Hagnaður Arion dróst saman um tæpan helming á milli ára Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 17:56 Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hagnaður Arion banka dróst saman um um 45,8 prósent á milli áranna 2018 og 2017. Í lok síðasta árs var hagnaður samstæðu Arion banka 7,8 milljarðar króna en 2017 var hann 14,4 milljarðar. Arðsemi 2018 var 3,7 prósent en árið 2017 var hún 6,6 prósent. Stjórn Arion leggur til að 10 milljarða króna arður verði greiddur sem samsvari fimm krónum á hlut. Í tilkynningu segir að arðgreiðslan sé liður í áframhaldandi hagræðingu á samsetningu eigin fjár bankans. Á síðasta ársfjórðungi 2018 var hagnaður Arion 1,6 milljarður króna, samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnaðs árið 2017. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir afkomuna á fjórða ársfjórðungi og 2018 í heild hafa verið undir væntingum. „Við sjáum hins vegar jákvæða þróun í grunnstarfsemi bankans og það er ánægjulegt að sjá að vaxtamunur hækkar á fjórða ársfjórðungi í samræmi við markmið okkar. Erfiðar aðstæður á hluta- og skuldabréfamörkuðum og ekki síst hræringar í flugrekstri settu mark sitt á starfsemina, bæði á fjórðungnum og á árinu í heild,“ segir Höskuldur. „Eitt helsta verkefni þessa árs verður að auka arðsemi í rekstri bankans og hafa ýmis verkefni verðið sett í gang með það að markmiði. Það er engu síður ljóst að það er erfitt verkefni að ná viðunandi arðsemi án umtalsverðra hækkana á útlánavöxtum þegar ríkisvaldið viðheldur ofursköttum á bankakerfið og eftirlitsaðilar bæta við eiginfjárkröfum og öðrum álögum.“ Heildareignir Arion banka námu 1.164,3 milljörðum króna í árslok 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017. Eigið fé hluthafa bankans nam 200,9 milljörðum samanborið við 225,7 milljarða í árslok 2017. Gengi hlutabréfa í Arion banka lækkaði um 3,51 prósent í Kauphöllinni í dag og stóðu í 77 við lok dagsins. Gengi hlutabréfa í bankanum hafa farið hækkandi á þessu ári en um áramótin stóðu þau í sjötíu komma þremur á hvern hlut. Bankinn var skráður í Kauphöllina um miðjan júní á síðasta ári. Hann var skráður á 75 en dagslokagengi eftir skráningu 88,8. Íslenskir bankar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Hagnaður Arion banka dróst saman um um 45,8 prósent á milli áranna 2018 og 2017. Í lok síðasta árs var hagnaður samstæðu Arion banka 7,8 milljarðar króna en 2017 var hann 14,4 milljarðar. Arðsemi 2018 var 3,7 prósent en árið 2017 var hún 6,6 prósent. Stjórn Arion leggur til að 10 milljarða króna arður verði greiddur sem samsvari fimm krónum á hlut. Í tilkynningu segir að arðgreiðslan sé liður í áframhaldandi hagræðingu á samsetningu eigin fjár bankans. Á síðasta ársfjórðungi 2018 var hagnaður Arion 1,6 milljarður króna, samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnaðs árið 2017. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir afkomuna á fjórða ársfjórðungi og 2018 í heild hafa verið undir væntingum. „Við sjáum hins vegar jákvæða þróun í grunnstarfsemi bankans og það er ánægjulegt að sjá að vaxtamunur hækkar á fjórða ársfjórðungi í samræmi við markmið okkar. Erfiðar aðstæður á hluta- og skuldabréfamörkuðum og ekki síst hræringar í flugrekstri settu mark sitt á starfsemina, bæði á fjórðungnum og á árinu í heild,“ segir Höskuldur. „Eitt helsta verkefni þessa árs verður að auka arðsemi í rekstri bankans og hafa ýmis verkefni verðið sett í gang með það að markmiði. Það er engu síður ljóst að það er erfitt verkefni að ná viðunandi arðsemi án umtalsverðra hækkana á útlánavöxtum þegar ríkisvaldið viðheldur ofursköttum á bankakerfið og eftirlitsaðilar bæta við eiginfjárkröfum og öðrum álögum.“ Heildareignir Arion banka námu 1.164,3 milljörðum króna í árslok 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017. Eigið fé hluthafa bankans nam 200,9 milljörðum samanborið við 225,7 milljarða í árslok 2017. Gengi hlutabréfa í Arion banka lækkaði um 3,51 prósent í Kauphöllinni í dag og stóðu í 77 við lok dagsins. Gengi hlutabréfa í bankanum hafa farið hækkandi á þessu ári en um áramótin stóðu þau í sjötíu komma þremur á hvern hlut. Bankinn var skráður í Kauphöllina um miðjan júní á síðasta ári. Hann var skráður á 75 en dagslokagengi eftir skráningu 88,8.
Íslenskir bankar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira