Vilja afskrá kannabis sem hættulegt fíkniefni Sveinn Arnarsson skrifar 14. febrúar 2019 07:15 Skilgreiningin á hættulegustu fíkniefnum heims er frá árinu 1961 og því komin til ára sinna. fréttablaðið/gva Sérfræðiráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ávanabindandi fíkniefni hefur lagt til endurskoðun á kannabisefnum með það að leiðarljósi að afskrá kannabis úr flokki með hættulegustu fíkniefnum þessa heims. Skilgreiningin er frá árinu 1961 og því komin til ára sinna. Málið verður tekið fyrir í næsta mánuði innan fagráðs Sameinuðu þjóðanna um ávanabindandi fíkniefni (CND). Verði þessi endurskoðun samþykkt í næsta mánuði yrði það formleg viðurkenning á að þjóðir heims hafi í raun haft rangt fyrir sér bæði um skaðsemi kannabis sem og lækningamátt jurtarinnar í um hálfa öld. Þessi mögulega nýja stefna WHO kemur á sama tíma og fjöldi ríkja hefur horfið frá þeirri stefnu að gera neyslu og vörslu kannabisefna refsiverða. Þessi framvinda gæti því að einhverju leyti hraðað þeirri þróun. Markmið þessara tilmæla er að tryggja heilsu fólks en um leið að takmarka ekki aðgengi fólks að kannabistengdum efnum sem hafa sannarlega, og vísindalega, sannað virkni sína sem meðferð við einhvers konar kvillum. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í af brotafræði við Háskóla Íslands, segir það ekki koma sér á óvart að þetta sé lagt til. „Það má segja að árið 1961 hafi vísindin ekki vitað mikið um þetta efni. Á síðustu árum hefur ýmis skaðsemi komið fram en þó ekki eins stórhættuleg og áður var talið. Endurskoðun hefur átt sér stað víða með afglæpavæðingu á vörslu til eigin nota, lögleiðingu vestanhafs og sums staðar leyft í lækningaskyni,“ segir Helgi. „Kannabis er samt skaðlegt ungu fólki á uppvaxtarárum þess og það hefur ekkert breyst.“ Fagráðið hefur farið ítarlega yfir málið með hliðsjón af lýðheilsu og öðrum almennum þáttum. Álit fagráðsins er byggt á vísindalegum rannsóknum og þeirri þekkingu sem er til staðar um efnið. Fagráðið hefur einnig vegið og metið vísindalega þekkingu þegar kemur að lækningamætti efnisisins. Hjá Embætti landlæknis fengust þær upplýsingar að grannt væri fylgst með þróun málsins. Hins vegar væri áréttað að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um hvort kannabis yrði tekið af lista yfir skaðlegustu fíkniefni þessa heims. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kannabis Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Sérfræðiráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ávanabindandi fíkniefni hefur lagt til endurskoðun á kannabisefnum með það að leiðarljósi að afskrá kannabis úr flokki með hættulegustu fíkniefnum þessa heims. Skilgreiningin er frá árinu 1961 og því komin til ára sinna. Málið verður tekið fyrir í næsta mánuði innan fagráðs Sameinuðu þjóðanna um ávanabindandi fíkniefni (CND). Verði þessi endurskoðun samþykkt í næsta mánuði yrði það formleg viðurkenning á að þjóðir heims hafi í raun haft rangt fyrir sér bæði um skaðsemi kannabis sem og lækningamátt jurtarinnar í um hálfa öld. Þessi mögulega nýja stefna WHO kemur á sama tíma og fjöldi ríkja hefur horfið frá þeirri stefnu að gera neyslu og vörslu kannabisefna refsiverða. Þessi framvinda gæti því að einhverju leyti hraðað þeirri þróun. Markmið þessara tilmæla er að tryggja heilsu fólks en um leið að takmarka ekki aðgengi fólks að kannabistengdum efnum sem hafa sannarlega, og vísindalega, sannað virkni sína sem meðferð við einhvers konar kvillum. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í af brotafræði við Háskóla Íslands, segir það ekki koma sér á óvart að þetta sé lagt til. „Það má segja að árið 1961 hafi vísindin ekki vitað mikið um þetta efni. Á síðustu árum hefur ýmis skaðsemi komið fram en þó ekki eins stórhættuleg og áður var talið. Endurskoðun hefur átt sér stað víða með afglæpavæðingu á vörslu til eigin nota, lögleiðingu vestanhafs og sums staðar leyft í lækningaskyni,“ segir Helgi. „Kannabis er samt skaðlegt ungu fólki á uppvaxtarárum þess og það hefur ekkert breyst.“ Fagráðið hefur farið ítarlega yfir málið með hliðsjón af lýðheilsu og öðrum almennum þáttum. Álit fagráðsins er byggt á vísindalegum rannsóknum og þeirri þekkingu sem er til staðar um efnið. Fagráðið hefur einnig vegið og metið vísindalega þekkingu þegar kemur að lækningamætti efnisisins. Hjá Embætti landlæknis fengust þær upplýsingar að grannt væri fylgst með þróun málsins. Hins vegar væri áréttað að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um hvort kannabis yrði tekið af lista yfir skaðlegustu fíkniefni þessa heims.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kannabis Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira