Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2019 19:30 Formaður VR segir stjórnvöld verða að svara því upp úr helgi hvað þau eru reiðubúin að gera til að liðka fyrir kjarasamningum meðal annars með ýmsum kerfisbreytingum. Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. Viðræðunefndir sextán verkalýðsfélaga innan Starfsgreinasambandsins annars vegar og þriggja félaga þess ásamt fulltrúum VR hins vegar hafa rætt nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins undanfarnar vikur, síðar nefndi hópurinn á vettvangi ríkissáttasemjara. Þokast hefur í samkomulags átt varðandi ýmis mál sem rædd hafa verið í undirhópum og kröfum um réttindaskerðingar ýtt út af borðinu að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR. En í morgun kynntu Samtök atvinnulífsins tilboð um launaliðinn á fundi hjá ríkissáttasemjara. „Það tilboð sem við fengum í dag er í raun það fyrsta sem við fáum frá þeim um launaliðinn til að taka efnislega afstöðu til. Hingað til höfum við ekki getað gert það en við munum einfaldlega ræða þetta í okkar samninganefnd og baklandi,” segir Ragnar Þór. Félögin fjögur á vettvangi ríkissáttasemjara muni svara atvinnurekendum sameiginlega á fundi á föstudag. En krafa félaganna um að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstíma er þekkt. Samningafólk er bundið trúnaði um innihald tilboðs SA en af viðbrögðum að dæma hefur því markmiði ekki verið náð. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið endanlega afstöðu til þess hvort við komum með gagntilboð eða hvort við tökum bara hreina afstöðu til þess sem lagt var fram í dag. Það munum við ákveða á morgun,” segir formaður VR. Samkvæmt heimildum fréttastofu nær tilboð SA til allra þeirra verkalýðsfélaga og sambanda sem samtökin eru í viðræðum við. Ragnar Þór segir að hvað sem kunni að gerast á föstudag þurfi stjórnvöld að svara kröfum verkalýðsfélaganna um um ýmsar kerfisbreytingar til að mynda í bóta- og skattamálum sem og í húsnæðis- og vaxtamálum. Afstaða stjórnvalda ráði úrslitum um hvort samið verði til lengri tíma eða ekki. „Það skiptir mjög miklu máli að grunnstef stjórnvalda liggi fyrir mjög fljótlega eftir helgi til þess að við getum farið að taka í raun einhverja afstöðu með framhaldið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira
Formaður VR segir stjórnvöld verða að svara því upp úr helgi hvað þau eru reiðubúin að gera til að liðka fyrir kjarasamningum meðal annars með ýmsum kerfisbreytingum. Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. Viðræðunefndir sextán verkalýðsfélaga innan Starfsgreinasambandsins annars vegar og þriggja félaga þess ásamt fulltrúum VR hins vegar hafa rætt nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins undanfarnar vikur, síðar nefndi hópurinn á vettvangi ríkissáttasemjara. Þokast hefur í samkomulags átt varðandi ýmis mál sem rædd hafa verið í undirhópum og kröfum um réttindaskerðingar ýtt út af borðinu að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR. En í morgun kynntu Samtök atvinnulífsins tilboð um launaliðinn á fundi hjá ríkissáttasemjara. „Það tilboð sem við fengum í dag er í raun það fyrsta sem við fáum frá þeim um launaliðinn til að taka efnislega afstöðu til. Hingað til höfum við ekki getað gert það en við munum einfaldlega ræða þetta í okkar samninganefnd og baklandi,” segir Ragnar Þór. Félögin fjögur á vettvangi ríkissáttasemjara muni svara atvinnurekendum sameiginlega á fundi á föstudag. En krafa félaganna um að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstíma er þekkt. Samningafólk er bundið trúnaði um innihald tilboðs SA en af viðbrögðum að dæma hefur því markmiði ekki verið náð. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið endanlega afstöðu til þess hvort við komum með gagntilboð eða hvort við tökum bara hreina afstöðu til þess sem lagt var fram í dag. Það munum við ákveða á morgun,” segir formaður VR. Samkvæmt heimildum fréttastofu nær tilboð SA til allra þeirra verkalýðsfélaga og sambanda sem samtökin eru í viðræðum við. Ragnar Þór segir að hvað sem kunni að gerast á föstudag þurfi stjórnvöld að svara kröfum verkalýðsfélaganna um um ýmsar kerfisbreytingar til að mynda í bóta- og skattamálum sem og í húsnæðis- og vaxtamálum. Afstaða stjórnvalda ráði úrslitum um hvort samið verði til lengri tíma eða ekki. „Það skiptir mjög miklu máli að grunnstef stjórnvalda liggi fyrir mjög fljótlega eftir helgi til þess að við getum farið að taka í raun einhverja afstöðu með framhaldið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira