„Þessi maður verður ævinlega vinur minn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 20:00 Oddur Ingason, sem fór í hjartastopp í september í fyrra á æfingafélaga sínum Guðna Ásgeirssyni líf sitt að launa. Þeir vissu ekki þá að þeir væru æfingafélagar en eru nú hinir mestu mátar. Guðni var útnefndur skyndihjálparmaður ársins á 112 deginum sem er í dag. Oddur var úti að skokka þegar hann fékk hjartaáfall og síðan hjartastopp, Guðni var réttur maður á réttum stað þegar hann kom hjólandi að Oddi þar sem hann lá á stígnum.Sjá einnig: Bjargaði manni í hjartastoppi á hlaupastíg í Reykjavík„Hann stoppaði og kannaði strax hvernig staðan á mér var og ég andaði ekki og var blár og enginn púls og Guðni Kallar þá til hjálp og biður um að hringt sé í 112 undir eins og byrjar svo að hnoða,“ segir Oddur. Guðni hélt í fyrstu að Oddur lægi á jörðinni að gera teyjur en sá svo fljótt að ekki var allt með felldu. „Ég vissi alls ekki hvað var að, hvort að hjartað væri hætt að slá, ég fann ekki púls en ég hófst handa við að hnoða. Það er í rauninni það sem að bjargar honum líklegast, að ég brást strax við,“ útskýrir Guðni. Þeir þekktust ekki þá en komust að því síðar að þeir æfa með sama hjólreiðaklúbbi. „Ég knúsaði hann nú bara síðast á æfingu á laugardaginn þannig að við hittumst reglulega,“ segir Guðni. „Maður hefur mjög gaman að faðma þennan mann, þessi maður verður ævinlega vinur minn,“ bætir Oddur við. Fyrr í dag afhenti Rauði krossinn í Reykjavík þremur samstarfskonum Sesselju Kristinsdóttur, 28 ára starfsmaður leikskólans Vinagarðs, einnig viðurkenningu fyrir björgunarafrek þegar Sesselja fór í hjartastopp í fyrra. „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær,“ segir Sesselja.Guðni og Oddur hittast reglulega á æfingum og eru hinir mestu mátar.Vísir/Vilhelm Hjálparstarf Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Oddur Ingason, sem fór í hjartastopp í september í fyrra á æfingafélaga sínum Guðna Ásgeirssyni líf sitt að launa. Þeir vissu ekki þá að þeir væru æfingafélagar en eru nú hinir mestu mátar. Guðni var útnefndur skyndihjálparmaður ársins á 112 deginum sem er í dag. Oddur var úti að skokka þegar hann fékk hjartaáfall og síðan hjartastopp, Guðni var réttur maður á réttum stað þegar hann kom hjólandi að Oddi þar sem hann lá á stígnum.Sjá einnig: Bjargaði manni í hjartastoppi á hlaupastíg í Reykjavík„Hann stoppaði og kannaði strax hvernig staðan á mér var og ég andaði ekki og var blár og enginn púls og Guðni Kallar þá til hjálp og biður um að hringt sé í 112 undir eins og byrjar svo að hnoða,“ segir Oddur. Guðni hélt í fyrstu að Oddur lægi á jörðinni að gera teyjur en sá svo fljótt að ekki var allt með felldu. „Ég vissi alls ekki hvað var að, hvort að hjartað væri hætt að slá, ég fann ekki púls en ég hófst handa við að hnoða. Það er í rauninni það sem að bjargar honum líklegast, að ég brást strax við,“ útskýrir Guðni. Þeir þekktust ekki þá en komust að því síðar að þeir æfa með sama hjólreiðaklúbbi. „Ég knúsaði hann nú bara síðast á æfingu á laugardaginn þannig að við hittumst reglulega,“ segir Guðni. „Maður hefur mjög gaman að faðma þennan mann, þessi maður verður ævinlega vinur minn,“ bætir Oddur við. Fyrr í dag afhenti Rauði krossinn í Reykjavík þremur samstarfskonum Sesselju Kristinsdóttur, 28 ára starfsmaður leikskólans Vinagarðs, einnig viðurkenningu fyrir björgunarafrek þegar Sesselja fór í hjartastopp í fyrra. „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær,“ segir Sesselja.Guðni og Oddur hittast reglulega á æfingum og eru hinir mestu mátar.Vísir/Vilhelm
Hjálparstarf Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira