Krafðist bóta vegna minni flugvélar en gert var ráð fyrir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2019 11:45 Maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir óþægindum sem farþegi Icelandair. Vísir/vilhelm Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu manns sem krafðist bóta vegna þess að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var á flugmiða mannsins er hann ferðaðist með flugfélaginu. Stofnunin segir að maðurinn verði að leita réttar síns á öðrum vettvangi.Maðurinn átti bókað flug með Icelandair frá Dublin til Keflavíkur og þaðan til Seattle síðastliðið sumar. Sagðist hann hafa orðið fyrir „margvíslegum truflunum“ í ferðunum tveimur með flugfélaginu en kvörtun hans til Samgöngustöfu snerist um tegund flugvéla sem notuð var til flugsins.Kvartaði maðurinn undan því að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var þegar maðurinn keypti flugmiðana. Varð það til þess að sæti hans og ferðafélaga mannsins hafi færst úr því að vera gluggasæti og gangsæti yfir í gluggasæti og miðjusæti innan sama farrýmis.Taldi maðurinn truflunina hafa verið án fyrirvara og ónauðsynlega og krafðist hann bóta á grundvelli reglugerðar ESB.Hafði fengið 30 þúsund vildarpunkta frá Icelandair vegna óþæginda Í svari Icelandair til Samgöngustofu segir að flugfélagið hafi þegar látið manninum 30 þúsund vildarpunkta í té vegna þeirra óþæginda sem hann varð fyrir er hann flaug með flugfélaginu. Ekki stæði til að aðhafast meira í málinu þar sem það væri mat Icelandair að reglugerðin sem maðurinn vísaði til í kvörtuninni ætti ekki við þau atvik sem maðurinn kvartaði undan.Þá hafi færslan á sætum mannsins og ferðafélaga hans ekki falið í sér niðurfærslu á farrými þar sem að staðsetning sætanna í minni flugvélunum hafi verið innan sama farrýmis og sætin sem maðurinn gerði ráð fyrir að sitja í.Samgöngustofa tók undir með Icelandair að kvörtun mannsins hafi ekki fallið undir gildissvið reglugerðarinnar og því ekki á hendi Samgöngustofu að taka ákvörðun í slíkum málum. Maðurinn yrði að leita réttar síns á öðrum vettvangi og var kröfu mannsins því hafnað. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu manns sem krafðist bóta vegna þess að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var á flugmiða mannsins er hann ferðaðist með flugfélaginu. Stofnunin segir að maðurinn verði að leita réttar síns á öðrum vettvangi.Maðurinn átti bókað flug með Icelandair frá Dublin til Keflavíkur og þaðan til Seattle síðastliðið sumar. Sagðist hann hafa orðið fyrir „margvíslegum truflunum“ í ferðunum tveimur með flugfélaginu en kvörtun hans til Samgöngustöfu snerist um tegund flugvéla sem notuð var til flugsins.Kvartaði maðurinn undan því að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var þegar maðurinn keypti flugmiðana. Varð það til þess að sæti hans og ferðafélaga mannsins hafi færst úr því að vera gluggasæti og gangsæti yfir í gluggasæti og miðjusæti innan sama farrýmis.Taldi maðurinn truflunina hafa verið án fyrirvara og ónauðsynlega og krafðist hann bóta á grundvelli reglugerðar ESB.Hafði fengið 30 þúsund vildarpunkta frá Icelandair vegna óþæginda Í svari Icelandair til Samgöngustofu segir að flugfélagið hafi þegar látið manninum 30 þúsund vildarpunkta í té vegna þeirra óþæginda sem hann varð fyrir er hann flaug með flugfélaginu. Ekki stæði til að aðhafast meira í málinu þar sem það væri mat Icelandair að reglugerðin sem maðurinn vísaði til í kvörtuninni ætti ekki við þau atvik sem maðurinn kvartaði undan.Þá hafi færslan á sætum mannsins og ferðafélaga hans ekki falið í sér niðurfærslu á farrými þar sem að staðsetning sætanna í minni flugvélunum hafi verið innan sama farrýmis og sætin sem maðurinn gerði ráð fyrir að sitja í.Samgöngustofa tók undir með Icelandair að kvörtun mannsins hafi ekki fallið undir gildissvið reglugerðarinnar og því ekki á hendi Samgöngustofu að taka ákvörðun í slíkum málum. Maðurinn yrði að leita réttar síns á öðrum vettvangi og var kröfu mannsins því hafnað.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira