Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 10:36 Fréttamenn í þinghúsinu þyrsti í fréttir af viðræðunum frá Richard Shelby, formanni fjárlaganefndar öldungadeildarinnar. Vísir/EPA Bráðabirgðasamkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana náðu um útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur ríkisstofnana eftir föstudaginn felur í tæplega 1,4 milljarða dollara fjárveitingu til girðinga og annarra hindrana á landamærunum að Mexíkó. Það er langt undir þeim 5,7 milljörðum sem Trump forseti hefur krafist. Ekki liggur fyrir hvort að hann muni leggja blessun sína yfir samkomulagið. Viðræður flokkanna hafa staðið yfir undanfarna daga og vikur en þeim er ætlað að tryggja að alríkisstofnunum verði ekki lokað aftur þegar núverandi fjárheimildir þeirra renna út eftir föstudaginn. Um fjórðungi alríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump forseti hótaði að synja útgjaldafrumvarpi staðfestingar nema hann fengi hátt í sex milljarða í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Svo virtist sem að viðræðurnar hefðu strandað á kröfu demókrata um að takmörk yrðu sett fyrir því hversu marga innflytjendur sem eru ólöglega í Bandaríkjunum yfirvöld mega hafa í haldi. Seint í gærkvöldi tilkynntu þingmenn um að samkomulag hefði náðst í aðalatriðum.Washington Post segir að demókratar hafi fallið frá þessari kröfu sinni þó að fjöldinn verði takmarkaður við það sem núverandi fjárheimildir Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) leyfa. Flokkarnir hafi náð saman um fjárveitingu til tæplega níutíu kílómetra af nýjum girðingum á landamærunum. Trump hefur krafist fjár fyrir rúmlega 320 kílómetra af stál- og steypumúr. New York Times segir að í samkomulaginu felist einnig 1,7 milljarða dollara framlag í hert landamæraeftirlit. Vonir standi til að hægt verði að handsala samkomulagi strax í dag. „Með vofu annarrar lokunar ríkisstofnana svo nærri held ég að við höfum ekki viljað að það gerðist í kvöld,“ sagði Richard Shelby, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar.Hörð viðbrögð á hægri vængnum Bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja frumvörp sem byggja á samkomulaginu en demókratar ráða þeirri fyrrnefndu og repúblikanar þeirri síðarnefndu. Stærsti óvissuþátturinn er hvað Trump forseti gerir. Á fjöldafundi með stuðningsmönnum í El Paso í Texas í gær sagði forsetinn að landamæramúrinn yrði byggður, sama hvað gerðist. Shelby sagðist telja og vona að forsetinn myndi skrifa undir frumvörp sem byggðu á samkomulaginu. Harðlínumenn á hægri vængnum hafa þegar brugðist illa við fréttum af samkomulagi flokkanna og gagnrýnt það harðlega. Sean Hannity, þáttastjórnandi á Fox News og trúnaðarvinur Trump, lýsti samkomulaginu sem „ruslmálamiðlun“. Ákvörðun Trump um að hafna málamiðlum flokkana um útgjaldafrumvörp í desember hefur gjarnan verið rakin til andstöðu harðlínumanna, meðal annars í hægrisinnuðum sjónvarpsþáttum sem forsetinn ver löngum stundum í að horfa á. Forsetinn hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til þess að ráðstafa fjármunum til landamæramúrs án samþykkis þingsins. Demókratar hafa sagst myndu fara með slíka ákvörðun fyrir dómstóla og margir repúblikanar eru andsnúnir þess lags útspili frá forsetanum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Bráðabirgðasamkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana náðu um útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur ríkisstofnana eftir föstudaginn felur í tæplega 1,4 milljarða dollara fjárveitingu til girðinga og annarra hindrana á landamærunum að Mexíkó. Það er langt undir þeim 5,7 milljörðum sem Trump forseti hefur krafist. Ekki liggur fyrir hvort að hann muni leggja blessun sína yfir samkomulagið. Viðræður flokkanna hafa staðið yfir undanfarna daga og vikur en þeim er ætlað að tryggja að alríkisstofnunum verði ekki lokað aftur þegar núverandi fjárheimildir þeirra renna út eftir föstudaginn. Um fjórðungi alríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump forseti hótaði að synja útgjaldafrumvarpi staðfestingar nema hann fengi hátt í sex milljarða í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Svo virtist sem að viðræðurnar hefðu strandað á kröfu demókrata um að takmörk yrðu sett fyrir því hversu marga innflytjendur sem eru ólöglega í Bandaríkjunum yfirvöld mega hafa í haldi. Seint í gærkvöldi tilkynntu þingmenn um að samkomulag hefði náðst í aðalatriðum.Washington Post segir að demókratar hafi fallið frá þessari kröfu sinni þó að fjöldinn verði takmarkaður við það sem núverandi fjárheimildir Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) leyfa. Flokkarnir hafi náð saman um fjárveitingu til tæplega níutíu kílómetra af nýjum girðingum á landamærunum. Trump hefur krafist fjár fyrir rúmlega 320 kílómetra af stál- og steypumúr. New York Times segir að í samkomulaginu felist einnig 1,7 milljarða dollara framlag í hert landamæraeftirlit. Vonir standi til að hægt verði að handsala samkomulagi strax í dag. „Með vofu annarrar lokunar ríkisstofnana svo nærri held ég að við höfum ekki viljað að það gerðist í kvöld,“ sagði Richard Shelby, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar.Hörð viðbrögð á hægri vængnum Bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja frumvörp sem byggja á samkomulaginu en demókratar ráða þeirri fyrrnefndu og repúblikanar þeirri síðarnefndu. Stærsti óvissuþátturinn er hvað Trump forseti gerir. Á fjöldafundi með stuðningsmönnum í El Paso í Texas í gær sagði forsetinn að landamæramúrinn yrði byggður, sama hvað gerðist. Shelby sagðist telja og vona að forsetinn myndi skrifa undir frumvörp sem byggðu á samkomulaginu. Harðlínumenn á hægri vængnum hafa þegar brugðist illa við fréttum af samkomulagi flokkanna og gagnrýnt það harðlega. Sean Hannity, þáttastjórnandi á Fox News og trúnaðarvinur Trump, lýsti samkomulaginu sem „ruslmálamiðlun“. Ákvörðun Trump um að hafna málamiðlum flokkana um útgjaldafrumvörp í desember hefur gjarnan verið rakin til andstöðu harðlínumanna, meðal annars í hægrisinnuðum sjónvarpsþáttum sem forsetinn ver löngum stundum í að horfa á. Forsetinn hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til þess að ráðstafa fjármunum til landamæramúrs án samþykkis þingsins. Demókratar hafa sagst myndu fara með slíka ákvörðun fyrir dómstóla og margir repúblikanar eru andsnúnir þess lags útspili frá forsetanum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01
Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30