Fyrrverandi ráðgjafi stefnir Bandaríkjaforseta vegna árása eftir bókarskrif Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 12:05 Sims (t.v.) í spjallþætti Stephens Colbert þegar hann kynnti bók sína Nöðruliðið í lok janúar. Vísir/Getty Cliff Sims, fyrrrverandi starfsmaður á samskiptasviði Hvíta hússins, hefur stefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir hafa notað forsetaframboð sitt til þess að reyna að refsa honum fyrir bók með vandræðalegum uppljóstrunum um lífið í Hvíta húsinu. Lögmenn framboðs Trump halda því fram að Sims hafi brotið gegn þagnarskyldu sem hann gekkst undir sem starfsmaður þess með bókinni „Nöðruliðið“ sem kom út á dögunum. Bókin fjallaði um reynslu Sims í Hvíta húsinu. Trump lýsti Sims sem „lágt settum starfsmanni sem ég þekkti varla“ og „framagosa“. Stefna Sims beinist að Trump í opinberu embætti sínu sem forseti, að sögn Washington Post. Mark Zaid, lögmaður Sims, segir að framboðið sé að reyna að nota þagnarsamninginn við framboðið til að refsa honum fyrir að ræða um tímann í Hvíta húsinu. Trump er sakaður um að láta framboðið ganga í stað alríkisstjórnarinnar á ólögmætan hátt til að reyna að þagga niður í Sims og svipta hann stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi. Ríkisstjórn Trump sé þannig að nota einkaaðila til þess að refsa fyrrverandi alríkisstarfsmanni fyrir að upplýsa um hluti sem leynd ríkti ekki yfir í Hvíta húsinu.Ólíklegt að hægt verði að framfylgja þagnarsamningum í Hvíta húsinu Áður hefur verið greint frá því að Trump hafi látið starfsmenn Hvíta hússins skrifa undir þagnarsamninga um að greina ekki frá því sem þeir verða áskynja þar. Verulegur vafi eru sagður leika á hvort að slíkir samningar gætu haft lagalegt gildi fyrir opinbera starfsmenn. Sims segist ekki muna hvort hann skrifaði undir slíkan samning þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu en hann gangi út frá því að svo hafi verið. New York Times segir að í stefnunni komi fram að Trump virðist aðeins framfylgja þagnarsamningunum í sumum tilfellum. Þannig hafi hann ekki gert athugasemdir við bækur þriggja fyrrverandi starfsmanna sem fóru lofsamlegum orðum um hann. Bók Sims dró upp svipaða mynd af glundroða innan veggja Hvíta hússins og hefur birst í fréttum bandarískra fjölmiðla undanfarin ár. Rekur hans deilur og bellibrögð starfsmanna Hvíta hússins, meðal annars gegn hver öðrum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn helsti ráðgjafi Trump vill ekki sjá fleiri flóttamenn Ræðuhöfundur Trump forseta er sagður hafa sagst verða hamingjusamur ef enginn flóttamaður stigi fæti á bandaríska jörð nokkru sinni aftur. 28. janúar 2019 16:09 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Cliff Sims, fyrrrverandi starfsmaður á samskiptasviði Hvíta hússins, hefur stefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir hafa notað forsetaframboð sitt til þess að reyna að refsa honum fyrir bók með vandræðalegum uppljóstrunum um lífið í Hvíta húsinu. Lögmenn framboðs Trump halda því fram að Sims hafi brotið gegn þagnarskyldu sem hann gekkst undir sem starfsmaður þess með bókinni „Nöðruliðið“ sem kom út á dögunum. Bókin fjallaði um reynslu Sims í Hvíta húsinu. Trump lýsti Sims sem „lágt settum starfsmanni sem ég þekkti varla“ og „framagosa“. Stefna Sims beinist að Trump í opinberu embætti sínu sem forseti, að sögn Washington Post. Mark Zaid, lögmaður Sims, segir að framboðið sé að reyna að nota þagnarsamninginn við framboðið til að refsa honum fyrir að ræða um tímann í Hvíta húsinu. Trump er sakaður um að láta framboðið ganga í stað alríkisstjórnarinnar á ólögmætan hátt til að reyna að þagga niður í Sims og svipta hann stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi. Ríkisstjórn Trump sé þannig að nota einkaaðila til þess að refsa fyrrverandi alríkisstarfsmanni fyrir að upplýsa um hluti sem leynd ríkti ekki yfir í Hvíta húsinu.Ólíklegt að hægt verði að framfylgja þagnarsamningum í Hvíta húsinu Áður hefur verið greint frá því að Trump hafi látið starfsmenn Hvíta hússins skrifa undir þagnarsamninga um að greina ekki frá því sem þeir verða áskynja þar. Verulegur vafi eru sagður leika á hvort að slíkir samningar gætu haft lagalegt gildi fyrir opinbera starfsmenn. Sims segist ekki muna hvort hann skrifaði undir slíkan samning þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu en hann gangi út frá því að svo hafi verið. New York Times segir að í stefnunni komi fram að Trump virðist aðeins framfylgja þagnarsamningunum í sumum tilfellum. Þannig hafi hann ekki gert athugasemdir við bækur þriggja fyrrverandi starfsmanna sem fóru lofsamlegum orðum um hann. Bók Sims dró upp svipaða mynd af glundroða innan veggja Hvíta hússins og hefur birst í fréttum bandarískra fjölmiðla undanfarin ár. Rekur hans deilur og bellibrögð starfsmanna Hvíta hússins, meðal annars gegn hver öðrum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn helsti ráðgjafi Trump vill ekki sjá fleiri flóttamenn Ræðuhöfundur Trump forseta er sagður hafa sagst verða hamingjusamur ef enginn flóttamaður stigi fæti á bandaríska jörð nokkru sinni aftur. 28. janúar 2019 16:09 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Einn helsti ráðgjafi Trump vill ekki sjá fleiri flóttamenn Ræðuhöfundur Trump forseta er sagður hafa sagst verða hamingjusamur ef enginn flóttamaður stigi fæti á bandaríska jörð nokkru sinni aftur. 28. janúar 2019 16:09