selt beint til neytenda. Yfirvöld saka matvöruverslanir um að keyra upp verðið. Matvöruverð í Tyrklandi hækkaði um 31% í janúar miðað við sama mánuð í fyrra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orsökin er meðal annars rakin til slæmrar tíðar í landbúnaðarhéruðum í suðurhluta landsins og vaxandi launa- og flutningskostnaðar. Stjórnvöld hafa tekið verðhækkununum af hörku og hóta því að refsa þeim sem hækka verð að óþörfu. Ákveðið var að opna ríkismarkaði með grænmeti í Istanbúl og Ankara nýlega en ríkisstjórnarflokkur Recep Erdogan forseta stendur frammi fyrir sveitarstjórnarkosningum í næsta mánuði. „Þetta var leikur. Þeir byrjuðu að eiga við verðið, þeir reyndu að láta verðið rjúka upp úr öllu valdi. Þetta var tilraun til að valda ógn,“ fullyrti Erdogan í framboðsræðu í dag. Verðið á mörkuðunum er um 50% af almennu verðlagi. Þriggja kílóa hámark er á því hvað fólk getur keypt þar. Erdogan segir að bráðum verði hrísgrjón, linsubaunir og hreingerningarvörur seldar á þessum ríkismörkuðum. Ólíklegt er sagt að markaðirnir hafi mikil áhrif á verðbólgu í landinu þar sem þeir eru bundnir við tvær stærstu borgir landsins. Þeir gætu þó lækkað verð fyrir borgarbúa í aðdraganda kosninganna. Sumir verslunarmenn þar kvarta undan því að þeir geti ekki keppt við ríkismarkaðina sem þeir segja að séu niðurgreiddir af skattgreiðendum til þess að kaupa flokki Erdogan atkvæði. Tyrkland Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Tuga prósenta verðbólga í matvöruverði varð til þess að tyrknesk stjórnvöld hafa opnað opinbera matarmarkaði þar sem grænmeti er selt beint til neytenda. Yfirvöld saka matvöruverslanir um að keyra upp verðið. Matvöruverð í Tyrklandi hækkaði um 31% í janúar miðað við sama mánuð í fyrra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orsökin er meðal annars rakin til slæmrar tíðar í landbúnaðarhéruðum í suðurhluta landsins og vaxandi launa- og flutningskostnaðar. Stjórnvöld hafa tekið verðhækkununum af hörku og hóta því að refsa þeim sem hækka verð að óþörfu. Ákveðið var að opna ríkismarkaði með grænmeti í Istanbúl og Ankara nýlega en ríkisstjórnarflokkur Recep Erdogan forseta stendur frammi fyrir sveitarstjórnarkosningum í næsta mánuði. „Þetta var leikur. Þeir byrjuðu að eiga við verðið, þeir reyndu að láta verðið rjúka upp úr öllu valdi. Þetta var tilraun til að valda ógn,“ fullyrti Erdogan í framboðsræðu í dag. Verðið á mörkuðunum er um 50% af almennu verðlagi. Þriggja kílóa hámark er á því hvað fólk getur keypt þar. Erdogan segir að bráðum verði hrísgrjón, linsubaunir og hreingerningarvörur seldar á þessum ríkismörkuðum. Ólíklegt er sagt að markaðirnir hafi mikil áhrif á verðbólgu í landinu þar sem þeir eru bundnir við tvær stærstu borgir landsins. Þeir gætu þó lækkað verð fyrir borgarbúa í aðdraganda kosninganna. Sumir verslunarmenn þar kvarta undan því að þeir geti ekki keppt við ríkismarkaðina sem þeir segja að séu niðurgreiddir af skattgreiðendum til þess að kaupa flokki Erdogan atkvæði.
Tyrkland Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira