Brúum bilið Björg Valgeirsdóttir skrifar 13. febrúar 2019 14:39 Elsku drengurinn minn er búinn að ná eftirlitslausa aldrinum, heilum 9 mánuðum! Núna getur hann verið einn heima á meðan við foreldrarnir erum í vinnunni. Húrra fyrir honum! Eða hvað? Núna þegar við foreldrar hans höfum ráðstafað orlofsréttindum, til skertra tekna úr fæðingarorlofssjóði í jafn langan tíma og hann hefur lifað, erum við bæði á vinnumarkaði, en enga daggæslu að fá. Drengurinn minn er fæddur 30. apríl 2018 og svörin sem við höfum fengið frá Reykjavíkurborg eru þau að aðeins börn fædd í janúar og febrúar sama ár fái pláss á leikskóla í haust. Okkur hefur verið ráðlagt að sækja um á einkareknum leikskólum og hjá dagforeldrum. Við framangreint eru nokkrar athugasemdir gerðar: 1) Við erum búin að sækja um hjá öllum einkareknu leikskólunum í borginni, með og án ungbarnadeilda, og þar er hann á biðlista. Öllum stjórnendum þar ber saman um að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust. 2) Við erum búin að sækja um hjá öllum þeim dagforeldrum í borginni sem okkur hefur tekist að fá meðmæli um og eða getum hugsað okkur að láta hann dvelja hjá í 8 klukkustundir á dag. Alls staðar er hann á biðlista og allir hafa svarað okkur þannig að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust nema eitthvað óvænt komi upp á. 3) Við erum NÚNA byrjuð að vinna. Svör um komandi haust gera því ekkert fyrir okkur Í DAG. Hið sama gildir um fyrirheit til fjarlægrar framtíðar. 4) Takk mamma, þú ert best. Takk skilningsríku vinnuveitendur mínir, fyrir að láta mig vita að það verði fundið út úr því hvað við gerum dagana sem mamma getur ekki passað, það veitir mér hugarró. 5) Það er ekkert sanngjarnt við það að mamma sé bundin heima yfir mínu ungviði, á vinnutíma, velflesta virka daga. Eldri kona sem hefur skilað sinni pligt til samfélagsins á að fá að njóta þess að vera ekki í vinnu. Það er heldur ekki sanngjarnt að við foreldrar hans séum sakbitin yfir því alla virka daga að mamma sé orðin þreytt eða hún sé of bundin heima á okkar vinnutíma, þó við vitum hve mikið hún dýrkar barnið. 6) Við borgum okkar skatta og gjöld eins og allir aðrir löghlýðnir borgarar. 7) Við fáum engin gagnleg svör frá Reykjavík, sem ekkert hefur gert til að bæta stöðuna undanfarin kjörtímabil. Staðan hefur raunar versnað umtalsvert eins og málin horfa við okkur, sem vorum einnig með aprílbarn fyrir tæpum 5 árum, þá komið í daggæslu á sama árstíma. 8) Ríkið kemur ekki til móts við okkur með frekari greiðslum úr fæðingarorlofssjóði vegna stöðunnar. 9) Reykjavík lofar engu fyrir barnið mitt fyrr en það verður 18 mánaða hið minnsta. Hvað eigum við að gera á meðan? Það eru 9 mánuðir sem við þurfum að brúa hér. 10) Ef fer sem horfir kemst hann raunar ekki á leikskóla fyrr en hann verður 28 mánaða, haustið 2020, rétt eins og systir hans haustið 2015. 11) Ég sé ekki eftir örðu af fjármunum sem ég ýmist hef horft á eftir vegna tekjuskerðingar í fæðingarorlofum, hef greitt eða mun greiða fyrir elskulegu börnin mín sem ég unni svo heitt. Hins vegar spyr ég mig hvort það sé sanngjarnt, ef fer sem horfir, að við foreldrar Fróða greiðum í 10 mánuði lengur, mun hærri gjöld vegna daggæslu hjá dagforeldri, en barn sem fæddist í febrúar 2018 og kemst að í leikskóla í haust. Í því felst mismunun. Á hverju ári verður veturinn að vori og það er jafnvíst að þessi umræða foreldra ungra barna án dagvistunar verður hávær á sama tíma. Þeir sem taka þátt í henni eru foreldrar sem horfa fram á vandann eða eru í vanda og þeir sem ættu að grípa hana á lofti spá þá aðeins fyrir um framtíðina. Umræðan fellur því jafnóðum eins og lauf að hausti, án þess að nokkuð breytist, enda er þessi þrýstihópur síbreytilegur. Þeir sem ættu þá að ráðast í lausnir virðast hins vegar njóta þess hve þögnin er þeim ljúf. Alveg fram á næsta vor. Að endingu bið ég um áheyrn og spyr hvað sé til ráða. Hvað megi gera NÚNA til að bregðast við úrræðaleysi fyrir börn á aldrinum 9-18 mánaða í Reykjavíkurborg sem eru NÚNA ekki með daggæslu en foreldra sem eru eða vilja geta verið á vinnumarkaði?#brúumbilið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Elsku drengurinn minn er búinn að ná eftirlitslausa aldrinum, heilum 9 mánuðum! Núna getur hann verið einn heima á meðan við foreldrarnir erum í vinnunni. Húrra fyrir honum! Eða hvað? Núna þegar við foreldrar hans höfum ráðstafað orlofsréttindum, til skertra tekna úr fæðingarorlofssjóði í jafn langan tíma og hann hefur lifað, erum við bæði á vinnumarkaði, en enga daggæslu að fá. Drengurinn minn er fæddur 30. apríl 2018 og svörin sem við höfum fengið frá Reykjavíkurborg eru þau að aðeins börn fædd í janúar og febrúar sama ár fái pláss á leikskóla í haust. Okkur hefur verið ráðlagt að sækja um á einkareknum leikskólum og hjá dagforeldrum. Við framangreint eru nokkrar athugasemdir gerðar: 1) Við erum búin að sækja um hjá öllum einkareknu leikskólunum í borginni, með og án ungbarnadeilda, og þar er hann á biðlista. Öllum stjórnendum þar ber saman um að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust. 2) Við erum búin að sækja um hjá öllum þeim dagforeldrum í borginni sem okkur hefur tekist að fá meðmæli um og eða getum hugsað okkur að láta hann dvelja hjá í 8 klukkustundir á dag. Alls staðar er hann á biðlista og allir hafa svarað okkur þannig að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust nema eitthvað óvænt komi upp á. 3) Við erum NÚNA byrjuð að vinna. Svör um komandi haust gera því ekkert fyrir okkur Í DAG. Hið sama gildir um fyrirheit til fjarlægrar framtíðar. 4) Takk mamma, þú ert best. Takk skilningsríku vinnuveitendur mínir, fyrir að láta mig vita að það verði fundið út úr því hvað við gerum dagana sem mamma getur ekki passað, það veitir mér hugarró. 5) Það er ekkert sanngjarnt við það að mamma sé bundin heima yfir mínu ungviði, á vinnutíma, velflesta virka daga. Eldri kona sem hefur skilað sinni pligt til samfélagsins á að fá að njóta þess að vera ekki í vinnu. Það er heldur ekki sanngjarnt að við foreldrar hans séum sakbitin yfir því alla virka daga að mamma sé orðin þreytt eða hún sé of bundin heima á okkar vinnutíma, þó við vitum hve mikið hún dýrkar barnið. 6) Við borgum okkar skatta og gjöld eins og allir aðrir löghlýðnir borgarar. 7) Við fáum engin gagnleg svör frá Reykjavík, sem ekkert hefur gert til að bæta stöðuna undanfarin kjörtímabil. Staðan hefur raunar versnað umtalsvert eins og málin horfa við okkur, sem vorum einnig með aprílbarn fyrir tæpum 5 árum, þá komið í daggæslu á sama árstíma. 8) Ríkið kemur ekki til móts við okkur með frekari greiðslum úr fæðingarorlofssjóði vegna stöðunnar. 9) Reykjavík lofar engu fyrir barnið mitt fyrr en það verður 18 mánaða hið minnsta. Hvað eigum við að gera á meðan? Það eru 9 mánuðir sem við þurfum að brúa hér. 10) Ef fer sem horfir kemst hann raunar ekki á leikskóla fyrr en hann verður 28 mánaða, haustið 2020, rétt eins og systir hans haustið 2015. 11) Ég sé ekki eftir örðu af fjármunum sem ég ýmist hef horft á eftir vegna tekjuskerðingar í fæðingarorlofum, hef greitt eða mun greiða fyrir elskulegu börnin mín sem ég unni svo heitt. Hins vegar spyr ég mig hvort það sé sanngjarnt, ef fer sem horfir, að við foreldrar Fróða greiðum í 10 mánuði lengur, mun hærri gjöld vegna daggæslu hjá dagforeldri, en barn sem fæddist í febrúar 2018 og kemst að í leikskóla í haust. Í því felst mismunun. Á hverju ári verður veturinn að vori og það er jafnvíst að þessi umræða foreldra ungra barna án dagvistunar verður hávær á sama tíma. Þeir sem taka þátt í henni eru foreldrar sem horfa fram á vandann eða eru í vanda og þeir sem ættu að grípa hana á lofti spá þá aðeins fyrir um framtíðina. Umræðan fellur því jafnóðum eins og lauf að hausti, án þess að nokkuð breytist, enda er þessi þrýstihópur síbreytilegur. Þeir sem ættu þá að ráðast í lausnir virðast hins vegar njóta þess hve þögnin er þeim ljúf. Alveg fram á næsta vor. Að endingu bið ég um áheyrn og spyr hvað sé til ráða. Hvað megi gera NÚNA til að bregðast við úrræðaleysi fyrir börn á aldrinum 9-18 mánaða í Reykjavíkurborg sem eru NÚNA ekki með daggæslu en foreldra sem eru eða vilja geta verið á vinnumarkaði?#brúumbilið
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun