Tyrkneska ríkið selur grænmeti til að vinna gegn verðbólgu Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 16:52 Verð á matvælum hefur hækkað verulega í Tyrklandi. Stjórnvöld segjast berjast gegn verðbólgu með því að opna ríkismarkaði með grænmeti. Vísir/EPA Tuga prósenta verðbólga í matvöruverði varð til þess að tyrknesk stjórnvöld hafa opnað opinbera matarmarkaði þar sem grænmeti er selt beint til neytenda. Yfirvöld saka matvöruverslanir um að keyra upp verðið. Matvöruverð í Tyrklandi hækkaði um 31% í janúar miðað við sama mánuð í fyrra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orsökin er meðal annars rakin til slæmrar tíðar í landbúnaðarhéruðum í suðurhluta landsins og vaxandi launa- og flutningskostnaðar. Stjórnvöld hafa tekið verðhækkununum af hörku og hóta því að refsa þeim sem hækka verð að óþörfu. Ákveðið var að opna ríkismarkaði með grænmeti í Istanbúl og Ankara nýlega en ríkisstjórnarflokkur Recep Erdogan forseta stendur frammi fyrir sveitarstjórnarkosningum í næsta mánuði. „Þetta var leikur. Þeir byrjuðu að eiga við verðið, þeir reyndu að láta verðið rjúka upp úr öllu valdi. Þetta var tilraun til að valda ógn,“ fullyrti Erdogan í framboðsræðu í dag. Verðið á mörkuðunum er um 50% af almennu verðlagi. Þriggja kílóa hámark er á því hvað fólk getur keypt þar. Erdogan segir að bráðum verði hrísgrjón, linsubaunir og hreingerningarvörur seldar á þessum ríkismörkuðum. Ólíklegt er sagt að markaðirnir hafi mikil áhrif á verðbólgu í landinu þar sem þeir eru bundnir við tvær stærstu borgir landsins. Þeir gætu þó lækkað verð fyrir borgarbúa í aðdraganda kosninganna. Sumir verslunarmenn þar kvarta undan því að þeir geti ekki keppt við ríkismarkaðina sem þeir segja að séu niðurgreiddir af skattgreiðendum til þess að kaupa flokki Erdogan atkvæði. Tyrkland Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Tuga prósenta verðbólga í matvöruverði varð til þess að tyrknesk stjórnvöld hafa opnað opinbera matarmarkaði þar sem grænmeti er selt beint til neytenda. Yfirvöld saka matvöruverslanir um að keyra upp verðið. Matvöruverð í Tyrklandi hækkaði um 31% í janúar miðað við sama mánuð í fyrra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orsökin er meðal annars rakin til slæmrar tíðar í landbúnaðarhéruðum í suðurhluta landsins og vaxandi launa- og flutningskostnaðar. Stjórnvöld hafa tekið verðhækkununum af hörku og hóta því að refsa þeim sem hækka verð að óþörfu. Ákveðið var að opna ríkismarkaði með grænmeti í Istanbúl og Ankara nýlega en ríkisstjórnarflokkur Recep Erdogan forseta stendur frammi fyrir sveitarstjórnarkosningum í næsta mánuði. „Þetta var leikur. Þeir byrjuðu að eiga við verðið, þeir reyndu að láta verðið rjúka upp úr öllu valdi. Þetta var tilraun til að valda ógn,“ fullyrti Erdogan í framboðsræðu í dag. Verðið á mörkuðunum er um 50% af almennu verðlagi. Þriggja kílóa hámark er á því hvað fólk getur keypt þar. Erdogan segir að bráðum verði hrísgrjón, linsubaunir og hreingerningarvörur seldar á þessum ríkismörkuðum. Ólíklegt er sagt að markaðirnir hafi mikil áhrif á verðbólgu í landinu þar sem þeir eru bundnir við tvær stærstu borgir landsins. Þeir gætu þó lækkað verð fyrir borgarbúa í aðdraganda kosninganna. Sumir verslunarmenn þar kvarta undan því að þeir geti ekki keppt við ríkismarkaðina sem þeir segja að séu niðurgreiddir af skattgreiðendum til þess að kaupa flokki Erdogan atkvæði.
Tyrkland Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira