Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 16:40 Trump notaði lokun alríkisstofnana til að reyna að knýja á um fjárveitingu til landamæramúrs en án árangurs. Spurning er nú hvort hann vilji leggja í aðra atrennu óvinsælla lokana til að ná helsta kosningaloforði sínu. Vísir/EPA Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi enn ekki gert upp hug sinn til samkomulags sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð til að koma í veg fyrir að alríkisstofnunum verði lokað aftur eftir föstudaginn. Samkomulagið felur ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump lokaði stofnunum til að knýja á um. Fjárheimildir hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna renna út eftir föstudaginn 15. febrúar. Um fjórðungi ríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn útgjaldafrumvörpum sem þingið hafði náð saman vegna kröfu hans um 5,7 milljarða dollara til framkvæmda við múr á landamærunum að Mexíkó. Samkomulagið sem flokkarnir náðu í gærkvöldi felur í sér um 1,4 milljarða framlag til nýrra girðinga og hindrana á landamærunum, fjarri þeirri upphæð sem Trump vill í múrinn. Það myndi hins vegar fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem endar 30. september.Reuters-fréttastofan hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Trump hafi enn ekki ákveðið hvort að hann leggi blessun sína yfir samkomulagið. Mánaðarlöngu lokuninni lauk í síðasta mánuði þegar Trump lét undan og samþykkti bráðabirgðafrumvarp um fjármögnunum stofnananna til 15. febrúar. Skoðanakannanir hafa bent til þess að almenningur kenni forsetanum helst um lokunina í síðasta mánuði. Margir repúblikanar eru sagðir ólmir að forðast það að til annarrar lokunar komi vegna kröfu forsetans um landamæramúr. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi enn ekki gert upp hug sinn til samkomulags sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð til að koma í veg fyrir að alríkisstofnunum verði lokað aftur eftir föstudaginn. Samkomulagið felur ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump lokaði stofnunum til að knýja á um. Fjárheimildir hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna renna út eftir föstudaginn 15. febrúar. Um fjórðungi ríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn útgjaldafrumvörpum sem þingið hafði náð saman vegna kröfu hans um 5,7 milljarða dollara til framkvæmda við múr á landamærunum að Mexíkó. Samkomulagið sem flokkarnir náðu í gærkvöldi felur í sér um 1,4 milljarða framlag til nýrra girðinga og hindrana á landamærunum, fjarri þeirri upphæð sem Trump vill í múrinn. Það myndi hins vegar fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem endar 30. september.Reuters-fréttastofan hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Trump hafi enn ekki ákveðið hvort að hann leggi blessun sína yfir samkomulagið. Mánaðarlöngu lokuninni lauk í síðasta mánuði þegar Trump lét undan og samþykkti bráðabirgðafrumvarp um fjármögnunum stofnananna til 15. febrúar. Skoðanakannanir hafa bent til þess að almenningur kenni forsetanum helst um lokunina í síðasta mánuði. Margir repúblikanar eru sagðir ólmir að forðast það að til annarrar lokunar komi vegna kröfu forsetans um landamæramúr.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01
Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36