Engin ein ákveðin einkenni hjá þeim sem stunda mansal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2019 12:29 Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá Lögreglunni á Suðurnesjum segir mikið um mansal hér á landi. Fréttablaðið/Ernir Mansal er mikið hér á landi að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur yfirlögfræðings hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mest sé hætta á mansali þar sem vöntun er á vinnuafli. Hún telur þörf á að færa löggjöf um mansal hér á landi nær evrópskum stöðlum þar sem það nær yfir víðtækari misnotkun á fólki. Hún segir birtingamyndir mansals margvíslegar og því geti verið erfitt að þekkja einkenni þess. Vinnuánauð og kynlífsþrælkun hafa færst í vöxt og eru gríðarlega arðbær glæpastarfsemi sem oft er stýrt af áhrifamiklum glæpasamtökum. „Það er mikið um mansal hér á landi og um misnotkun á vinnuafli og fólki í krafti valds. Það er fullt af fólki sem kemur hingað í leit að betra lífi og er í viðkæmri stöðu þegar kemur að mansali,“ segir Alda. Alda segir marga stunda mansal og mikilvægt að eyða staðaímyndum þegar kemur að því. „Það eru engin ein ákveðin einkenni á þeim sem stunda mansal. Þetta er alls konar fólk, úr öllum geirum,“ segir Alda. Hún segir hins vegar oft meiri hættu á mansali í störfum þar sem skortur er á vinnuafli. „Það er til að mynda í þjónustugeiranum, byggingargeiranum, við þrif og í öðrum láglaunastörfum. Þarna eru áhættuhóparnir,“ segir hún. Einkenni mansal eru af ýmsum toga og útvíkka þurfi viðmið um það hér á landi. „Samkvæmt evrópskum stöðlum og skilgreiningum þá er mansal skilgreint í skipulagðri brotastarfsemi, betli, nauðungarvinnu og svo framvegis. Við þurfum að breyta og bæta viðmið hér á landi til samræmis við þetta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Mansal er mikið hér á landi að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur yfirlögfræðings hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mest sé hætta á mansali þar sem vöntun er á vinnuafli. Hún telur þörf á að færa löggjöf um mansal hér á landi nær evrópskum stöðlum þar sem það nær yfir víðtækari misnotkun á fólki. Hún segir birtingamyndir mansals margvíslegar og því geti verið erfitt að þekkja einkenni þess. Vinnuánauð og kynlífsþrælkun hafa færst í vöxt og eru gríðarlega arðbær glæpastarfsemi sem oft er stýrt af áhrifamiklum glæpasamtökum. „Það er mikið um mansal hér á landi og um misnotkun á vinnuafli og fólki í krafti valds. Það er fullt af fólki sem kemur hingað í leit að betra lífi og er í viðkæmri stöðu þegar kemur að mansali,“ segir Alda. Alda segir marga stunda mansal og mikilvægt að eyða staðaímyndum þegar kemur að því. „Það eru engin ein ákveðin einkenni á þeim sem stunda mansal. Þetta er alls konar fólk, úr öllum geirum,“ segir Alda. Hún segir hins vegar oft meiri hættu á mansali í störfum þar sem skortur er á vinnuafli. „Það er til að mynda í þjónustugeiranum, byggingargeiranum, við þrif og í öðrum láglaunastörfum. Þarna eru áhættuhóparnir,“ segir hún. Einkenni mansal eru af ýmsum toga og útvíkka þurfi viðmið um það hér á landi. „Samkvæmt evrópskum stöðlum og skilgreiningum þá er mansal skilgreint í skipulagðri brotastarfsemi, betli, nauðungarvinnu og svo framvegis. Við þurfum að breyta og bæta viðmið hér á landi til samræmis við þetta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir.
Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira