Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 17:27 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur sent stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu bréf þar sem óskað er eftir því að þær greini fjármála-og efnahagsráðuneytinu frá því hvernig stjórnarmenn hafa brugðist við tilmælum ráðuneytisins um að gæta varkárni við launaákvarðanir. Bjarni fer þess á leit við stjórnirnar að þær svari innan við viku. Fjármála-og efnahagsráðuneytið sendi stofnunum þessi tilmæli í janúar árið 2017, sem síðar voru ítrekuð, um að gæta varkárni við launaákvarðanir og forðast að ráðast í miklar launabreytingar á stuttu tímabili, meðal annars með tilvísun til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði.Hluti stjórna hafi ekki farið eftir tilmælum ráðuneytisins Bréfið sem fjármálaráðherra sendi stjórnum fyrirtækja nýverið kemur fram að upplýsingar um þróun launakjara framkvæmdastjóra ýmissa félaga í eigu ríkisins bendi eindregið til þess að ekki hafi í öllum tilfellum farið eftir tilmælunum. „Svo virðist sem hluti stjórna hafi ekki tekið tillit til tilmæla ráðuneytisins um að ekki verði ákvarðað miklar launabreytingar á stuttu tímabili og að launastefna endurspegli ekki aðeins samkeppnishæfni heldur einnig hófsemi og að varfærni sé gætt í launaþróun. Sé sú raunin má ætla að gengið hafi verið á svig við ákvæði eigendastefnu,“ segir í bréfinu. Ráðherra fer fram á að stjórnir og Bankasýsla ríkisins upplýsi ráðuneytið um það hvernig brugðist hafi verið við tilmælum í bréfi ráðuneytisins frá ársbyrjun 2017. „Athygli Bankasýslu ríkisins er vakin á því að tilmælin eiga einnig við um Íslandsbanka og skal þá gerð grein fyrir með hvaða hætti ákvarðanir um laun bankastjóra tóku mið af úrskurði kjararáðs […] sem skilgreindi sambærileg viðmið um launasetningu bankastjórans og giltu um laun annarra framkvæmdastjóra félaga, þó að úrskurðurinn hafi ekki komið til framkvæmda fyrir ofangreinda lagabreytingu. Þá er óskað eftir því að Bankasýsla upplýsi hvort og með hvaða hætti starfskjarastefna Íslandsbanka tók breytingum þegar eignarhald bankans færðist frá einkaaðilum og til ríkisins,“ segir í bréfinu. Vildi ekki segja hvers vegna þeir kröfðust ekki svara fyrr Aðspurður sagði Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um af hverju slíkar fyrirspurnir hefði ekki verið sendar fyrr til ríkisbankanna en Bankasýsla ríkisins fer með eignahlut ríkisins í bönkunum. Landsbankinn að mestu verið í eigu ríkisins frá árinu 2009 en ríkið eignaðist Íslandsbanka haustið 2015. Launakjör bankastjóra ríkisbankanna hafa legið fyrir til lengri tíma. Hægt að nálgast launakjörin í ársreikningi bankanna hverju sinni. Sjá nánar: Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Hér er hægt að lesa tilmæli fjármála-og efnahagsráðuneytisins frá ársbyrjun 2017. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. 6. febrúar 2019 14:19 Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 12. febrúar 2019 16:42 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur sent stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu bréf þar sem óskað er eftir því að þær greini fjármála-og efnahagsráðuneytinu frá því hvernig stjórnarmenn hafa brugðist við tilmælum ráðuneytisins um að gæta varkárni við launaákvarðanir. Bjarni fer þess á leit við stjórnirnar að þær svari innan við viku. Fjármála-og efnahagsráðuneytið sendi stofnunum þessi tilmæli í janúar árið 2017, sem síðar voru ítrekuð, um að gæta varkárni við launaákvarðanir og forðast að ráðast í miklar launabreytingar á stuttu tímabili, meðal annars með tilvísun til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði.Hluti stjórna hafi ekki farið eftir tilmælum ráðuneytisins Bréfið sem fjármálaráðherra sendi stjórnum fyrirtækja nýverið kemur fram að upplýsingar um þróun launakjara framkvæmdastjóra ýmissa félaga í eigu ríkisins bendi eindregið til þess að ekki hafi í öllum tilfellum farið eftir tilmælunum. „Svo virðist sem hluti stjórna hafi ekki tekið tillit til tilmæla ráðuneytisins um að ekki verði ákvarðað miklar launabreytingar á stuttu tímabili og að launastefna endurspegli ekki aðeins samkeppnishæfni heldur einnig hófsemi og að varfærni sé gætt í launaþróun. Sé sú raunin má ætla að gengið hafi verið á svig við ákvæði eigendastefnu,“ segir í bréfinu. Ráðherra fer fram á að stjórnir og Bankasýsla ríkisins upplýsi ráðuneytið um það hvernig brugðist hafi verið við tilmælum í bréfi ráðuneytisins frá ársbyrjun 2017. „Athygli Bankasýslu ríkisins er vakin á því að tilmælin eiga einnig við um Íslandsbanka og skal þá gerð grein fyrir með hvaða hætti ákvarðanir um laun bankastjóra tóku mið af úrskurði kjararáðs […] sem skilgreindi sambærileg viðmið um launasetningu bankastjórans og giltu um laun annarra framkvæmdastjóra félaga, þó að úrskurðurinn hafi ekki komið til framkvæmda fyrir ofangreinda lagabreytingu. Þá er óskað eftir því að Bankasýsla upplýsi hvort og með hvaða hætti starfskjarastefna Íslandsbanka tók breytingum þegar eignarhald bankans færðist frá einkaaðilum og til ríkisins,“ segir í bréfinu. Vildi ekki segja hvers vegna þeir kröfðust ekki svara fyrr Aðspurður sagði Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um af hverju slíkar fyrirspurnir hefði ekki verið sendar fyrr til ríkisbankanna en Bankasýsla ríkisins fer með eignahlut ríkisins í bönkunum. Landsbankinn að mestu verið í eigu ríkisins frá árinu 2009 en ríkið eignaðist Íslandsbanka haustið 2015. Launakjör bankastjóra ríkisbankanna hafa legið fyrir til lengri tíma. Hægt að nálgast launakjörin í ársreikningi bankanna hverju sinni. Sjá nánar: Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Hér er hægt að lesa tilmæli fjármála-og efnahagsráðuneytisins frá ársbyrjun 2017.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. 6. febrúar 2019 14:19 Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 12. febrúar 2019 16:42 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28
Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. 6. febrúar 2019 14:19
Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 12. febrúar 2019 16:42
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47
Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi 11. febrúar 2019 06:15